Fleiri fréttir

Tómas Holton til Vals

Tómas Holton hefur gengið til liðs við sitt gamla félag, Val, í 1. deildinni í körfubolta. Tómas er uppalinn á Hlíðarenda og var til að mynda í síðasta Valssliðinu sem varð Íslandsmeistari fyrir 21 ári síðan, eða árið 1983, og reyndar vann liðið einnig sigur í bikarkeppninni það ár.

Howard verður áfram í markinu

Framkvæmdastjóri ensku bikarmeistaranna Manchester United, Sir Alex Ferguson, ætlar ekki að refsa Tim Howard markmanni fyrir hræðileg mistök sem kostuðu United mark gegn Bolton um síðustu helgi.

Trulli að ljúka keppni

Forráðamenn Renault eru alvarlega að íhuga að leysa ökuþórinn Jarno Trulli undan samningi sínum við liðið vegna lélegrar frammistöðu í undanförnum keppnum í formúlunni.

Vilhelm Gauti hættur að æfa

Meistaraefnin í HK hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku en nú hefur stórskyttan Vilhelm Gauti Bergsveinsson tilkynnt að hann sé hættur að æfa.

Hættulegt að vanmeta FH

Dieter Hecking, Þjálfari þýska 2. deildarliðsins Alemania Aachen, sem mætir FH í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu á morgun, segir í þýskum fjölmiðlum að það geti reynst hættulegt að vanmeta FH.

Rooney að ná sér

Og loksins gleðifréttir fyrir aðdáendur Manchester United. Nú lítur allt út fyrir að framherjinn Wayne Rooney verði kominn á ferðina fyrr en áætlað var.

Enginn aðalstyrktaraðili enn

Forráðamönnum HSÍ hefur ekki enn tekist að fá aðalstyrktaraðila fyrir Íslandsmótið í handbolta en vonir standa til að það takist von bráðar.

ÍBV vann meistarakeppnina

ÍBV vann meistarakeppni HSÍ hjá konunum en leikið var í Vestmannaeyjum í kvöld. Leikurinn var gegn Haukum og sigur ÍBV kom eftir framlengingu.

Handboltinn byrjaður

Handboltavertíðin hófst hjá körlunum í gær er fimm leikir fóru fram í úrvalsdeildinni sem ber ekkert nafn.

Chelsea og Arsenal sigruðu

Meistaradeild Evrópu hófst í kvöld með átta leikjum. Chelsea og Arsenal sigruðu bæði en kvöldið endaði illa hjá Eiði Smára Guðjohnsen.

Neville frá í mánuð

Enski landsliðsbakvörðurinn Gary Neville verður frá keppni í allt að mánuð vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í landsleik gegn Pólverjum í síðustu viku. Ljóst er að tíðindin munu ekki falla Skotanum grama Alex Ferguson vel í geð, enda vandamálin í vörn Manchester United næg fyrir.

Arsenal líklegastir

Samkvæmt William Hill veðbankanum í Bretlandi er Arsenal liða líklegast til að sigra Evrópukeppni meistaraliða í ár. Í öðru sæti á lista veðbankans, sem birtur var í dag er spænska stórliðið Real Madrid, en hið dýra lið Chelsea er svo í þriðja sæti.

Beckham fær raksápusamning

David Beckham þarf ekki að kvarta undan því að þurfa að raka sig næstu árin því stórfyrirtækið Gillette gerði samning við piltinn til næstu fimm ára og fær hann 61 milljón Bandaríkjadali í sinn hlut eða um 4,3 milljarða íslenskra króna.

Sigrún með brons í Noregi

Sigrún Fjeldsted, FH, náði í einu verðlaun íslensku keppendanna á NM unglinga 20-22 ára sem fram fór í Fredrikstad í Noregi um helgina, en hún varð þriðja í spjótkasti með 46,89 m kasti.

Sigrún þriðja, Björgvin fjórði

Sigrún Fjeldsted varð í þriðja sæti í spjótkasti á Norðurlandamóti ungmenna 22 ára og yngri í Fredriksstad í Noregi í gær. Hún kastaði 46,89 metra en sigurvegarinn, Ellinor Holgersson frá Svíþjóð, kastaði 51,01 metra.

Real og Barcelóna unnu bæði

Önnur umferð spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu hófst í gærkvöldi. Stórliðin Real Madríd og Barcelona unnu bæði sína leiki.

