Fleiri fréttir Skíðahöll í Úlfarsfelli "Okkar útreikningar benda til að hægt sé að reisa slíka skíðahöll með góðu móti á vel innan við milljarð króna," segir Helgi Geirharðsson, verkfræðingur. Hann hefur um árabil kannað möguleikana á að byggja skíðahöll á Íslandi og segir að slíkt mannvirki sé mun ódýrara og hagkvæmara en flestir halda. 30.12.2004 06:00 Kiel sigraði Dusseldorf Kiel lagði Düsseldorf að velli 36-29 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöldi. Alexander Petersson skoraði 4 mörk fyrir Düsseldorf í leiknum. Kiel er efst í deildinni með 30 stig eftir 17 umferðir. Logi Geirsson skoraði 5 mörk fyrir Lemgo, þegar liðið tapaði fyrir Flensburg 31-29. Magdeburg bar sigurorð af Pfullingen 33-30. 30.12.2004 00:01 Ég er í draumaliðinu Eiður Smári Guðjohnsen, nýkjörinn íþróttamaður ársins bæði hjá samtökum íþróttafréttamanna og hjá Fréttablaðinu og Vísi, er nú hálfnaður með sitt fimmta ár hjá Chelsea. Fréttablaðið ræddi við Eið Smára um lífið hjá Chelsea, peningana í boltanum og vonir og væntingar. </font /></b /> 30.12.2004 00:01 Presturinn jarðaður Ein af skærustu stjörnum NFL-deildarinnar á síðasta áratug, Reggie White, var jarðaður í gær. White lést aðeins viku eftir að hann varð 43 ára gamall. Bráðabirgðakrufning leiddi í ljós að hann átti við öndunarsjúkdóm að stríða sem að lokum dró hann til dauða 30.12.2004 00:01 Einar skoraði níu mörk Jólasteikin fór misvel í íslensku handboltastrákana í Þýskalandi, sumir spiluðu vel í vikunni en aðrir voru þyngri á sér. Einar Hólmgeirsson sleppti greinilega ábótinni þetta árið því hann var í fantaformi með liði sínu Grosswallstadt er það sigraði Tus Lubbecke, 40-35. Einar skoraði níu mörk í öllum regnbogans litum og Snorri Steinn Guðjónsson lék einnig vel fyrir Grosswallstadt og skoraði fjögur mörk. 30.12.2004 00:01 Phelps á skilorði Sundkappinn Michael Phelps, sem vann sex gullverðlaun á ÓL í Aþenu, fékk átján mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Phelps játaði brotið og bað heiminn afsökunar daginn eftir að hann var handtekinn. 30.12.2004 00:01 Hvað gerist í janúar? Markaðurinn opnar á miðnætti 1. janúar og lokar 31. janúar. Ef 31. skyldi koma upp á laugardegi þá er markaðurinn opinn fram á mánudag en það á ekki við að þessu sinni. Það verða án efa margir leikmenn sem skipta um félag næsta mánuðinn og Fréttablaðið skoðar hvaða menn verða væntanlega að pakka ofan í tösku í byrjun nýja ársins. 30.12.2004 00:01 McGrady skoraði 34 stig Tracy McGrady skoraði 34 stig þegar lið hans Houston Rockets bar sigurorð af Cleveland 98-87 í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöldi. Chauncey Billups skoraði 32 stig fyrir meistara Detroit Pistons í 107-105 sigri á Washington. Billups skoraði sigurkörfu leiksins þegar 0,7 sekúndur voru eftir. 30.12.2004 00:01 Íþróttamolar Stiklað á stóru hér og þar í íþróttaheiminum 30.12.2004 00:01 Rooney í þriggja leikja bann Wayne Rooney hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann sem mun taka gildi þegar í stað, en enska knattspyrnusambandið kærði hann fyrir að slá Tal Ben Haim, leikmann Bolton, í andlitið í leik liðanna á sunnudaginn var. 30.12.2004 00:01 Róbert til Gummersbach Fátt getur komið í veg fyrir að línumaðurinn snjalli, Róbert Gunnarsson, gangi til liðs við þýska úrvalsdeildarliðið