Fleiri fréttir Haukar keppa við Sporting Neerpelt Íslandsmeistarar Hauka í handbolta keppa við belgíska liðið Sporting Neerpelt í forkeppni meistaradeildar Evrópu um helgina. Báðir leikirnir verða að Ásvöllum í Hafnarfirði, sá fyrri í dag klukkan 16:30 og seinni leikurinn annað kvöld. 11.9.2004 00:01 Massenheim sigraði Grosswaldstadt Keppni í þýska handboltanum hófst í gærkvöldi með tveimur leikjum. Þrír Íslendingar komu við sögu þegar Wallau Massenheim sigraði Grosswaldstadt, 24-22. Einar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk fyrir Wallau en í liði Grosswaldstadt skoraði Snorri Steinn Guðjónsson fjögur mörk og Einar Hólmgeirsson þrjú. 11.9.2004 00:01 Rússar mætast á Opna bandaríska Tvær rússneskar stúlkur mætast í úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Elena Dementieva keppir þá við Svetlönu Kuznetsovu. Hin 19 ára Kuznetsova vann Lindsay Davenport frá Bandaríkjunum í undanúrslitum en sú bandaríska hafði unnið 22 leiki í röð. 11.9.2004 00:01 Finnar sigruðu Bandaríkjamenn Finnar sigruðu Bandaríkjamenn 2-1 í undanúrslitum heimsbikarkeppninnar í íshokkí í New York í gærkvöldi. Tékkar og Kanadamenn mætast í hinum undanúrslitaleiknum í dag. Úrslitaleikurinn verður í Torontó á þriðjudag. 11.9.2004 00:01 Williams mætir Klitschko í boxinu Enski hnefaleikakappinn Danny Williams mætir Vitaly Klitschko í keppni um heimsmeistaratitilinn í þungavigt hjá WBO-hnefaleikasambandinu. Bardaginn verður í Bandaríkjunum í desember. Williams vakti athygli þegar hann vann Mike Tyson í bardaga í júlí. 11.9.2004 00:01 Weir með forystu á Opna kanadíska Kanadamaðurinn Mike Weir hefur forystu á Opna kanadíska mótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð. Weir er á níu höggum undir pari en Fídjimaðurinn Vijay Singh er höggi á eftir. Singh byrjaði illa og eftir níu holur á fyrsta degi var hann á fjórum höggum yfir pari. 11.9.2004 00:01 Maradona fluttur á spítala Knattspyrnugoðið Diego Armando Maradona var fluttur á spítala fyrr í dag vegna öndunarerfiðleika. Að sögn frænda Maradona var ekkert alvarlegt á ferðinni en ákveðið var að hafa varann á og fara með knattspyrnumanninn fyrrverandi á sjúkrahús þegar erfiðleikarnir voru orðnir nokkuð meiri en eðlilegt getur talist. 11.9.2004 00:01 Valur og Þróttur í úrvalsdeild Valur og Reykjavíkurþróttarar tryggðu sér í dag sæti í úrvalsdeild karla í knattspyrnu á næsta ári. Þróttur sigraði Hauka 2-1 á Valbjarnarvelli og Valur sigraði Stjörnuna 4-0 á Stjörnuvelli. 11.9.2004 00:01 Bikarinn til Eyja Stelpurnar úr ÍBV voru rétt í þessu að tryggja sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu með 2-0 sigri á Íslandsmeisturum Vals. 11.9.2004 00:01 Verður FH Íslandsmeistari? FH gæti fagnað sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í knattspyrnu karla í dag en þá fer fram 17. og næstsíðasta umferðin í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. 11.9.2004 00:01 ÍBV bikarmeistari ÍBV tryggði sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu í gærdag með sanngjörnum 2-0 sigri á Íslandsmeisturum Vals. 11.9.2004 00:01 Albert hættur með Grindavík Albert Sævarsson, markvörður knattspyrnuliðs Grindavíkur, er hættur að leika með liðinu vegna launadeilna við forráðamenn félagsins. Albert segir að ekki hafi verið gerður við sig samningur, þrátt fyrir mikinn þrýsting af hans hálfu, og að félagið hafi ekki staðið við það sem um var samið. 