Sport

Haukar standa vel að vígi

Haukar standa vel að vígi eftir stórsigur á belgíska liðinu Sporting Nerpeelt, 42-30, í fyrri leik liðanna um sæti í meistaradeild Evrópu í handbolta. Þórir Ólafsson skoraði 11 mörk og Ásgeir Örn Hallgrímsson 7. Liðin mætast öðru sinni að Ásvöllum klukkan 20 í kvöld. Slái Haukar Belgana út úr keppni mæta þeir Kiel Þýskalandi, Creteil Frakklandi og Sævehof Svíþjóð í riðakeppni meistaradeildar. Valur tapaði með fjögurra marka mun, 26-30, í Evrópukeppni félagsliða kvenna fyrir sænska liðinu Önnered HK í gær en leikið var í Svíþjóð. Liðin keppa aftur um aðra helgi hér á landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×