Gummersbach. Róbert hitti framkvæmdastjóra og þjálfara liðsins í dag og fór í læknisskoðun. Hann horfði á Gummersbach vinna Essen í gær en Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk fyrir Essen 30.12.2004 00:01 Luxemburgo tekur við Real Madrid Fyrrum stjóri Brasilíska landsliðsins í knattspyrnu, Wanderley Luxemburgo, hefur tekið við stjórn spænska stórliðsins Real Madrid. Luxemburgo tekur við af Mariano Garcia Remon sem tók við tímabundið eftir að Jose Antonio Camacho hætti fyrr í vetur. 30.12.2004 00:01 Kewell frá í mánuð Vinstri vængmaður Liverpool, Ástralinn Harry Kewell, mun ekki spila með félaginu næsta mánuðinn eða svo, en þetta staðfesti Ian Cotton, talsmaður félagsins, í dag. 30.12.2004 00:01 Íþróttamenn leggja sitt af mörkum Fjölmargir íþróttamenn hafa ákveðið að láta fé af hendi rakna til styrktar þeim sem um sárt eiga að binda eftir náttúruhamfarirnar í Asíu. 30.12.2004 00:01 Babayaro til Newcastle Nígeríumaðurinn og bakvörður Chelsea, Celestine Babayaro, mun verða fyrsti leikmaðurinn sem Graeme Souness kaupir til Newcastle þegar leikmannamarkaðurinn opnar aftur í janúar, en þetta staðfesti félagið í dag. 30.12.2004 00:01 LeBron spilar með grímu Krónprinsinn í NBA deildinni og leikmaður Clevland, LeBron James, mun þurfa að spila með grímu til að verja kinnbeinið sem brotnaði er Dikembe Mutombo, miðherji Huston, gaf honum óviljandi olnbogaskot í leik liðanna á miðvikudaginn. James, sem varð tvítugur í dag, mun líklega ekki missa úr leik vegna meiðslanna. 30.12.2004 00:01 12 stiga sigur hjá stúlkunum Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik vann í kvöld tólf stiga sigur á úrvaldsliði frá London í lokaleik í æfingaferð stelpnanna til Englands. Íslenska liðið var 32-29 yfir í hálfleik og sigraði að lokum með 76 stigum gegn 64. 30.12.2004 00:01 Kjörið í kvöld Kjöri á Íþróttamanni ársins verður lýst á Grand hótel í Reykjavík í kvöld. Bein útsending hefst á Sýn kl. 19.30 í opinni dagskrá þar sem íþróttárið 2004 verður gert upp. Klukkan átta, hefst svo samsending Sýnar og RÚV frá kjöri íþróttamanns ársins. 29.12.2004 00:01 Ásgeir til Lemgó Ásgeir Örn Hallgrímsson, stórskytta Haukar og íslenska landsliðsins, hefur gert samning við þýska stórliðið Lemgo. Samningurinn er til 2ja ára. Ásgeir Örn heldur til Þýskalands næsta sumar en hann er að jafna sig eftir aðgerð á hendi. 29.12.2004 00:01 LeBron James í miklum ham Krónprinsinn í NBA körfuboltanum, LeBron James, fór hamförum þegar lið hans, Cleveland Cavaliers, sigaði Atlanta Hawks með 111 stigum gegn 102. LeBron James, sem verður tvítugur á morgun, skoraði 40 stig, hirti 9 fráköst og gaf sjö stoðsendingar og sló tvö met í leiðinni. Hann er yngsti leikmaður NBA deildarinnar sem skorar yfir 500 stig og nær yfir 500 fráköstum. 29.12.2004 00:01 Þórey íþróttamaður Hafnarfjarðar Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, var kjörin íþróttamaður Hafnarfjarðar en þetta er í annað sinn sem hún hreppir hnossið. Þá var Rut Sigurðardóttir, Norðurlandameistari í Taekwondo, kjörin Íþróttamaður Akureyrar 2004, en hún keppir fyrir hönd Þórs. 29.12.2004 00:01 Newcastle leitar víða fanga Newcastle United hefur gert tilboð í sóknarmann Deportivo á Spáni, Walter Pandiani, og er reiðubúið að greiða sem svarar um 420 milljónum króna fyrir. 