Sport

Kjörið í kvöld

Kjöri á Íþróttamanni ársins verður lýst á Grand hótel í Reykjavík í kvöld. Bein útsending hefst á Sýn kl. 19.30 í opinni dagskrá þar sem íþróttárið 2004 verður gert upp. Klukkan átta, hefst svo samsending Sýnar og RÚV frá kjöri íþróttamanns ársins. Þetta er í 49. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna standa að kjörinu frá því þau voru stofnuð 1956 en líklega hefur valið aldrei verið eins erfitt því árangurinn í ár er sérlega glæsilegur. Nöfn þeirra tíu íþróttamanna sem urðu efstir í kjörinu eru, í stafrófsröð: Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður hjá Chelsea, Heimir Guðjónsson, knattspyrnumaður hjá FH, Hermann Hreiðarsson, knattspyrnumaður hjá Charlton, Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleiksmaður hjá Dynamo St. Petersburg, Kristín Rós Hákonardóttir, sundkona í Fjölni, Ólafur Stefánsson, handknattleiksmaður hjá Ciudad Real, Ólöf María Jónsdóttir, kylfingur úr Keili, Rúnar Alexandersson, fimleikamaður hjá Gerplu og Þórey Edda Elísdóttir, frjálsíþróttamaður í FH.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×