Sport

Tómas Holton til Vals

Tómas Holton hefur gengið til liðs við sitt gamla félag, Val, í 1. deildinni í körfubolta. Tómas er uppalinn á Hlíðarenda og var til að mynda í síðasta Valssliðinu sem varð Íslandsmeistari fyrir 21 ári síðan, eða árið 1983, og reyndar vann liðið einnig sigur í bikarkeppninni það ár. Það er engin spurning að Tómas er einn af betri leikstjórnendum íslenskrar köfuboltasögu. Hann lék einnig lengi með Skallagrím ásamt því að þjálfa liðið og náði þar mjög góðum árangri. Tómas er fertugur að aldri en kunnugir segja hann í toppformi og er hann Valsmönnum án efa mikill styrkur í komandi baráttu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×