Sport

Zlatan byrjar vel með Juventus

Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic, sem Juventus keypti fyrir um tvo milljarða íslenskra króna frá Ajax í sumar, var ekki lengi að setja mark sitt á ítölsku A-deildina sem hófst um helgina. Hann kom inn á sem varamaður í upphafi síðari hálfleiks í leik gegn Brescia í gær fyrir franska framherjann David Trézéguet og skoraði þriðja og síðasta mark Juventus í 3-0 sigri liðsins á útivelli. Tékkinn Pavel Nedved og áðurnefndur Trézéguet höfðu  skorað fyrir Juventus fyrir hlé. Meistarar AC Milan gerðu óvænt jafntefli, 2-2, gegn nýliðum Liverno á heimavelli á laugardaginn. Hollenski miðjumaðurinn Clarence Seedorf skoraði bæði mörk AC Milan. Grannar þeirra í Inter gerðu 2-2 jafntefli gegn Chievo og ítalski framherjinn Vincenzo Montella tryggði Roma 1-0 sigur á Fiorentina í leik þar sem tvö rauð spjöld litu dagsins ljós í fyrri hálfleik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×