Sport

Valsmenn styrktu stöðu sína

Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi fyrstu deildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld með góðum 3-0 útisigri á Njarðvíkingum. Baldvin Hallgrímsson skoraði eitt mark og Hálfdán Gíslason tvö fyrir Val. Valur er með 25 stig en Þór er í öðru sæti með 20 þegar fimm umferðir eru eftir. Haukar burstuðu HK 4-1 á heimavelli í gær. Edilon Hreinsson skoraði tvö mörk, Ómar K. Sigurðsson og Hilmar Trausti Arnarson eitt mark hvor. Bjarki Már Sigvaldason skoraði eina mark HK. HK er í fjórða sæti með 19 stig en Haukar eru enn á botninum, nú með 13 stig. KS frá Siglufirði sigraði Leiftur/Dalvík 3-2 í gær í annarri deildinni. KS er á toppnum með 32 stig, einu meira en Leiknir, Reykjavík.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×