29.12.2004 00:01 Ronaldo bjartsýnn Spænskir fjölmiðlar skýra frá því að Ronaldo hafi ennþá trú á að Real Madrid geti unnið deild og Meistaradeild þrátt fyrir dapran árangur hingað til. 29.12.2004 00:01 Ásgeir Örn til Lemgo Einn efnilegasti handknattleiksmaður landsins, Ásgeir Örn Hallgrímsson, mun skrifa undir tveggja ára samning við þýska stórliðið Lemgo í byrjun næsta árs. Hann klárar þessa leiktíð með Haukum en flytur síðan búferlum til Þýskalands næsta sumar. 29.12.2004 00:01 Eiður í fótspor föður síns Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2004 af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Eiður Smári hlýtur þennan titil en hann er fyrsti knattspyrnumaðurinn sem hlýtur hann í sautján ár. 29.12.2004 00:01 Liðin verða að bíða til 5. janúar Enska úrvaldsdeildin hefur gefið út að liðin í deildinni meiga ekki nota leikmenn sem þau kaupa, er leikmannaglugginn opnar aftur nú í janúar, fyrr en í fyrsta lagi 5. janúar. 29.12.2004 00:01 Saviola vill snúa aftur til Barca Argentínski framherjinn Javier Saviola hefur látið hafa eftir sér að hann vilji snúa aftur til Barcelona, jafnvel þó að ekki sé líklegt að það verði fyrr en eftir tímabilið. 29.12.2004 00:01 Rooney kærður Wayne Rooney, framherji Manchester United, hefur verið kærður að enska knattspyrnusambandinu fyrir að slá leikmann Bolton, Ísraelsmanninn Tal Ben Haim, í andlitið í leik liðanna á sunnudaginn 29.12.2004 00:01 Arsenal yfir í hálfleik Í kvöld fer fram síðasti leikurinn í 20. umferð í ensku úrvaldsdeildinni er Arsenal sækir Newcastle heim. Í hálfleik er staðan 1-0 fyrir meistarana og var það fyrirliðinn sjálfur, kóngurinn Patrick Vieira, sem skoraði markið rétt fyrir lok hálfleiksins með skoti fyrir utan teig. 29.12.2004 00:01 Þriggja stiga tap fyrir Englandi Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tapaði með þremur stigum, 63-66, fyrir Englandi í seinni vináttulandsleik þjóðanna sem fór fram í Sheffield í kvöld. Enska liðið hafði góð tök á leiknum allan tímann og náði tólf stiga forskoti um tíma í seinni hálfleik 29.12.2004 00:01 Þriggja stiga tap hjá stúlkunum Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik tapaði í kvöld fyrir stöllum sínum frá Englandi með þriggja stiga mun, 66-63, en leikið var í Sheffield á Englandi. Þær ensku höfðu undirtökin allan leikinn, voru til að mynda yfir í hálfleik 29-27 og höfðu níu stiga forskot fyrir fjórða leikhluta, 52-43. 29.12.2004 00:01 Arsenal lagði Newcastle Arsenal minnkaði forystu Chelsea á toppi ensku úrvaldsdeildarinnar í fimm stig er þeir gerðu góða ferð á St James Park í Newcastle og sigruðu heimamenn 1-0. Það var fyrirliðinn Patrick Vieira sem gerði eina mark leiksins á 44. mínútu. 29.12.2004 00:01 Íþróttafólk ársins í öllum greinum Í kvöld voru veittar viðurkenningar til íþróttamanna og kvenna í 30 íþróttagreinum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands en hvert sérsamband veitti þá verðlaun til þeirra sem stóðu sig best á árinu 2004 að mati hvers sérsambands. 29.12.2004 00:01 27 fengu atkvæði í kjörinu í ár Eiður Smári Guðjohnsen var í kvöld valinn Íþróttamaður ársins 2004 hjá Samtökum Íþróttafréttamanna og varð þar með fyrsti knattspyrnumaðurinn í 15 ár til að hljóta þessa viðurkenningu eða síðan faðir hans Arnór Guðjohnsen lyfti bikarnum 1987. Stangarstökkkonan Þórey Edda Elísdóttir varð í öðru sæti í kjörinu og þriðji varð fimleikmaðurinn Rúnar Alexanderson. 