10.9.2004 00:01 Páll Axel bjartsýnn fyrir leikinn Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði íslenska körfuknattleikslandsliðsins, er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Dönum í B-deild Evrópumótsins á útivelli í kvöld. Hann segir liðið aldrei hafa undirbúið sig jafn vel og í sumar. 10.9.2004 00:01 Þýski handboltinn að byrja Þýska úrvalsdeildin í handknattleik hefst í dag. Þrettán Íslendingar leika að þessu sinni í deildinni og hafa þeir aldrei verið fleiri. Áttatíu og einn útlendingur er á mála hjá liðunum átján í þýsku úrvalsdeildinni og er mál manna að deildin hafi aldrei verið jafn sterk og í ár. 10.9.2004 00:01 Erla og Erna til Skovlunde Erla Hendriksdóttir og Erna Björk Sigurðardóttir, knattspyrnukonur úr Breiðabliki og leikmenn landsliðsins, eru gengnar til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Skovlunde og leika með félaginu í vetur. Erla mun væntanlega leika með félaginu í dönsku deildinni um helgina gegn Fortuna Hjörring en Erna Björk þarf að bíða til áramóta vegna meiðsla. 10.9.2004 00:01 Þórður frá í 2-6 vikur Þórður Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, verður frá næstu 2-6 vikur vegna ristarbrots. Hann fór meiddur af velli í landsleiknum við Ungverja í fyrrakvöld og eftir nánari skoðun kom í ljós að ristin er brotin. Logi Ólafsson landsliðsþjálfari staðfesti þetta nú fyrir stundu. 10.9.2004 00:01 Fréttir af Patta og Gunna Patrekur Jóhannesson hefur tekið við fyrirliðastöðunni hjá Minden í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. 9.9.2004 00:01 Enska landsliðið í fjölmiðlabanni Leikmenn enska landsliðsins í knattspyrnu neituðu að veita viðtöl eftir sigurleikinn gegn Pólverjum í Póllandi í undankeppni HM 2006. 9.9.2004 00:01 Everton vill Djorkaeff Forráðamenn Everton eru á höttunum eftir franska framherjanum Youri Djorkaeff sem orðinn er 36 ára gamall. 9.9.2004 00:01 Makalele hættur með landsliðinu Claude Makalele, félagi Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Chelsea, hefur tilkynnt að hann hafi lokið keppni endanlega með franska landsliðinu. 9.9.2004 00:01 Louis Saha meiddur Það á greinilega ekki af framherjum Manchester United að ganga þessi misserin. Louis Saha meiddist í landsleik með Frökkum gegn Færeyingum í vikunni og haltraði af velli eftir aðeins 9 mínútna leik og virtist sárkvalinn. 9.9.2004 00:01 Advocaat sækir um hjá Blackburn Það eru margir sem vilja starf framkvæmdastjóra Blackburn. Nú hefur Hollendingurinn Dick Advocaat skilað inn umsókn um stöðuna en hann hætti þjálfun hollenska landsliðsins eftir EM í Portúgal í sumar. 9.9.2004 00:01 Eriksson styður þagnarbindindi Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari enska knattspyrnulandsliðsins hefur lýst yfir stuðningi við þá ákvörðun leikmanna sinna að sniðganga fjölmiðla í kjölfar 2-1 sigurs á Pólverjum í gærkvöld. 