Sport

Owen til Real?

Michael Owen, sóknarmaður Liverpool og enska landsliðsins í knattspyrnu, er að íhuga vistaskipti til spænska stórliðsins Real Madríd samkvæmt fréttum á Englandi. Real er tilbúið að greiða 10 milljónir punda, eða 1,3 milljarða króna, og Liverpool fengi þá jafnframt Fernando Morientes eða Samuel Eto í staðinn. Owen á eitt ár eftir af samningi sínum en samningaviðræður við Liverpool um nýjan samning virðast hafa siglt í strand. Liverpool leikur í kvöld fyrri leik sinn gegn Graz AK í forkeppni Meistaradeildarinnar og er leikurinn í beinni útsendingu á Sýn klukkan 18:35. Ólíklegt er talið að Owen verði með í kvöld. Hann má ekki leika með öðru liði í Evrópukeppninni á þessu tímabili ef hann spilar í kvöld. Samingaviðræðum Tottenham og Danny Murphy var slitið í gær en Liverpool var búið að samþykkja tilboð frá Tottenham. Fimm aðrir leikir eru í forkeppninni í kvöld. Benfica mætir Anderlecht, PAOK Salonika keppir við Maccabi Tel Aviv, Juventus tekur á móti Djurgarden, CSKA Moskva og Glasgow Rangers mætast og Dynamo Kiev keppir við Trabzonspor frá Tyrklandi.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×