Sport

Ísland vann Svíþjóð

Íslenska kvennalandsliðið vann fjögurra stiga sigur á Noregi, 77–73, í opnunarleik Norðurlandamóts kvenna í körfubolta sem fram fer næstu daga í Arvika í Svíþjóð. Íslenska liðið lenti níu stigum undir í fyrsta leikhluta en frábær innkoma hinnar 16 ára Helenu Sverrisdóttur af bekknum átti stærstan þátt í að landa sigrinum en íslenska liðið hafði eins stig forskot í hálfleik, 36–35, og leiddi með 4 stigum, 58–54, fyrir síðasta leikhlutann. Helena skoraði 24 stig á aðeins 25 mínútum og var langstigahæst í íslenska liðinu. Helena nýtti meðal annars 14 af 16 vítum sínum í leiknum. Signý Hermannsdóttir kom næst með 12 stig auk þess að spila frábæra vörn á besta mann norska liðsins á æsispennandi lokamínútum. Stig Íslands í leiknum: Helena Sverrisdóttir 24 Signý Hermannsdóttir 12 Birna Valgarðsdóttir 10 Alda Leif Jónsdóttir 9 Hildur Sigurðardóttir 9 Erla Þorsteinsdóttir 8 Sólveig Gunnlaugsdóttir 5



Fleiri fréttir

Sjá meira


×