Sport

Phelps á skilorði

Sundkappinn Michael Phelps, sem vann sex gullverðlaun á ÓL í Aþenu, fékk átján mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Phelps játaði brotið og bað heiminn afsökunar daginn eftir að hann var handtekinn. "Ég geri mér fyllilega grein fyrir því hversu alvarlegt brot mitt var," sagði Phelps við dómarann. "Ég hef lært af mistökum mínum og mun læra af þessum mistökum allt mitt líf." Phelps var einnig dæmdur til greiðslu 20 þúsund króna sektar en fyrir utan að hafa keyrt drukkinn hafði hann heldur ekki aldur til þess að drekka og stöðvaði þar að auki ekki við stöðvunarskyldu. Hluti af refsingu Phelps er að halda fyrirlestra fyrir ung börn um hætturnar sem stafa af neyslu áfengis. Hann má heldur ekki drekka meðan á skilorðinu stendur og að lokum þarf hann að mæta á fundi samtakanna Mæður gegn drukknum ökumönnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×