9.9.2004 00:01 Oliver Panis lýkur keppni Oliver Panis, sem ekur fyrir Toyota, hefur tilkynnt að hann ætli að hætta keppni í Formúla 1 kappakstrinum eftir lokamót tímabilsins sem verður haldið í Sao Paulo í Brasilíu innan tíðar. 9.9.2004 00:01 Þórey Edda fjórða Þórey Edda Elísdóttir hafnaði í fjórða sæti í stangarstökkskeppni á frjálsíþróttamóti sem fram fór í Rovereto á Norður-Ítalíu í fyrradag. 9.9.2004 00:01 Slóvaki til Vals Handknattleikslið Vals hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi átök í vetur en félagið hefur samið við Slóvakíska landsliðsmanninn Pavol Polakovic. 9.9.2004 00:01 Newcastle vildu stóra Sam Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton Wanderers, segist hafa fengið tilboð um að taka við framkvæmdastjórastöðu Newcastle United. Stóri Sam eins og hann er jafnan kallaður segist hafa verið mjög upp með sér með tilboð Newcastle, en hins vegar hafi hann nýlega skrifað undir 10 ára samning við Bolton, sem hann hyggist standa við. 9.9.2004 00:01 Jón Arnór með gegn Dönum í dag Íslenska landsliðið í körfuknattleik er statt í Danmörku um þessar mundir en liðið mætir heimamönnum í undankeppni Evrópukeppninnar í dag. 9.9.2004 00:01 Gary Payton fullur undir stýri NBA-leikmaðurinn Gary Payton á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. 9.9.2004 00:01 Þórir lætur vita af sér Þórir Ólafsson hefur leikið geysilega vel með Íslandsmeisturum Hauka á undirbúningstímabilinu og er á góðri leið með að verða einn okkar albesti hægri hornamaður. Þórir, sem verður 25 ára gamall í nóvember, er Selfyssingur í húð og hár, fæddur þar og uppalinn, en gekk í raðir Hauka fyrir tveimur árum. 9.9.2004 00:01 Chaouki kærður fyrir nauðgun Hafin hefur verið opinber rannsókn á máli franska hlauparans Faoud Chaouki sem hefur verið kærður fyrir að nauðga 14 ára stúlku í frönsku borginni Strasbourg á laugardag. Chaouki neitar öllum ásökunum. 8.9.2004 00:01 Arnar og Arnar saman á miðjunni Arnar Þór Viðarsson og Arnar Grétarsson verða saman á miðjunni þegar íslenska landsliðið mætir því ungverska í undankeppni HM 2006 í kvöld. Hetjan frá því í Ítalíuleiknum, Gylfi Einarsson, hefur verið settur á bekkinn í kjölfar tapleiksins gegn Búlgörum en Arnar Grétarsson heldur hinsvegar sæti sínu. 8.9.2004 00:01 Viera rekinn útaf í Færeyjum Patrick Viera, fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins og franska landsliðsins, fékk áðan að líta rauða spjaldið í leik Frakka og Færeyinga sem fram fer í Þórshöfn í Færeyjum í undankeppni HM 2006. 8.9.2004 00:01 Shearer fagnar komu Souness Alan Shearer segist fagna komu Skotans Graeme Souness til Newcastle. 8.9.2004 00:01 Hughes orðaður við Blackburn Mark Hughes, þjálfari velska knattspyrnulandsliðsins, er nú orðaður við framkvæmdastjórastöðuna hjá Blackburn eftir brotthvarf Graeme Souness. 8.9.2004 00:01 Skörð höggvin í þýska landsliðið Gríðarlega stórt skarð hefur verið höggvið í þýska handknattleikslandsliðið en á dögunum tilkynntu þeir Stefan Kretzschmar og Cristian Schwarzer að þeir hefðu lokið keppni endanlega með landsliðinu. 8.9.2004 00:01 Jón Arnór fer vel af stað Óhætt er að segja að íslenski landsliðsmaðurinn, Jón Arnór Stefánsson, fari vel af stað með nýja félaginu sínu, Dynamo St. Petersburg frá Rússlandi. 