Sport

Úrslitin ráðast í síðustu umferð

Það ræðst ekki fyrr en í síðustu umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu hverjir munu hampa Íslandsmeistaratitlinum og hverjir munu falla úr deildinni. Sautjánda umferð deildarinnar fór fram í dag og voru úrslit dagsins þau að FH sigraði Fram 4-1, ÍBV vann Fylki á heimavelli 3-1, KR hafði sigur í leik sínum gegn KA 2-1, Keflvíkingar biðu lægri hlut fyrir Grindavík 3-4 og ÍA bar sigur af hólmi í leik sínum gegn Víkingi 4-1. FH-ingar eru efstir með 34 stig, ÍBV er í öðru sæti með 31 stig og ÍA í þriðja með 28 stig. Á botninum eru KA og Víkingur með 15 stig en Víkingur er með betra markahlutfall. Fram er í áttunda sæti með 17 stig og á enn á hættu að falla eftir tapið í dag. Átjánda og síðasta umferð fer fram næstkomandi laugardag, 18. september, og þá mætast: KA - FH ÍA - ÍBV Fram - Keflavík Fylkir - KR Grindavík - Víkingur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×