Sport

Íþróttamenn leggja sitt af mörkum

Fjölmargir íþróttamenn hafa ákveðið að láta fé af hendi rakna til styrktar þeim sem um sárt eiga að binda eftir náttúruhamfarirnar í Asíu. Félögin 20 í ensku úrvaldsdeildinni hafa sameinast um að gefa 50 þúsund pund hvert, um sex milljónir króna, eða samtals um 120 milljónir íslenskra króna. Enskir krikket leikmenn hafa gefið 15 þúsund pund og aðdáendur krikketsins vonast til að geta safnað öðrum 20 þúsund pundum. Þá hefur tennis stjarnan Maria Sharapova gefið 5200 pund(623 þúsund ísl kr) til styrktar fórnarlömbunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×