Sport

Mikil spenna í Porto fyrir landsleik Þjóðverja og Hollendinga

Mikil eftirvænting er fyrir landsleik Hollendinga og þjóðverja í Evrópukeppninni í knattspyrnu í borginni Porto í Portúgal í dag. Búist er við 20 þúsund Hollendingum og 11 þúsund Þjóðverjum á leikinn, sem fram fer á Dragao-leikvanginum. Um er að ræða fyrsta leik liðanna í keppninni, en þjóðirnar hafa eldað saman grátt silfur á knattspyrnuvellinum í gegnum tíðina. Auk þeirra eru Tékkland og Lettland í sama riðli. Vel fór á með þessum Þjóðverjum og Hollendingum fyrir leikinn í Porto, en lögregla í borginni hefur engu að síður haft mikinn viðbúnað þar sem óttast er að fótboltabullur láti til skarar skríða fyrir og eftir leik



Fleiri fréttir

Sjá meira


×