Sport

Bibby ekki með í Aþenu

Mike Bibby, leikstjórnandi Sacramento Kings, varð í gær sjöundi leikmaður af upphaflegum níu manna hópi bandaríska ólympíulandsliðsins í körfuknattleik til að hætta við að spila á Ólympíuleikunum í Aþenu sem hefjast eftir rúma tvo mánuði. Bibby sagði aðspurður að hann þyrfti meiri hvíld til að ná sér eftir langt og strangt tímabil í NBA-deildinni. Áður höfðu þeir Shaquille O’Neal, Kobe Bryant og Karl Malone hjá Los Angeles Lakers, Kevin Garnett hjá Minnesota Timberwolves, Jason Kidd og Kenyon Martin hjá New Jersey Nets, Ray Allen hjá Seattle Supersonics, Vince Carter hjá Toronto Raptors og Tracy McGrady hjá Orlando Magic hætt við þátttöku vegna þreytu eða hræðslu um eigið öryggi. Þeir tveir leikmenn sem hafa ekki enn boðað forföll úr upphaflega hópnum eru Tim Duncan hjá San Antonio Spurs og Allen Iverson hjá Philadephia 76ers en auk þeirra verða í liðinu nýliði ársins, LeBron James hjá Cleveland Cavaliers, Richard Jefferson frá New Jersey Nets, Stephon Marbury hjá New York Knicks og Shawn Marion og Amare Stoudamire hjá Phoenix Suns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×