AC Mílan í vandræðum

Keppni í ítölsku úrvalsdeildinni hófst í gærkvöldi. Meistarar AC Mílan lentu í kröppum dansi á heimavelli gegn Lívorno sem leikur nú í fyrstu deild í fyrsta sinn í 55 ár.

Valeringa vann Rosenborg

Noregsmeistarnir í Rosenborg steinlágu 1-4 á heimavelli fyrir Valeringa í norsku úrvalsdeildinni í gær. Árni Gautur Arason og Steffen Iversen gerðu gamla félaginu sínu skráveifu. Þeir léku á sínum tíma með Rosenborg en eru nú liðsmenn Valeringa.

Kanadamenn mæta Finnum í úrslitum

Kanadamenn mæta Finnum í úrslitum heimsbikarkeppninnar í íshokkí. Kanadamenn sigruðu Tékka 4-3 í framlengdum leik í gærkvöldi. Úrslitaleikurinn verður í Toronto á þriðjudag.</font />

Weir jók forystuna

Kanadamaðurinn Mike Weir jók í gær forystu sína á Opna kanadíska mótinu í golfi. Fyrir síðasta hring er Weir á tíu höggum undir pari en þrír kylfingar eru jafnir, þremur höggum á eftir: Fídjimaðurinn Vijay Singh, Svíinn Jesper Parnevik og Bandaríkjamaðurinn Cliff Kresge.

Kuznetsova sigraði óvænt

Svetlana Kuznetsova sigraði í einliðaleik kvenna á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í gær. Tvær rússneskar stúlkur léku til úrslita en flestir bjuggust við því að mótherjinn, Elena Dementieva, myndi sigra. Kuznetsova vann 6-3 og 7-5.

Federer og Hewitt í úrslit

Ástralinn Leyton Hewitt og Svisslendingurinn Roger Federer leika til úrslita í einliðaleik karla. Federer sló Englendinginn Tim Henman út úr keppni í undanúrslitum í gærkvöldi, sigraði í þremur settum. Fyrr í gær vann Leyton Hewitt mág sinn, Joachim Johannsson frá Svíþjóð, í þremur settum.

Haukar standa vel að vígi

Haukar standa vel að vígi eftir stórsigur á belgíska liðinu Sporting Nerpeelt, 42-30, í fyrri leik liðanna um sæti í meistaradeild Evrópu í handbolta. Þórir Ólafsson skoraði 11 mörk og Ásgeir Örn Hallgrímsson 7. Liðin mætast öðru sinni að Ásvöllum klukkan 20 í kvöld.

Ólafur meistari meistaranna

Ciudad Real, lið Ólafs Stefánssonar, varð í gær meistari meistaranna í spænska handboltanum. Ciudad Real vann Barcelona 32-29 í framlengdum leik. Staðan var jöfn 10-10 í hálfleik og 25-25 að loknum venjulegum leiktíma en Ciudad Real var sterkari í framlengingunni. Ólafur skoraði fjögur mörk, þar af eitt úr vítakasti.

Róbert með 12 mörk í sigurleik

Róbert Gunnarsson skoraði tólf mörk þegar Århus sigraði Silkeborg 36-33 í 1. umferðinni í danska handboltanum í gær. Róbert var langmarkahæstur en næstur honum kom Torben Winter með átta mörk. ÍR-ingurinn fyrrverandi, Sturla Ásgeirsson, skoraði tvö mörk.

FH að verða Íslandsmeistari?

Næstsíðasta umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu hófst klukkan tvö. Nú er leikhlé en staðan í leikjum dagsins er þannig að FH er að vinna Fram 1-0. Daninn Allan Borgvardt skoraði markið skömmu fyrir leikhlé.

Magdeburg bustaði Wilhelmshavener

Magdeburg burstaði Wilhelmshavener 39-28 í þýska handboltanum í gær. Gylfi Gylfason skoraði fjögur mörk fyrir Wilhelmshavener en Sigfús Sigurðsson kom ekki við sögu hjá Magdeburg.

Íslendingaliðið Weibern vann

Íslendingaliðið Weibern vann Oldenburg 25-23 á útivelli í þýska handboltanum í gærkvöldi. Sólveig Lára Kjærnested skoraði sex mörk, Dagný Skúladóttir fjögur og Jóna Margrét Ragnarsdóttir tvö. Hin austurríska Silvia Strass, sem lék með ÍBV í fyrra, skoraði þrjú mörk. Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar lið Weibern..