27 íþróttamenn og konur fengu atkvæði í kjörinu að þessu sinni. 29.12.2004 00:01 UEFA staðfesti leyfiskerfi KSÍ Knattspyrnusamband Evrópu hefur formlega staðfest gæðavottun á leyfiskerfi KSÍ sem miðar að því að bæta rekstur, skipulag og aðstöðu knattspyrnufélaga á Íslandi. KSÍ er með fyrstu knattspyrnusamböndum í Evrópu til að fá þessa staðfestingu.</font /> 28.12.2004 00:01 Emil skrifar undir í dag FH-ingurinn Emil Hallfreðsson skrifar undir tveggja og hálfs árs samning við enska úrvalsdeildarliðið Tottenham í dag. Emil hélt utan í morgun og fylgist með leik Tottenham og Crystal Palace í dag en skrifar undir samning við félagið fyrir leik. Hann verður löglegur um áramótin. 28.12.2004 00:01 Birna íþróttamaður Reykjanesbæjar Birna Valgarðsdóttir körfuboltakona hefur verið valin Íþróttamaður ársins í Reykjanesbæ. Birna var fyrirliði og burðarás í körfuboltaliði Keflavíkur sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari síðasta vetur. 28.12.2004 00:01 Heil umferð á Englandi í kvöld Heil umferð er í ensku úrvalsdeildinni og fyrstu deildinni í dag. Chelsea sækir Portsmouth heim en Eiður Smári Guðjohnsen verður í leikmannahópi liðsins. Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton taka á móti Everton. 28.12.2004 00:01 Unglingalandsliðið vann Austurríki Unglingalandslið Íslands í handknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, sigraði Austurríki 29-18 á Hela Cup í Þýskalandi í gærkvöld. 28.12.2004 00:01 Átta stig á 14 mínútum Jón Arnór Stefánsson skoraði átta stig þær fjórtán mínútur sem hann lék fyrir rússneska körfuknatteiksliðið Dynamo St. Pétursborg sem sigraði Lokomotiv Rostov 79-71 á útivelli í rússnesku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld. 28.12.2004 00:01 Carter með 23 stig í fyrsta leik Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í gærkvöld og nótt. Richard Hamilton skoraði 37 stig fyrir Detroit sem sigraði New Jersey Nets í framlengdnum leik 100-90. Vince Carter lék fyrsta leik sinn fyrir Nets eftir kaupin frá Toronto. Carter skoraði 23 stig en haltraði út af í framlengingunni vegna meiðsla. 28.12.2004 00:01 Snæfell semur við Clemmons Lið Snæfells í Intersportdeildinni í körfuknattleik, hefur borist liðsstyrkur. Sá heitir Calvin Clemmons og er frá Charlotte í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. 28.12.2004 00:01 Ming og O´Neal með flest atkvæði Miðherjarnir Yao Ming hjá Houston Rockets og Shaquille O´Neal hjá Miami Heat hafa fengið flest atkvæði í kosningu byrjunarliða í Stjörnuleiknum í NBA-deildinni 2005 sem fer fram í Denver 20. febrúar. 28.12.2004 00:01 Bjarnarmenn kæra Narfa Stjórn íshokkífélagsins Bjarnarins úr Grafarvogi hefur farið fram á það við stjórn Íshokkísambands Íslands að lið Narfa frá Hrísey verðir dæmt úr keppni á Íslandsmótinu vegna brota á reglugerðum og mun dómstóll ÍSÍ taka málið fyrir innan tíðar. 28.12.2004 00:01 Flo afgreiddi Southampton Frakkinn ungi hjá Liverpool, Florent Sinama Pongolle, skoraði eina mark leiksins er Liverpool lagði Southampton í dag með einu marki gegn engu. Liverpool var mun betra liðið í dag og til marks um yfirburðina þurfti Jerzy Dudek, markvörður þeirra rauðu, ekki að verja eitt einasta skot allan leikinn. 28.12.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Skíðahöll í Úlfarsfelli "Okkar útreikningar benda til að hægt sé að reisa slíka skíðahöll með góðu móti á vel innan við milljarð króna," segir Helgi Geirharðsson, verkfræðingur. Hann hefur um árabil kannað möguleikana á að byggja skíðahöll á Íslandi og segir að slíkt mannvirki sé mun ódýrara og hagkvæmara en flestir halda. 30.12.2004 06:00
