Sport

Trulli að ljúka keppni

Forráðamenn Renault eru alvarlega að íhuga að leysa ökuþórinn Jarno Trulli undan samningi sínum við liðið vegna lélegrar frammistöðu í undanförnum keppnum í formúlunni. Renault-menn skoða nú að skipta Trulli út í þremur síðustu mótum tímabilsins sem verða haldin í Kína, Japan og Brasilíu. Á hinn bóginn hefur Trulli hefur sakað Renault um að láta hann vísvitandi fá slaka bíla til keyrslu vegna þess að hann samdi við Toyota og keppir undir þeirra merkjum á næsta ári. Þá hefur Trulli gefið í skyn að hann fái ekki sömu þjónustu hjá Renault og félagi hans, Fernando Alonso. Nöfn þeirra Frank Montagny, þróunarökumanns hjá Renault, og Jacques Villeneuve, fyrrverandi heimsmeistara, hafa borið á góma og er talið mjög líklegt að annar þeirra muni leysa Trulli af hólmi, í það minnsta út tímabilið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×