Valdi íslenska landsliðið 14. júní 2004 00:01 Handknattleiksmaðurinn Kristján Andrésson var valinn í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Ítölum á sunnudaginn. Kristján er leikmaður sem fáir kannast sennilega við, og það ekki furða þar sem hann hefur búið nánast alla sína ævi í Svíþjóð þar sem hann spilar með liði GUIF Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að hafa ekki skorað mark gegn Ítölum þótti Kristján hafa staðið sig mjög vel í leiknum, og ljóst að þarna er framtíðarleikmaður landsliðsins á ferð. „Ég spila með liði Eskilstuna, sem er bær rúma 100 kílómetra frá höfuðborginni Stokkhólmi. Ég spila með bæjarliðinu og okkur gekk sæmilega í deildinni í ár, höfnuðum í 6. sæti af 14 liðum en duttum síðan út í átta liða úrslitum," sagði Kristján þegar Fréttablaðið hitti hann að máli í vikunni. Kristján er 23 ára og hefur eins og áður segir búið alla sína tíð í Svíþjóð að undanskildum tveimur árum hér á Íslandi þegar hann var fimm og sex ára gamall. Kristján á ekki langt að sækja handboltahæfileikana; faðir hans Andrés Kristjánsson lék sjö landsleiki á sínum tíma og skoraði í þeim fimm mörk. „Ég er kominn með fjóra landsleiki og 10 mörk þannig að ég er búinn að toppa pabba í markaskoruninni," segir Kristján glettinn, en hann var fyrst valinn í landsliðið á æfingamótinu sem haldið var í Belgíu í lok maí síðastliðins. Þar voru það yngri leikmenn Íslands sem fengu að spreyta sig, margir hverjir í fyrsta skipti. Ég á heima á Íslandi Þar sem Kristján er uppalinn í Svíþjóð nánast alla sína tíð stóð hann frammi fyrir þeim kosti að geta valið á milli þess að leika með sænska landsliðinu eða því íslenska. Hann segir það val ekki hafa reynst erfitt. „Þjálfari u-18 ára landsliðs Svía vildi fá mig í sitt lið á sínum tíma, en ég neitaði. Mamma og pabbi eru bæði íslensk og mig langaði ekkert að vera Svíi," segir Kristján, en hann á að baki fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. Yngri bróðir Kristjáns, Haukur, sem er 17 ára, hefur einnig gert það gott í handboltanum í Svíþjóð og var hann nýlega valinn í sænska unglingalandsliðið í fyrsta skiptið. Öfugt við Kristján valdi Haukur að leika fyrir Svíþjóð. „Hann er einfaldlega miklu meiri Svíi en ég. Mér finnst ég vera að koma heim þegar ég fer til Íslands. Þegar ég fer til Svíþjóðar er ég bara að fara út," segir Kristján, sem er þó ekki að flytjast heim, í það minnsta ekki á næstunni. „Ég á eitt ár eftir af samningi mínum við GUIF og líkar mjög vel við að búa í Svíþjóð. En ég er mjög ánægður og þakklátur yfir að fá tækifæri með landsliðinu og ætla bara að reyna að standa mig," segir hann. Langar til Aþenu Kristján, sem spilar í stöðu leikstjórnanda, byrjaði heldur seint að æfa handbolta af fullum krafti og var það fótboltinn sem átti hug hans allan framan af ævi. „Ég var orðinn 12-13 ára þegar bekkjarfélagi minn dró mig með á handboltaæfingu. Mér fannst það mjög gaman og eftir það varð ekki aftur snúið," segir Kristján, sem er eins konar hálfatvinnumaður hjá GUIF, eins og stærstur hluti leikmanna liðsins. Flesta handboltamenn dreymir um að vera valdir í landsliðshópinn sem fer á Ólympíuleikana sem haldnir verða í Aþenu í sumar. Þar er Kristján engin undantekning. „En ég bíð bara rólegur og sé til. Það er mjög skemmtilegt að vera hérna á Íslandi og hitta strákana í liðinu, en það eru margir góðir aðrir leikmenn sem eru inni í myndinni. En auðvitað langarmig," segir Kristján. Hann telur íslenska landsliðið eiga fína möguleika á því að vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum. „Þetta er mjög gott landslið og til að mynda er talað mjög vel um það í Svíþjóð. Það er mikil virðing borin fyrir leikmönnum á borð við Ólaf Stefánsson, Guðjón Val Sigurðsson og Sigfús Sigurðsson. Þetta er hörkulið og við eigum alvegjafn mikinn séns og aðrir". Íþróttir Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sjá meira