Kiel sigraði Dusseldorf Kiel lagði Düsseldorf að velli 36-29 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöldi. Alexander Petersson skoraði 4 mörk fyrir Düsseldorf í leiknum. Kiel er efst í deildinni með 30 stig eftir 17 umferðir. Logi Geirsson skoraði 5 mörk fyrir Lemgo, þegar liðið tapaði fyrir Flensburg 31-29. Magdeburg bar sigurorð af Pfullingen 33-30. 30.12.2004 00:01
Ég er í draumaliðinu Eiður Smári Guðjohnsen, nýkjörinn íþróttamaður ársins bæði hjá samtökum íþróttafréttamanna og hjá Fréttablaðinu og Vísi, er nú hálfnaður með sitt fimmta ár hjá Chelsea. Fréttablaðið ræddi við Eið Smára um lífið hjá Chelsea, peningana í boltanum og vonir og væntingar. </font /></b /> 30.12.2004 00:01
Presturinn jarðaður Ein af skærustu stjörnum NFL-deildarinnar á síðasta áratug, Reggie White, var jarðaður í gær. White lést aðeins viku eftir að hann varð 43 ára gamall. Bráðabirgðakrufning leiddi í ljós að hann átti við öndunarsjúkdóm að stríða sem að lokum dró hann til dauða 30.12.2004 00:01
Einar skoraði níu mörk Jólasteikin fór misvel í íslensku handboltastrákana í Þýskalandi, sumir spiluðu vel í vikunni en aðrir voru þyngri á sér. Einar Hólmgeirsson sleppti greinilega ábótinni þetta árið því hann var í fantaformi með liði sínu Grosswallstadt er það sigraði Tus Lubbecke, 40-35. Einar skoraði níu mörk í öllum regnbogans litum og Snorri Steinn Guðjónsson lék einnig vel fyrir Grosswallstadt og skoraði fjögur mörk. 30.12.2004 00:01
Phelps á skilorði Sundkappinn Michael Phelps, sem vann sex gullverðlaun á ÓL í Aþenu, fékk átján mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Phelps játaði brotið og bað heiminn afsökunar daginn eftir að hann var handtekinn. 30.12.2004 00:01
Hvað gerist í janúar? Markaðurinn opnar á miðnætti 1. janúar og lokar 31. janúar. Ef 31. skyldi koma upp á laugardegi þá er markaðurinn opinn fram á mánudag en það á ekki við að þessu sinni. Það verða án efa margir leikmenn sem skipta um félag næsta mánuðinn og Fréttablaðið skoðar hvaða menn verða væntanlega að pakka ofan í tösku í byrjun nýja ársins. 30.12.2004 00:01
McGrady skoraði 34 stig Tracy McGrady skoraði 34 stig þegar lið hans Houston Rockets bar sigurorð af Cleveland 98-87 í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöldi. Chauncey Billups skoraði 32 stig fyrir meistara Detroit Pistons í 107-105 sigri á Washington. Billups skoraði sigurkörfu leiksins þegar 0,7 sekúndur voru eftir. 30.12.2004 00:01
Rooney í þriggja leikja bann Wayne Rooney hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann sem mun taka gildi þegar í stað, en enska knattspyrnusambandið kærði hann fyrir að slá Tal Ben Haim, leikmann Bolton, í andlitið í leik liðanna á sunnudaginn var. 30.12.2004 00:01
