Fleiri fréttir

Mostovoi kennir þjálfaranum um

Alexander Mostovoi, miðjumaður rússneska landsliðsins, vandaði ekki þjálfara liðsins, Georgy Yartsev, kveðjurnar eftir tapleikinn gegn Spáni á laugardaginn og sagði að tapið væri honum að kenna þar sem liðið hefði æft of stíft fyrir mótið.

Saez hrósar Valeron

Inaki Saez, landsliðsþjálfari Spánar, var ekki að spara hrósyrðin á Juan Carlos Valeron sem kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið gegn Rússum aðeins hálfri mínútu síðar.

Mikil spenna í Porto fyrir landsleik Þjóðverja og Hollendinga

Mikil eftirvænting er fyrir landsleik Hollendinga og þjóðverja í Evrópukeppninni í knattspyrnu í borginni Porto í Portúgal í dag. Búist er við 20 þúsund Hollendingum og 11 þúsund Þjóðverjum á leikinn, sem fram fer á Dragao-leikvanginum.

Tæpur sigur Tékka

Fyrirfram var talið að leikur Tékka og Letta í C-riðli Evrópumótsins í Portúgal yrði leikur kattarins að músinni. Lettar, sem hafa aldrei áður spilað í úrslitakeppni stórmóts, áttu einfaldlega að vera fallbyssufóður fyrir gríðarsterkt lið Tékka en svo fór þó aldeilis ekki þegar út í alvöruna var komið. Tékkar voru mikið meira með boltann en þeir þurftu á tveimur mörkum á síðustu sautján mínútunum að halda til að ná naumum sigri, 2-1.

Jafntefli í risaslag

Hollendingar og Þjóðverjar, sem hafa margan hildinn háð í gegnum tíðina, skildu jafnir, 1-1, í leik liðanna í D-riðli Evrópumótsins í Portúgal í gærkvöld. Ekki er hægt að segja að leikurinn hafi verið mikið fyrir augað, taugaspennan var mikil og þegar leik var lokið gátu bæði lið verið sátt við stigið.

Stórsigur Eyjamanna

Eyjamenn skutust í þriðja sæti Landsbankadeildar karla í kvöld með því að leggja Keflvíkinga að velli, 4-0, í Vestmannaeyjum.

Fjögurra stiga forysta Fylkis

Fylkismenn náðu í kvöld fjögurra stiga forystu á toppi Landsbankadeildarinnar með sigri á Víkingum, 2-1. Sigurinn var þó að mörgu leyti ekki sanngjarn því Víkingar voru mun betri síðari hálfleik og geta talist óheppnir að hafa ekki náð stigi.

Góð byrjun tryggði Blikum sigur

Breiðablik bar sigurorð af Fjölni, 1-0, í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Það var Anna Þorsteinsdóttir sem skoraði sigurmark Breiðabliksstúlkna strax á 6. mínútu.

Daði Dervic tekur við Haukum

1. deildar lið Hauka í knattspyrnu hefur sagt Þorsteini Halldórssyni upp störfum sem þjálfara liðsins. Izudin Daði Dervic hefur verið ráðinn sem þjálfari en hann hefur undanfarin þrjú ár þjálfað 2. flokk félagsins.

Ætlar að lita hárið grænt

Allt er vitlaust að verða í Lettlandi vegna þátttöku landsliðsins í EM í Portúgal og sjálfur forsætisráðherra landsins, Indulis Emsis, hefur heitið því að láta lita hárið á sér grænt takist Lettum að komast í átta liða úrslit!

Njarðvík verður með næsta vetur

Njarðvíkurkonur ætla að vera með í 1. deild kvenna í körfubolta eftir allt saman en óvissa var um framtíð liðsins eftir að fyrirliðinn, Auður Jónsdóttir, lagði skóna á hilluna í vor.

Jónína með eftir sjö ára fjarveru

Hin 35 ára Jónína Halla Víglundsdóttir er farin að spila á ný með kvennaliði Skagans í 1. deild kvenna eftir sjö ára fjarveru.