8.9.2004 00:01 Jon Dahl semur við AC Mílan Hinn íslenskættaði Dani, Jon Dahl Tomasson, hefur gert nýjan samning við Ítalíumeistara AC Mílan. 8.9.2004 00:01 NHL-leikmaður í klandri Mike Danton, fyrrum leikmaður St. Louis Blues í NHL-deildinni í íshokkíi, stendur frammi fyrir dómsmáli í lok október en honum er gefið að sök að hafa fengið leigumorðingja til að ráða umboðsmanninn sinn af dögum. 8.9.2004 00:01 Maradona í umsjá Castro? Það líður varla sá dagur að ekki heyrist eitthvað fréttnæmt af Diego Armando Maradona, einum af umdeildustu knattspyrnumönnum sögunnar. 8.9.2004 00:01 Anna Yakova hætt í handbolta Anna Yakova, leikmaður Íslandsmeistara ÍBV í handknattleik kvenna hefur tilkynnt að hún sé hætt í handbolta. 8.9.2004 00:01 Drukknuðum í súpunni Íslenska landsliðið í knattspyrnu er í frekar vondum málum eftir fyrstu tvo leikina í undankeppni HM 8.9.2004 00:01 Mottukeppni strákanna Leikmenn íslenska ungmennalandsliðsins í knattspyrnu hafa brugðið á leik fyrir viðureign sína gegn Ungverjum í undankeppni Evrópumótsins. 7.9.2004 00:01 Við munum vinna Ungverja Þórður Guðjónsson tjáir sig um leikinn við Ungverja í einkaviðtali við fréttablaðið. Hann segir úrslit leikjanna í íslenska riðlinum á laugardaginn hafa verið hræðileg fyrir íslenska landsliðið. 7.9.2004 00:01 Eyjólfur stefnir enn á sigur Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir í dag jafnöldrum sínum frá Ungverjalandi í Búdapest í undankeppni Evrópumótsins. Leikurinn leggst þokkalega vel í Eyjólf Sverrisson, þjálfara liðsins, en tíu leikmenn hafa átt við magaveiru að stríða síðustu daga. 7.9.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Haukar keppa við Sporting Neerpelt Íslandsmeistarar Hauka í handbolta keppa við belgíska liðið Sporting Neerpelt í forkeppni meistaradeildar Evrópu um helgina. Báðir leikirnir verða að Ásvöllum í Hafnarfirði, sá fyrri í dag klukkan 16:30 og seinni leikurinn annað kvöld. 11.9.2004 00:01
Massenheim sigraði Grosswaldstadt Keppni í þýska handboltanum hófst í gærkvöldi með tveimur leikjum. Þrír Íslendingar komu við sögu þegar Wallau Massenheim sigraði Grosswaldstadt, 24-22. Einar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk fyrir Wallau en í liði Grosswaldstadt skoraði Snorri Steinn Guðjónsson fjögur mörk og Einar Hólmgeirsson þrjú. 11.9.2004 00:01
Rússar mætast á Opna bandaríska Tvær rússneskar stúlkur mætast í úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Elena Dementieva keppir þá við Svetlönu Kuznetsovu. Hin 19 ára Kuznetsova vann Lindsay Davenport frá Bandaríkjunum í undanúrslitum en sú bandaríska hafði unnið 22 leiki í röð. 11.9.2004 00:01
Finnar sigruðu Bandaríkjamenn Finnar sigruðu Bandaríkjamenn 2-1 í undanúrslitum heimsbikarkeppninnar í íshokkí í New York í gærkvöldi. Tékkar og Kanadamenn mætast í hinum undanúrslitaleiknum í dag. Úrslitaleikurinn verður í Torontó á þriðjudag. 11.9.2004 00:01
Williams mætir Klitschko í boxinu Enski hnefaleikakappinn Danny Williams mætir Vitaly Klitschko í keppni um heimsmeistaratitilinn í þungavigt hjá WBO-hnefaleikasambandinu. Bardaginn verður í Bandaríkjunum í desember. Williams vakti athygli þegar hann vann Mike Tyson í bardaga í júlí. 11.9.2004 00:01
