FH tekur á móti Dunfermline 11. ágúst 2004 00:01 FH-ingar boðuðu til blaðamannafundar í gærdag í tilefni af leik liðsins við skoska félagið Dunfermline í Evrópukeppni félagsliða. Leikurinn fer fram klukkan 20 í kvöld á Laugardalsvelli en þetta er þrettándi Evrópuleikur FH. Von er á fleiri hundruð Skotum til landsins vegna leiksins og þeir eru nú þekktir fyrir að halda uppi góðri stemningu. Það er því ástæða til að hvetja íslenska knattspyrnuáhugamenn til að mæta á völlinn og styðja við bakið á FH-ingum Fréttablaðið spjallaði við Baldur Bett, leikmann FH, en hann er hálf skoskur, og lék meðal annars með Aberdeen á sínum tíma. Hvernig leggst leikurinn gegn Dunfermline í hann? "Ég hlakka mjög mikið til leiksins, get varla beðið og er alveg viss um að það verður skemmtileg stemning á vellinum. Fullt af Skotum sem mæta og vonandi sem flestir FH-ingar. Ég vona að við náum upp góðri stemningu og á fastlega von á því. Við höfum verið að spila vel undanfarið, ef frá er talinn leikurinn gegn Víkingum í síðustu umferð, og markmiðið er að halda hreinu. Takist það eigum við alveg að geta strítt þeim í leiknum úti enda erum við með góða breidd og fullt af reyndum leikmönnum." Baldur hefur spilað með fjórum leikmönnum Dunfermline og á móti flestum öðrum leikmönnum liðsins og ætti því að vita á hverju von er. "Já, já, þeir spila svona týpískan breskan bolta, stilla upp í 4-4-2, eru fastir fyrir og vilja nota vængina talsvert mikið. Það ætti ekkert í leik þeirra að koma okkur neitt sérstaklega mikið á óvart, en þetta er sterkt lið og sem dæmi má nefna að á síðasta tímabili sigruðu þeir Glasgow Rangers tvisvar og náðu sigri gegn Glasgow Celtic. Þeir eru þó væntanlega ekki jafn sterkir og í fyrra því þeir misstu helsta markaskorara sinn eftir tímabilið og hafa ekki náð að fylla skarð hans. Við hins vegar spilum ótrauðir okkar bolta, förum ekkert að breyta því enda fer það okkur best að halda boltanum niðri og svo bara hafa gaman af þessu, það getur fleytt okkur langt," sagði miðjumaðurinn sterki og hálfskoski, Baldur Bett. Íslenski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Sjá meira
FH-ingar boðuðu til blaðamannafundar í gærdag í tilefni af leik liðsins við skoska félagið Dunfermline í Evrópukeppni félagsliða. Leikurinn fer fram klukkan 20 í kvöld á Laugardalsvelli en þetta er þrettándi Evrópuleikur FH. Von er á fleiri hundruð Skotum til landsins vegna leiksins og þeir eru nú þekktir fyrir að halda uppi góðri stemningu. Það er því ástæða til að hvetja íslenska knattspyrnuáhugamenn til að mæta á völlinn og styðja við bakið á FH-ingum Fréttablaðið spjallaði við Baldur Bett, leikmann FH, en hann er hálf skoskur, og lék meðal annars með Aberdeen á sínum tíma. Hvernig leggst leikurinn gegn Dunfermline í hann? "Ég hlakka mjög mikið til leiksins, get varla beðið og er alveg viss um að það verður skemmtileg stemning á vellinum. Fullt af Skotum sem mæta og vonandi sem flestir FH-ingar. Ég vona að við náum upp góðri stemningu og á fastlega von á því. Við höfum verið að spila vel undanfarið, ef frá er talinn leikurinn gegn Víkingum í síðustu umferð, og markmiðið er að halda hreinu. Takist það eigum við alveg að geta strítt þeim í leiknum úti enda erum við með góða breidd og fullt af reyndum leikmönnum." Baldur hefur spilað með fjórum leikmönnum Dunfermline og á móti flestum öðrum leikmönnum liðsins og ætti því að vita á hverju von er. "Já, já, þeir spila svona týpískan breskan bolta, stilla upp í 4-4-2, eru fastir fyrir og vilja nota vængina talsvert mikið. Það ætti ekkert í leik þeirra að koma okkur neitt sérstaklega mikið á óvart, en þetta er sterkt lið og sem dæmi má nefna að á síðasta tímabili sigruðu þeir Glasgow Rangers tvisvar og náðu sigri gegn Glasgow Celtic. Þeir eru þó væntanlega ekki jafn sterkir og í fyrra því þeir misstu helsta markaskorara sinn eftir tímabilið og hafa ekki náð að fylla skarð hans. Við hins vegar spilum ótrauðir okkar bolta, förum ekkert að breyta því enda fer það okkur best að halda boltanum niðri og svo bara hafa gaman af þessu, það getur fleytt okkur langt," sagði miðjumaðurinn sterki og hálfskoski, Baldur Bett.
Íslenski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Sjá meira