Sport

UEFA staðfesti leyfiskerfi KSÍ

Knattspyrnusamband Evrópu hefur formlega staðfest gæðavottun á leyfiskerfi KSÍ sem miðar að því að bæta rekstur, skipulag og aðstöðu knattspyrnufélaga á Íslandi. Síðastliðið sumar var framkvæmt víðtækt gæðamat af óháðu Alþjóðlegu vottunarfyrirtæki á skipulagi leyfiskerfis KSÍ. Að sögn Ómars Smárasonar, leyfisstjóra KSÍ, staðfestir þessi gæðavottun að KSÍ og félögin í Landsbankadeildinni á Íslandi eru að standa sig. Hann segir að KSÍ hefði lagt gríðarlega miklu vinnu í leyfiskerfið og samstarf við félögin hefði verið til fyrirmyndar. KSÍ er með fyrstu knattspyrnusamböndum í Evrópu til að fá staðfesta gæðavottun á leyfiskerfi sitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×