Weir með forystu á Opna kanadíska Kanadamaðurinn Mike Weir hefur forystu á Opna kanadíska mótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð. Weir er á níu höggum undir pari en Fídjimaðurinn Vijay Singh er höggi á eftir. Singh byrjaði illa og eftir níu holur á fyrsta degi var hann á fjórum höggum yfir pari. 11.9.2004 00:01
Maradona fluttur á spítala Knattspyrnugoðið Diego Armando Maradona var fluttur á spítala fyrr í dag vegna öndunarerfiðleika. Að sögn frænda Maradona var ekkert alvarlegt á ferðinni en ákveðið var að hafa varann á og fara með knattspyrnumanninn fyrrverandi á sjúkrahús þegar erfiðleikarnir voru orðnir nokkuð meiri en eðlilegt getur talist. 11.9.2004 00:01
Valur og Þróttur í úrvalsdeild Valur og Reykjavíkurþróttarar tryggðu sér í dag sæti í úrvalsdeild karla í knattspyrnu á næsta ári. Þróttur sigraði Hauka 2-1 á Valbjarnarvelli og Valur sigraði Stjörnuna 4-0 á Stjörnuvelli. 11.9.2004 00:01
Bikarinn til Eyja Stelpurnar úr ÍBV voru rétt í þessu að tryggja sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu með 2-0 sigri á Íslandsmeisturum Vals. 11.9.2004 00:01
Verður FH Íslandsmeistari? FH gæti fagnað sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í knattspyrnu karla í dag en þá fer fram 17. og næstsíðasta umferðin í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. 11.9.2004 00:01
ÍBV bikarmeistari ÍBV tryggði sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu í gærdag með sanngjörnum 2-0 sigri á Íslandsmeisturum Vals. 11.9.2004 00:01
Albert hættur með Grindavík Albert Sævarsson, markvörður knattspyrnuliðs Grindavíkur, er hættur að leika með liðinu vegna launadeilna við forráðamenn félagsins. Albert segir að ekki hafi verið gerður við sig samningur, þrátt fyrir mikinn þrýsting af hans hálfu, og að félagið hafi ekki staðið við það sem um var samið. 10.9.2004 00:01
Páll Axel bjartsýnn fyrir leikinn Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði íslenska körfuknattleikslandsliðsins, er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Dönum í B-deild Evrópumótsins á útivelli í kvöld. Hann segir liðið aldrei hafa undirbúið sig jafn vel og í sumar. 10.9.2004 00:01
Þýski handboltinn að byrja Þýska úrvalsdeildin í handknattleik hefst í dag. Þrettán Íslendingar leika að þessu sinni í deildinni og hafa þeir aldrei verið fleiri. Áttatíu og einn útlendingur er á mála hjá liðunum átján í þýsku úrvalsdeildinni og er mál manna að deildin hafi aldrei verið jafn sterk og í ár. 10.9.2004 00:01
Erla og Erna til Skovlunde Erla Hendriksdóttir og Erna Björk Sigurðardóttir, knattspyrnukonur úr Breiðabliki og leikmenn landsliðsins, eru gengnar til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Skovlunde og leika með félaginu í vetur. Erla mun væntanlega leika með félaginu í dönsku deildinni um helgina gegn Fortuna Hjörring en Erna Björk þarf að bíða til áramóta vegna meiðsla. 10.9.2004 00:01
Þórður frá í 2-6 vikur Þórður Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, verður frá næstu 2-6 vikur vegna ristarbrots. Hann fór meiddur af velli í landsleiknum við Ungverja í fyrrakvöld og eftir nánari skoðun kom í ljós að ristin er brotin. Logi Ólafsson landsliðsþjálfari staðfesti þetta nú fyrir stundu. 10.9.2004 00:01