Butt úr leik

Enski miðvallarleikmaðurinn Nicky Butt er úr leik á EM í Portúgal eftir að hafa meiðst á hné á æfingu. Meiðslin eru ekki alvarleg en það tekur Butt þó að minnsta kosti þrjár til fjórar vikur að jafna sig.

Bird vill fleiri hvítar stjörnur

Larry Bird, fyrrum leikmaður Boston Celtics og einn besti körfuboltamaður allra tíma, segir að NBA-deildin þurfi fleiri hvítar stjörnur ætli forráðamenn deildarinnar sér að ná því að halda áfram að höfða til körfuboltaáhugamanna.

Mostovoi sendur heim

Rússneski landsliðsmaðurinn, Alexander Mostovoi, hefur verið sendur heim eftir að hafa gagnrýnt þjálfara landsliðsins, Georgy Yartsev, opinberlega eftir tap í fyrsta leik gegn Spánverjum á laugardaginn.

Íslenska liðið niður um tólf sæti

Íslenska landsliðið knattspyrnu hefur fallið um heil tólf sæti á nýjum stykleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem gefinn var út í gær.

Detroit vann fyrsta leikinn

Detroit Pistons er komið með forystu, 1-0, í lokaeinvígi NBA-deildarinnar í körfuknattleik eftir tólf stiga sigur, 87-75, á Los Angeles Lakers í fyrsta leik liðanna í Staples Center í Los Angeles á sunnudagskvöldið.

FH lagði ÍBV

Guðmundur Sævarsson tryggði FH-ingum langþráðan sigur gegn ÍBV í Kaplakrika í gær en Hafnarfjarðarliðið hafði leikið þrjá síðustu leiki á undan án þess að vinna. FH vann leikinn 2–1 eftir að hafa verið manni fleiri síðasta klukkutímann.

Þórarinn tryggði sigurinn

Þórarinn Kristjánsson, var bjargvættur Keflvíkinga og ekki í fyrsta skiptið þegar hann tryggði liði sínu 1–0 sigur í uppgjöri nýliðanna í Keflavík í gær. Markið skoraði hann af stuttu færi á 73. mínútu eftir langt innkast og skot frá Sreten Djurovic.

Fylkismenn sluppu fyrir horn

Fylkismenn eru áfram á toppnum í Landsbankadeild karla eftir leiki gærkvöldsins en Árbæjarliðið gerði þá jafntefli við Fram í Laugardalnum.

Enn skorar Atli Sveinn

KA-maðurinn Atli Sveinn Þórarinsson er marksæknasti varnarmaður deildarinnar en hann skoraði sitt þriðja mark í sumar er hann tryggði KA-mönnum fyrsta stigið á heimavelli í sumar í 1–1 jafntefli KA og Grindavíkur á Akureyri í gær.

Ferreira til Chelsea

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur fest kaup á portúgalska landsliðs- og varnarmanninum Paulo Ferreira, frá Portó. Kaupverðið er fjórtán milljónir punda en þetta eru fyrstu kaup nýráðins framkvæmdastjóra Chelsea, José Mourinho.

Del Bosque hafnaði Real

Vicente del Bosque hefur sagt frá því að áður en hann samdi við Besiktas í Tyrklandi til næstu tveggja ára á dögunum hafi Real Madrid boðið honum að gerast aðstoðarþjálfari hjá félaginu.

Ranieri til Valencia

Ítalinn Claudio Ranieri, hinn nýburtrekni framkvæmdastjóri Chelsea, er á leiðinni síns gamla félags, Valencia, og tekur við af Rafael Benitez, sem líklega er að taka við stjórninni hjá Liverpool.

Rooney gerir engar rósir

Franski varnarmaðurinn Lilian Thuram, sem leikur með Juventus, segir að enski sóknarmaðurinn ungi Wayne Rooney sé ekki nógu reynslumikill til að gera einhverjar rósir á EM í Portúgal sem hefst á laugardaginn.

ÍBV heppið að ná stigi

Kvennalið ÍBV, sem hafði fullt hús og 16 mörk út úr tveimur fyrstu leikjum sínum, tapaði sínum fyrstu stigum í gær og voru í raun heppnar að ná 1–1 jafntefli við KR í Vesturbænum

Skagamenn teknir silkihönskum?

