Sport

Íþróttafólk ársins í öllum greinum

Í kvöld voru veittar viðurkenningar til íþróttamanna og kvenna í 30 íþróttagreinum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands en hvert sérsamband veitti þá verðlaun til þeirra sem stóðu sig best á árinu 2004 að mati hvers sérsambands. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, ásamt fulltrúum Ólympíufjölskyldunar, þeim Halldóri Guðbjarnasyni, framkvæmdastjóra VISA Ísland, Þorgils Óttari Mathíesen, forstjóra Sjóvá-Almennra, Bjarna Ármannssyni, forstjóra Íslandsbanka, Árna Þór Árnasyni, forstjóra Austurbakka og Jóni Hauki Baldvinssyni markaðsstjóra Icelandair afhentu viðurkenningarnar.Að þessu sinni voru í fyrsta sinn afhentar viðurkenningar til Íshokkíkonu og Íshokkímanns ársins en nýtt sérsamband var stofnað um íshokkííþróttina á þessu ári. Þá var einnig í fyrsta sinn afhend viðurkenning til Krullara ársins en þar er um að ræða íþróttina Krullu (Curling). Tvö sérsambönd höfðu tilkynnt um sitt val áður, KSÍ valdi Knattspyrnumann og konu ársins á dögunum líkt og Íþróttasamband fatlaðra gerði innan sinna raða og tilkynnti einnig fyrir jól. Á heimasíðu Íþróttasambands Ísland má finna lista yfir það íþróttafólk sem hlaut verðlaun í kvöld og hann má finna hér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×