Róbert til Gummersbach Fátt getur komið í veg fyrir að línumaðurinn snjalli, Róbert Gunnarsson, gangi til liðs við þýska úrvalsdeildarliðið Gummersbach. Róbert hitti framkvæmdastjóra og þjálfara liðsins í dag og fór í læknisskoðun. Hann horfði á Gummersbach vinna Essen í gær en Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk fyrir Essen 30.12.2004 00:01
Luxemburgo tekur við Real Madrid Fyrrum stjóri Brasilíska landsliðsins í knattspyrnu, Wanderley Luxemburgo, hefur tekið við stjórn spænska stórliðsins Real Madrid. Luxemburgo tekur við af Mariano Garcia Remon sem tók við tímabundið eftir að Jose Antonio Camacho hætti fyrr í vetur. 30.12.2004 00:01
Kewell frá í mánuð Vinstri vængmaður Liverpool, Ástralinn Harry Kewell, mun ekki spila með félaginu næsta mánuðinn eða svo, en þetta staðfesti Ian Cotton, talsmaður félagsins, í dag. 30.12.2004 00:01
Íþróttamenn leggja sitt af mörkum Fjölmargir íþróttamenn hafa ákveðið að láta fé af hendi rakna til styrktar þeim sem um sárt eiga að binda eftir náttúruhamfarirnar í Asíu. 30.12.2004 00:01
Babayaro til Newcastle Nígeríumaðurinn og bakvörður Chelsea, Celestine Babayaro, mun verða fyrsti leikmaðurinn sem Graeme Souness kaupir til Newcastle þegar leikmannamarkaðurinn opnar aftur í janúar, en þetta staðfesti félagið í dag. 30.12.2004 00:01
LeBron spilar með grímu Krónprinsinn í NBA deildinni og leikmaður Clevland, LeBron James, mun þurfa að spila með grímu til að verja kinnbeinið sem brotnaði er Dikembe Mutombo, miðherji Huston, gaf honum óviljandi olnbogaskot í leik liðanna á miðvikudaginn. James, sem varð tvítugur í dag, mun líklega ekki missa úr leik vegna meiðslanna. 30.12.2004 00:01
12 stiga sigur hjá stúlkunum Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik vann í kvöld tólf stiga sigur á úrvaldsliði frá London í lokaleik í æfingaferð stelpnanna til Englands. Íslenska liðið var 32-29 yfir í hálfleik og sigraði að lokum með 76 stigum gegn 64. 30.12.2004 00:01
Kjörið í kvöld Kjöri á Íþróttamanni ársins verður lýst á Grand hótel í Reykjavík í kvöld. Bein útsending hefst á Sýn kl. 19.30 í opinni dagskrá þar sem íþróttárið 2004 verður gert upp. Klukkan átta, hefst svo samsending Sýnar og RÚV frá kjöri íþróttamanns ársins. 29.12.2004 00:01
Ásgeir til Lemgó Ásgeir Örn Hallgrímsson, stórskytta Haukar og íslenska landsliðsins, hefur gert samning við þýska stórliðið Lemgo. Samningurinn er til 2ja ára. Ásgeir Örn heldur til Þýskalands næsta sumar en hann er að jafna sig eftir aðgerð á hendi. 29.12.2004 00:01
LeBron James í miklum ham Krónprinsinn í NBA körfuboltanum, LeBron James, fór hamförum þegar lið hans, Cleveland Cavaliers, sigaði Atlanta Hawks með 111 stigum gegn 102. LeBron James, sem verður tvítugur á morgun, skoraði 40 stig, hirti 9 fráköst og gaf sjö stoðsendingar og sló tvö met í leiðinni. Hann er yngsti leikmaður NBA deildarinnar sem skorar yfir 500 stig og nær yfir 500 fráköstum. 29.12.2004 00:01
Þórey íþróttamaður Hafnarfjarðar Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, var kjörin íþróttamaður Hafnarfjarðar en þetta er í annað sinn sem hún hreppir hnossið. Þá var Rut Sigurðardóttir, Norðurlandameistari í Taekwondo, kjörin Íþróttamaður Akureyrar 2004, en hún keppir fyrir hönd Þórs. 29.12.2004 00:01
Newcastle leitar víða fanga Newcastle United hefur gert tilboð í sóknarmann Deportivo á Spáni, Walter Pandiani, og er reiðubúið að greiða sem svarar um 420 milljónum króna fyrir. 29.12.2004 00:01
