Sport

Babayaro til Newcastle

Nígeríumaðurinn og bakvörður Chelsea, Celestine Babayaro, mun verða fyrsti leikmaðurinn sem Graeme Souness kaupir til Newcastle þegar leikmannamarkaðurinn opnar aftur í janúar, en þetta staðfesti félagið í dag. Hinn 26 ára gamli Babayaro hefði orðið samningslaus í sumar og er kaupverð ekki gefið upp. Hann mun þó geta spilað með Newcastle í bæði UEFA keppninni og FA bikarkeppninni þar sem hann hefur ekki komið við sögu í þessum keppnum með Chelsea í vetur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×