Handknattleiksmaðurinn Kristján Andrésson var valinn í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Ítölum á sunnudaginn. Kristján er leikmaður sem fáir kannast sennilega við, og það ekki furða þar sem hann hefur búið nánast alla sína ævi í Svíþjóð þar sem hann spilar með liði GUIF Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að hafa ekki skorað mark gegn Ítölum þótti Kristján hafa staðið sig mjög vel í leiknum, og ljóst að þarna er framtíðarleikmaður landsliðsins á ferð. „Ég spila með liði Eskilstuna, sem er bær rúma 100 kílómetra frá höfuðborginni Stokkhólmi. Ég spila með bæjarliðinu og okkur gekk sæmilega í deildinni í ár, höfnuðum í 6. sæti af 14 liðum en duttum síðan út í átta liða úrslitum," sagði Kristján þegar Fréttablaðið hitti hann að máli í vikunni. Kristján er 23 ára og hefur eins og áður segir búið alla sína tíð í Svíþjóð að undanskildum tveimur árum hér á Íslandi þegar hann var fimm og sex ára gamall. Kristján á ekki langt að sækja handboltahæfileikana; faðir hans Andrés Kristjánsson lék sjö landsleiki á sínum tíma og skoraði í þeim fimm mörk. „Ég er kominn með fjóra landsleiki og 10 mörk þannig að ég er búinn að toppa pabba í markaskoruninni," segir Kristján glettinn, en hann var fyrst valinn í landsliðið á æfingamótinu sem haldið var í Belgíu í lok maí síðastliðins. Þar voru það yngri leikmenn Íslands sem fengu að spreyta sig, margir hverjir í fyrsta skipti. Ég á heima á Íslandi Þar sem Kristján er uppalinn í Svíþjóð nánast alla sína tíð stóð hann frammi fyrir þeim kosti að geta valið á milli þess að leika með sænska landsliðinu eða því íslenska. Hann segir það val ekki hafa reynst erfitt. „Þjálfari u-18 ára landsliðs Svía vildi fá mig í sitt lið á sínum tíma, en ég neitaði. Mamma og pabbi eru bæði íslensk og mig langaði ekkert að vera Svíi," segir Kristján, en hann á að baki fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. Yngri bróðir Kristjáns, Haukur, sem er 17 ára, hefur einnig gert það gott í handboltanum í Svíþjóð og var hann nýlega valinn í sænska unglingalandsliðið í fyrsta skiptið. Öfugt við Kristján valdi Haukur að leika fyrir Svíþjóð. „Hann er einfaldlega miklu meiri Svíi en ég. Mér finnst ég vera að koma heim þegar ég fer til Íslands. Þegar ég fer til Svíþjóðar er ég bara að fara út," segir Kristján, sem er þó ekki að flytjast heim, í það minnsta ekki á næstunni. „Ég á eitt ár eftir af samningi mínum við GUIF og líkar mjög vel við að búa í Svíþjóð. En ég er mjög ánægður og þakklátur yfir að fá tækifæri með landsliðinu og ætla bara að reyna að standa mig," segir hann. Langar til Aþenu Kristján, sem spilar í stöðu leikstjórnanda, byrjaði heldur seint að æfa handbolta af fullum krafti og var það fótboltinn sem átti hug hans allan framan af ævi. „Ég var orðinn 12-13 ára þegar bekkjarfélagi minn dró mig með á handboltaæfingu. Mér fannst það mjög gaman og eftir það varð ekki aftur snúið," segir Kristján, sem er eins konar hálfatvinnumaður hjá GUIF, eins og stærstur hluti leikmanna liðsins. Flesta handboltamenn dreymir um að vera valdir í landsliðshópinn sem fer á Ólympíuleikana sem haldnir verða í Aþenu í sumar. Þar er Kristján engin undantekning. „En ég bíð bara rólegur og sé til. Það er mjög skemmtilegt að vera hérna á Íslandi og hitta strákana í liðinu, en það eru margir góðir aðrir leikmenn sem eru inni í myndinni. En auðvitað langarmig," segir Kristján. Hann telur íslenska landsliðið eiga fína möguleika á því að vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum. „Þetta er mjög gott landslið og til að mynda er talað mjög vel um það í Svíþjóð. Það er mikil virðing borin fyrir leikmönnum á borð við Ólaf Stefánsson, Guðjón Val Sigurðsson og Sigfús Sigurðsson. Þetta er hörkulið og við eigum alvegjafn mikinn séns og aðrir".
Íþróttir Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn