Sport

Bjarnarmenn kæra Narfa

Stjórn íshokkífélagsins Bjarnarins úr Grafarvogi hefur farið fram á það við stjórn Íshokkísambands Íslands að lið Narfa frá Hrísey verðir dæmt úr keppni á Íslandsmótinu vegna brota á reglugerðum og mun dómstóll ÍSÍ taka málið fyrir innan tíðar. Krafa Bjarnarins byggist á því að Narfi hafi ekki uppfyllt það ákvæði að tilnefna þrjá virka dómara fyrir hönd félagsins á Íslandsmótinu. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því meginástæða kærunnar er sú að stjórn Íshokkísambandsins stóð gegn því að Bjarnarmenn fengju leikheimildir fyrir tvo Svía sem leika áttu með félaginu eftir áramót. Var ástæðan sú að beiðnin barst nokkrum klukkustundum of seint og var engin linkind sýnd þrátt fyrir að allnokkur önnur brot í fortíðinni hafi verið látin afskiptalaus af stjórn sambandsins. Ekki náðist í Viðar Garðarsson, formann Íshokkísambandsins, vegna málsins en málið verður tekið fyrir hjá dómstól sambandsins fljótlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×