Sport

Magdeburg bustaði Wilhelmshavener

Magdeburg burstaði Wilhelmshavener 39-28 í þýska handboltanum í gær. Gylfi Gylfason skoraði fjögur mörk fyrir Wilhelmshavener en Sigfús Sigurðsson kom ekki við sögu hjá Magdeburg. Patrekur Jóhannesson skoraði tvö mörk þegar Minden steinlá á heimavelli 20-33 fyrir þýsku meisturunum í Flensburg. Sören Stryger skoraði ellefu mörk fyrir Flensburg. Gummersbach vann Dusseldorf 25-21. Alexander Pettersson, sem lék um tíma hjá Gróttu/KR, skoraði fjögur mörk fyrir Dusseldorf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×