Ronaldo bjartsýnn Spænskir fjölmiðlar skýra frá því að Ronaldo hafi ennþá trú á að Real Madrid geti unnið deild og Meistaradeild þrátt fyrir dapran árangur hingað til. 29.12.2004 00:01
Ásgeir Örn til Lemgo Einn efnilegasti handknattleiksmaður landsins, Ásgeir Örn Hallgrímsson, mun skrifa undir tveggja ára samning við þýska stórliðið Lemgo í byrjun næsta árs. Hann klárar þessa leiktíð með Haukum en flytur síðan búferlum til Þýskalands næsta sumar. 29.12.2004 00:01
Eiður í fótspor föður síns Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2004 af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Eiður Smári hlýtur þennan titil en hann er fyrsti knattspyrnumaðurinn sem hlýtur hann í sautján ár. 29.12.2004 00:01
Liðin verða að bíða til 5. janúar Enska úrvaldsdeildin hefur gefið út að liðin í deildinni meiga ekki nota leikmenn sem þau kaupa, er leikmannaglugginn opnar aftur nú í janúar, fyrr en í fyrsta lagi 5. janúar. 29.12.2004 00:01
Saviola vill snúa aftur til Barca Argentínski framherjinn Javier Saviola hefur látið hafa eftir sér að hann vilji snúa aftur til Barcelona, jafnvel þó að ekki sé líklegt að það verði fyrr en eftir tímabilið. 29.12.2004 00:01
Rooney kærður Wayne Rooney, framherji Manchester United, hefur verið kærður að enska knattspyrnusambandinu fyrir að slá leikmann Bolton, Ísraelsmanninn Tal Ben Haim, í andlitið í leik liðanna á sunnudaginn 29.12.2004 00:01
Arsenal yfir í hálfleik Í kvöld fer fram síðasti leikurinn í 20. umferð í ensku úrvaldsdeildinni er Arsenal sækir Newcastle heim. Í hálfleik er staðan 1-0 fyrir meistarana og var það fyrirliðinn sjálfur, kóngurinn Patrick Vieira, sem skoraði markið rétt fyrir lok hálfleiksins með skoti fyrir utan teig. 29.12.2004 00:01
Þriggja stiga tap fyrir Englandi Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tapaði með þremur stigum, 63-66, fyrir Englandi í seinni vináttulandsleik þjóðanna sem fór fram í Sheffield í kvöld. Enska liðið hafði góð tök á leiknum allan tímann og náði tólf stiga forskoti um tíma í seinni hálfleik 29.12.2004 00:01
Þriggja stiga tap hjá stúlkunum Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik tapaði í kvöld fyrir stöllum sínum frá Englandi með þriggja stiga mun, 66-63, en leikið var í Sheffield á Englandi. Þær ensku höfðu undirtökin allan leikinn, voru til að mynda yfir í hálfleik 29-27 og höfðu níu stiga forskot fyrir fjórða leikhluta, 52-43. 29.12.2004 00:01
Arsenal lagði Newcastle Arsenal minnkaði forystu Chelsea á toppi ensku úrvaldsdeildarinnar í fimm stig er þeir gerðu góða ferð á St James Park í Newcastle og sigruðu heimamenn 1-0. Það var fyrirliðinn Patrick Vieira sem gerði eina mark leiksins á 44. mínútu. 29.12.2004 00:01
Íþróttafólk ársins í öllum greinum Í kvöld voru veittar viðurkenningar til íþróttamanna og kvenna í 30 íþróttagreinum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands en hvert sérsamband veitti þá verðlaun til þeirra sem stóðu sig best á árinu 2004 að mati hvers sérsambands. 29.12.2004 00:01
27 fengu atkvæði í kjörinu í ár Eiður Smári Guðjohnsen var í kvöld valinn Íþróttamaður ársins 2004 hjá Samtökum Íþróttafréttamanna og varð þar með fyrsti knattspyrnumaðurinn í 15 ár til að hljóta þessa viðurkenningu eða síðan faðir hans Arnór Guðjohnsen lyfti bikarnum 1987. Stangarstökkkonan Þórey Edda Elísdóttir varð í öðru sæti í kjörinu og þriðji varð fimleikmaðurinn Rúnar Alexanderson. 27 íþróttamenn og konur fengu atkvæði í kjörinu að þessu sinni. 29.12.2004 00:01
