Sport

Johnsen æfir með Newcastle

Ronny Johnsen, hinn knái norski varnarmaður, æfir þessa dagana með Newcastle. Félagið leitar nú logandi ljósi að varnarmanni sem geti mögulega fyllt skarð Jonathans Woodgates, sem var á dögunum seldur til Real Madrid fyrir litlar 15 milljónir punda. Johnsen er reyndar alveg við það að komast af léttasta skeiði því kappinn er orðinn 35 ára gamall. Hann var leystur undan samningi hjá Aston Villa að afloknu síðasta tímabili en gæti nú mögulega fengið einn möguleika til viðbótar í ensku úrvalsdeildinni. Johnsen lék lengi vel með Manchester United, kom til félagsins árið 1996, og vann þar allt sem hægt var að vinna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×