Sport

Newcastle leitar víða fanga

Newcastle United hefur gert tilboð í sóknarmann Deportivo á Spáni, Walter Pandiani, og er reiðubúið að greiða sem svarar um 420 milljónum króna fyrir. Ekki er ljóst hvort um gagntilboð verður að ræða að svo stöddu en tilboð Englendinganna er talsvert undir því verði sem forseti Depor vill fá fyrir kappann. Pandiani er hreint ekki sá eini sem Newcastle hefur gert tilboð í. Glasgow Rangers hafa hafnað tveimur tilboðum frá liðinu í franska varnarmanninn Jean Boumsong auk þess sem heimildir herma að Newcastle hafi ennfremur lagt fram tilboð í Fernando Morientes hjá Real Madrid.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×