UEFA staðfesti leyfiskerfi KSÍ Knattspyrnusamband Evrópu hefur formlega staðfest gæðavottun á leyfiskerfi KSÍ sem miðar að því að bæta rekstur, skipulag og aðstöðu knattspyrnufélaga á Íslandi. KSÍ er með fyrstu knattspyrnusamböndum í Evrópu til að fá þessa staðfestingu.</font /> 28.12.2004 00:01
Emil skrifar undir í dag FH-ingurinn Emil Hallfreðsson skrifar undir tveggja og hálfs árs samning við enska úrvalsdeildarliðið Tottenham í dag. Emil hélt utan í morgun og fylgist með leik Tottenham og Crystal Palace í dag en skrifar undir samning við félagið fyrir leik. Hann verður löglegur um áramótin. 28.12.2004 00:01
Birna íþróttamaður Reykjanesbæjar Birna Valgarðsdóttir körfuboltakona hefur verið valin Íþróttamaður ársins í Reykjanesbæ. Birna var fyrirliði og burðarás í körfuboltaliði Keflavíkur sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari síðasta vetur. 28.12.2004 00:01
Heil umferð á Englandi í kvöld Heil umferð er í ensku úrvalsdeildinni og fyrstu deildinni í dag. Chelsea sækir Portsmouth heim en Eiður Smári Guðjohnsen verður í leikmannahópi liðsins. Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton taka á móti Everton. 28.12.2004 00:01
Unglingalandsliðið vann Austurríki Unglingalandslið Íslands í handknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, sigraði Austurríki 29-18 á Hela Cup í Þýskalandi í gærkvöld. 28.12.2004 00:01
Átta stig á 14 mínútum Jón Arnór Stefánsson skoraði átta stig þær fjórtán mínútur sem hann lék fyrir rússneska körfuknatteiksliðið Dynamo St. Pétursborg sem sigraði Lokomotiv Rostov 79-71 á útivelli í rússnesku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld. 28.12.2004 00:01
Carter með 23 stig í fyrsta leik Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í gærkvöld og nótt. Richard Hamilton skoraði 37 stig fyrir Detroit sem sigraði New Jersey Nets í framlengdnum leik 100-90. Vince Carter lék fyrsta leik sinn fyrir Nets eftir kaupin frá Toronto. Carter skoraði 23 stig en haltraði út af í framlengingunni vegna meiðsla. 28.12.2004 00:01
Snæfell semur við Clemmons Lið Snæfells í Intersportdeildinni í körfuknattleik, hefur borist liðsstyrkur. Sá heitir Calvin Clemmons og er frá Charlotte í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. 28.12.2004 00:01
Ming og O´Neal með flest atkvæði Miðherjarnir Yao Ming hjá Houston Rockets og Shaquille O´Neal hjá Miami Heat hafa fengið flest atkvæði í kosningu byrjunarliða í Stjörnuleiknum í NBA-deildinni 2005 sem fer fram í Denver 20. febrúar. 28.12.2004 00:01
Bjarnarmenn kæra Narfa Stjórn íshokkífélagsins Bjarnarins úr Grafarvogi hefur farið fram á það við stjórn Íshokkísambands Íslands að lið Narfa frá Hrísey verðir dæmt úr keppni á Íslandsmótinu vegna brota á reglugerðum og mun dómstóll ÍSÍ taka málið fyrir innan tíðar. 28.12.2004 00:01
Flo afgreiddi Southampton Frakkinn ungi hjá Liverpool, Florent Sinama Pongolle, skoraði eina mark leiksins er Liverpool lagði Southampton í dag með einu marki gegn engu. Liverpool var mun betra liðið í dag og til marks um yfirburðina þurfti Jerzy Dudek, markvörður þeirra rauðu, ekki að verja eitt einasta skot allan leikinn. 28.12.2004 00:01