Sport

Howard verður áfram í markinu

Framkvæmdastjóri ensku bikarmeistaranna Manchester United, Sir Alex Ferguson, ætlar ekki að refsa Tim Howard markmanni fyrir hræðileg mistök sem kostuðu United mark gegn Bolton um síðustu helgi. Hann segir það ekki hafa hvarflað að sér að taka Howard út úr liðinu vegna þessa fyrir leikinn gegn Lyon í meistaradeildinni í kvöld. Gamli rauðnefur segir fáránlegt að ætla sér að refsa mönnum fyrir hver einustu mistök, þótt þau kosti mark. Heildarmyndin skipti mestu og Ferguson segir að Howard sé afar traustur markvörður sem hann sé ánægður með og að hann geti líka gert slæm mistök eins og aðrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×