Sport

Marklaust á White Hart Lane

Tottenham og nýliðar Norwich gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á heimavelli Tottenham, White Hart Lane í gærdag. Óhætt er að segja að leikmenn Tottenham hafi fengið fjölmörg færi til að skora en markvörður Norwich, Robert Green, átti skínandi góðan leik og, varði eins og berserkur og tryggði stigið. Til marks um sóknarþunga Tottenham, fyrir utan skotin sem Green varði, þá átti Jermaine Defoe skot í slána og í eitt skiptið var skoti bjargað á línu.  Þeir hljóta að naga sig í handarbökin yfir þessum úrslitum. Með sigri hefði Tottenham komist í þriðja sæti deildarinnar en eftir þetta jafntefli eru þeir í sjötta sætinu með 9 stig. Norwich er með 3 stig í sautjánda sætinu. n



Fleiri fréttir

Sjá meira


×