Fréttir af Patta og Gunna Patrekur Jóhannesson hefur tekið við fyrirliðastöðunni hjá Minden í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. 9.9.2004 00:01
Enska landsliðið í fjölmiðlabanni Leikmenn enska landsliðsins í knattspyrnu neituðu að veita viðtöl eftir sigurleikinn gegn Pólverjum í Póllandi í undankeppni HM 2006. 9.9.2004 00:01
Everton vill Djorkaeff Forráðamenn Everton eru á höttunum eftir franska framherjanum Youri Djorkaeff sem orðinn er 36 ára gamall. 9.9.2004 00:01
Makalele hættur með landsliðinu Claude Makalele, félagi Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Chelsea, hefur tilkynnt að hann hafi lokið keppni endanlega með franska landsliðinu. 9.9.2004 00:01
Louis Saha meiddur Það á greinilega ekki af framherjum Manchester United að ganga þessi misserin. Louis Saha meiddist í landsleik með Frökkum gegn Færeyingum í vikunni og haltraði af velli eftir aðeins 9 mínútna leik og virtist sárkvalinn. 9.9.2004 00:01
Advocaat sækir um hjá Blackburn Það eru margir sem vilja starf framkvæmdastjóra Blackburn. Nú hefur Hollendingurinn Dick Advocaat skilað inn umsókn um stöðuna en hann hætti þjálfun hollenska landsliðsins eftir EM í Portúgal í sumar. 9.9.2004 00:01
Eriksson styður þagnarbindindi Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari enska knattspyrnulandsliðsins hefur lýst yfir stuðningi við þá ákvörðun leikmanna sinna að sniðganga fjölmiðla í kjölfar 2-1 sigurs á Pólverjum í gærkvöld. 9.9.2004 00:01
Oliver Panis lýkur keppni Oliver Panis, sem ekur fyrir Toyota, hefur tilkynnt að hann ætli að hætta keppni í Formúla 1 kappakstrinum eftir lokamót tímabilsins sem verður haldið í Sao Paulo í Brasilíu innan tíðar. 9.9.2004 00:01
Þórey Edda fjórða Þórey Edda Elísdóttir hafnaði í fjórða sæti í stangarstökkskeppni á frjálsíþróttamóti sem fram fór í Rovereto á Norður-Ítalíu í fyrradag. 9.9.2004 00:01
Slóvaki til Vals Handknattleikslið Vals hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi átök í vetur en félagið hefur samið við Slóvakíska landsliðsmanninn Pavol Polakovic. 9.9.2004 00:01
Newcastle vildu stóra Sam Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton Wanderers, segist hafa fengið tilboð um að taka við framkvæmdastjórastöðu Newcastle United. Stóri Sam eins og hann er jafnan kallaður segist hafa verið mjög upp með sér með tilboð Newcastle, en hins vegar hafi hann nýlega skrifað undir 10 ára samning við Bolton, sem hann hyggist standa við. 9.9.2004 00:01
Jón Arnór með gegn Dönum í dag Íslenska landsliðið í körfuknattleik er statt í Danmörku um þessar mundir en liðið mætir heimamönnum í undankeppni Evrópukeppninnar í dag. 9.9.2004 00:01
Gary Payton fullur undir stýri NBA-leikmaðurinn Gary Payton á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. 9.9.2004 00:01
Þórir lætur vita af sér Þórir Ólafsson hefur leikið geysilega vel með Íslandsmeisturum Hauka á undirbúningstímabilinu og er á góðri leið með að verða einn okkar albesti hægri hornamaður. Þórir, sem verður 25 ára gamall í nóvember, er Selfyssingur í húð og hár, fæddur þar og uppalinn, en gekk í raðir Hauka fyrir tveimur árum. 9.9.2004 00:01
