Sport

Flo afgreiddi Southampton

Frakkinn ungi hjá Liverpool, Florent Sinama Pongolle, skoraði eina mark leiksins er Liverpool lagði Southampton í dag með einu marki gegn engu. Liverpool var mun betra liðið í dag og til marks um yfirburðina þurfti Jerzy Dudek, markvörður þeirra rauðu, ekki að verja eitt einasta skot allan leikinn. Chelsea náði átta stiga forystu er þeir lögðu Portsmouth í dag 2-0 á Fratton Park. Arjen Robben og Joe Cole skoruðu mörkin Önnur úrslit í dag: Bolton - Blackburn 0-1 Charlton - Everton 2-0 Fulham - Birmingham 2-3 Man City - WBA 1-1 Middlesbro - Norwich 2-0 Tottenham - C. Palace 1-1 Í kvöld fer svo fram leikur Aston Villa og Manchester United og hefst hann klukkan 20:00



Fleiri fréttir

Sjá meira


×