Sport

FH að verða Íslandsmeistari?

Næstsíðasta umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu hófst klukkan tvö. Nú er leikhlé en staðan í leikjum dagsins er þannig að FH er að vinna Fram 1-0. Daninn Allan Borgvardt skoraði markið skömmu fyrir leikhlé. Fylkir hefur 1-0 forystu gegn ÍBV í Eyjum. Björgólfur Takefusa skoraði mark Fylkis á 34. mínútu. Verði þetta úrslitin þá verður FH Íslandsmeistari í fyrsta sinn.  KA er að vinna KR með einu marki gegn engu á KR-vellinum. Þorvaldur Steinn Guðbjörnsson skoraði markið. Skagamenn eru að vinna Víking 2-0 með mörkum Unnars Valgeirssonar og Helga Péturs Magnússonar. Grindavík er 2-1 yfir í hálfleik gegn Keflavík í leik liðanna í Keflavík. Keflvíkingar komust yfir þegar Grindvíkingar skoruðu sjálfsmark en Grindvíkingar skoruðu síðan tvívegis; fyrst Óskar Örn Hauksson og síðan Sinisa Kekic. Leikur FH og Fram er sýndur beint á Sýn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×