Chaouki kærður fyrir nauðgun Hafin hefur verið opinber rannsókn á máli franska hlauparans Faoud Chaouki sem hefur verið kærður fyrir að nauðga 14 ára stúlku í frönsku borginni Strasbourg á laugardag. Chaouki neitar öllum ásökunum. 8.9.2004 00:01
Arnar og Arnar saman á miðjunni Arnar Þór Viðarsson og Arnar Grétarsson verða saman á miðjunni þegar íslenska landsliðið mætir því ungverska í undankeppni HM 2006 í kvöld. Hetjan frá því í Ítalíuleiknum, Gylfi Einarsson, hefur verið settur á bekkinn í kjölfar tapleiksins gegn Búlgörum en Arnar Grétarsson heldur hinsvegar sæti sínu. 8.9.2004 00:01
Viera rekinn útaf í Færeyjum Patrick Viera, fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins og franska landsliðsins, fékk áðan að líta rauða spjaldið í leik Frakka og Færeyinga sem fram fer í Þórshöfn í Færeyjum í undankeppni HM 2006. 8.9.2004 00:01
Shearer fagnar komu Souness Alan Shearer segist fagna komu Skotans Graeme Souness til Newcastle. 8.9.2004 00:01
Hughes orðaður við Blackburn Mark Hughes, þjálfari velska knattspyrnulandsliðsins, er nú orðaður við framkvæmdastjórastöðuna hjá Blackburn eftir brotthvarf Graeme Souness. 8.9.2004 00:01
Skörð höggvin í þýska landsliðið Gríðarlega stórt skarð hefur verið höggvið í þýska handknattleikslandsliðið en á dögunum tilkynntu þeir Stefan Kretzschmar og Cristian Schwarzer að þeir hefðu lokið keppni endanlega með landsliðinu. 8.9.2004 00:01
Jón Arnór fer vel af stað Óhætt er að segja að íslenski landsliðsmaðurinn, Jón Arnór Stefánsson, fari vel af stað með nýja félaginu sínu, Dynamo St. Petersburg frá Rússlandi. 8.9.2004 00:01
Jon Dahl semur við AC Mílan Hinn íslenskættaði Dani, Jon Dahl Tomasson, hefur gert nýjan samning við Ítalíumeistara AC Mílan. 8.9.2004 00:01
NHL-leikmaður í klandri Mike Danton, fyrrum leikmaður St. Louis Blues í NHL-deildinni í íshokkíi, stendur frammi fyrir dómsmáli í lok október en honum er gefið að sök að hafa fengið leigumorðingja til að ráða umboðsmanninn sinn af dögum. 8.9.2004 00:01
Maradona í umsjá Castro? Það líður varla sá dagur að ekki heyrist eitthvað fréttnæmt af Diego Armando Maradona, einum af umdeildustu knattspyrnumönnum sögunnar. 8.9.2004 00:01
Anna Yakova hætt í handbolta Anna Yakova, leikmaður Íslandsmeistara ÍBV í handknattleik kvenna hefur tilkynnt að hún sé hætt í handbolta. 8.9.2004 00:01
Drukknuðum í súpunni Íslenska landsliðið í knattspyrnu er í frekar vondum málum eftir fyrstu tvo leikina í undankeppni HM 8.9.2004 00:01
Mottukeppni strákanna Leikmenn íslenska ungmennalandsliðsins í knattspyrnu hafa brugðið á leik fyrir viðureign sína gegn Ungverjum í undankeppni Evrópumótsins. 7.9.2004 00:01
Við munum vinna Ungverja Þórður Guðjónsson tjáir sig um leikinn við Ungverja í einkaviðtali við fréttablaðið. Hann segir úrslit leikjanna í íslenska riðlinum á laugardaginn hafa verið hræðileg fyrir íslenska landsliðið. 7.9.2004 00:01
Eyjólfur stefnir enn á sigur Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir í dag jafnöldrum sínum frá Ungverjalandi í Búdapest í undankeppni Evrópumótsins. Leikurinn leggst þokkalega vel í Eyjólf Sverrisson, þjálfara liðsins, en tíu leikmenn hafa átt við magaveiru að stríða síðustu daga. 7.9.2004 00:01