Sport

Fullt hús hjá risunum á Spáni

Barcelona og Real Madrid eru bæði með fullt hús stiga eftir aðra umferð spænska úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Real Madrid bar sigurorð af Numancia, 1-0, á heimavelli og skoraði David Beckham sigurmarkið beint úr aukaspyrnu. Real hefur ekki verið sannfærandi það sem af er. Barcelona lagði Sevilla, 2-0, á Nou Camp. Frakkinn Ludovic Giuly, sem kom frá Mónakó fyrir tímabilið, skoraði fyrra markið, hans annað í tveimur leikjum með liðinu og sænski markahrókurinn Henrik Larsson opnaði markareikning sinn fyrir Barcelona með því að bæta við öðru markinu þegar 13 mínútur voru til leiksloka. Barcelona vantar enn brasilíska snillinginn Ronaldinho og virðist til alls líklegt á tímabilinu. n



Fleiri fréttir

Sjá meira


×