Þegar tölfræði Landsbankadeildar karla í knattspyrnu er skoðuð fer það ekki á milli mála að dómarar deildarinnar fara mjúkustum höndum um Skagamenn, sem mega bæði brjóta mest af sér án þess að fá spjald og að sama skapi má brjóta minnst á þeim til að hljóta spjald að launum.

Gengur illa að skora á móti KR

Hinni 17 ára Margréti Láru Viðarsdóttur leikmanni ÍBV í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu gengur illa að finna netmöskvana hjá KR.

Haukar í samstarf við Wimbledon

Knattspyrnudeild Hauka ætlar sér stóra hluti á komandi árum og uppbyggingarstarf innan deildarinnar er í syngjandi sveiflu.Fréttablaðið settist niður með þeim Páli Guðmundssyni, formanni knattspyrnudeildarinnar, og Orra Kristni Jónssyni, formanni unglingaráðs.

Arsenal á eftir Spánverja

Arsenal er á höttunum eftir spænska markverðinum Manuel Almunia ef eitthvað er að marka það sem forráðamenn Celta Vigo segja en Almunia er í herbúðum spænska liðsins.

Keflavíkurstúlkur byrja af krafti

Kvennalið Keflavíkur í knattspyrnu hefur byrjað frábærlega í fyrstu leikjum sínum undir eigin merkjum í 13 ár en liðið hefur ekki spilað undir nafni Keflavíkurliðsins í kvennafótboltanum síðan sumarið 1991.

Lakers jafnaði metin

Los Angeles Lakers mörðu sigur, 99-91, á Detroit Pistons í öðrum leik lokaúrslita NBA-deildarinnar í körfubolta. Þar með er staðan jöfn, 1-1, en það verður að segjast eins og er að leikmenn Detroit voru klaufar og hentu frá sér unnum leik.

11 mörk og nýtt markamet hjá ÍBV

Eyjastúlkur unnu sinn stærsta deildarsigur frá upphafi þegar þær lögðu Stjörnustúlkur, 11-0, í fjórðu umferð Landsbankadeildar kvenna í kvöld. Elín Anna Steinarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu báðar þrennu fyrir ÍBV og hefur Margrét Lára nú skorað tíu mörk í fyrstu fjórum leikjunum.

Detroit drottnar yfir Lakers

Detroit Pistons eru nú aðeins einum sigri frá NBA-meistaratitlinum en liðið lagði Los Angeles Lakers að velli, 88-80, í fjórða leik liðanna, í Detroit.

Valdi íslenska landsliðið

Handknattleiksmaðurinn Kristján Andrésson var valinn í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Ítölum á sunnudaginn. Kristján er leikmaður sem fáir kannast sennilega við, og það ekki furða þar sem hann hefur búið nánast alla sína ævi í Svíþjóð þar sem hann spilar með liði GUIF Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni.

Pauzuolis til Wilhelmshavener

<font face="Olympian" color="#231f20" size="1">Litháinn Robertas Pauzuolis, sem leikið hefur með Haukum, gerði um helgina samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Wilhelmshavener sem íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Gylfason leikur með. Pauzuolis gerði eins árs samning við félagið með möguleika á framlengingu eftir næsta tímabil. </font>

Bibby ekki með í Aþenu

Mike Bibby, leikstjórnandi Sacramento Kings, varð í gær sjöundi leikmaður af upphaflegum níu manna hópi bandaríska ólympíulandsliðsins í körfuknattleik til að hætta við að spila á Ólympíuleikunum í Aþenu sem hefjast eftir rúma tvo mánuði.

Óvænt úrslit á fyrsta degi EM

Óvænt úrslit urðu í opnunarleik Evrópumótsins í fótbolta þegar Grikkir unnu sigur á gestgjöfum Portúgala. Heimamenn eru álitnir sigurstranglegir á mótinu, en strax í upphafi leiks sló þögn á flesta áhorfendur þegar Grikkir náðu forystunni. Þeir bættu svo við öðru marki í síðari hálfleik, en Portúgalar minnkuðu muninn undir lokin.

Sjá næstu 50 fréttir