Úrslitin ráðast í síðustu umferð

Það ræðst ekki fyrr en í síðustu umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu hverjir munu hampa Íslandsmeistaratitlinum og hverjir munu falla úr deildinni.

FH þarf að bíða enn um sinn

Ekki tókst FH-ingum að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu þrátt fyrir 4-1 sigur á Fram í Kaplakrika fyrr í dag. ÍBV lagði Fylki að velli, 3-1, á heimavelli og er þremur stigum á eftir FH þegar ein umferð er eftir af mótinu.

Rubens vann á Monza

Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello vann sinn fyrsta sigur í formúlunni á árinu þegar Ferrari fagnaði tvölföldum sigri á heimavelli því heimsmeistarinn Michael Schumacher varð annar í ítalska kappakstrinum í Monza í gær.

Ólafur samdi aftur við Framara

Framarar gengu um helgina frá samkomulagi við Ólaf Kristjánsson þess efnis að hann verði áfram við stjórnvölinn í Safamýrinni næstu tvö árin.

Marklaust á White Hart Lane

Tottenham og nýliðar Norwich gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á heimavelli Tottenham, White Hart Lane í gærdag.

Öruggur sigur Skagamanna

Skagamenn sóttu þrjú stig auðveldlega í greipar Víkings á Víkingsvellinum í gær. Víkingar virkuðu smeykir og var ekki að sjá á leik þeirra að þeir væru að róa lífróður í deildinni. 

Helgi Pétur alveg í skýjunum

„Ég er alveg í skýjunum. Ég var heppinn í dag, mörkin voru eiginlega ekkert mér að þakka, ég var bara á réttum stað og afgreiddi boltann í netið þrisvar sinnum,“ sagði Skagamaðurinn Helgi Pétur Magnússon sem var maður leiksins á Víkingsvellinum í gær. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum.

Markasúpa í Keflavík

Grindavík bjargaði sér frá falli með því að leggja granna sína frá Keflavík í Keflavík 4-3 í gærdag. Leikur liðanna var mjög fjörugur og mikið um marktækifæri á báða bóga. Grindvíkingar höfðu þar með sex stig út úr innbyrðisleikjum liðanna sem innihéldu alls tólf mörk.

KR-ingar sloppnir úr fallhættu

KR bar sigurorð af KA á heimavelli sínum með tveimur mörkum gegn einu og kom sér þar með úr fallhættu en staða KA versnaði að sama skapi.  Lengst af leit ekki út fyrir sigur KR, KA var betri aðilinn í fyrri hálfleik en KR-ingar mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik, snéru leiknum sér í vil á rúmri mínútu og unnu verðskuldað.

Sigur en samt svekkelsi hjá FH

FH-ingar sigruðu Framara 4-1 í Kaplakrika en Eyjamenn komu í veg fyrir sigurhátíð þeirra með  því að leggja Fylki að velli á heimavelli, 3-1. Úrslit Íslandsmótsins ráðast því næsta sunnudag.

Tólf spjöld og heimasigur í Eyjum

Það gekk mikið á í Eyjum þegar heimamenn lentu undir í fyrri hálfleik gegn Fylki en snéru tapi í sigur með þremur mörkum með vindinum í seinni hálfleik. Með sigrinum á ÍBV enn möguleika á Íslandsmeistaratitlinum.

Ætla sér titilinn á Akureyri

Fyrirliði FH-inga, Heimir Guðjónsson, var ánægður eftir leik og hafði þetta að segja í stuttu spjalli við Fréttablaðið. Heimir skoraði mark í leiknum en það var dæmt af.

Fullt hús hjá risunum á Spáni

Barcelona og Real Madrid eru bæði með fullt hús stiga eftir aðra umferð spænska úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Real Madrid bar sigurorð af Numancia, 1-0, á heimavelli og skoraði David Beckham sigurmarkið beint úr aukaspyrnu. Real hefur ekki verið sannfærandi það sem af er. Barcelona lagði Sevilla, 2-0, á Nou Camp.

Zlatan byrjar vel með Juventus

Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic, sem Juventus keypti fyrir um tvo milljarða íslenskra króna frá Ajax í sumar, var ekki lengi að setja mark sitt á ítölsku A-deildina sem hófst um helgina.

Sjá næstu 50 fréttir