Skagamenn teknir silkihönskum? 14. júní 2004 00:01 Þegar tölfræði Landsbankadeildar karla í knattspyrnu er skoðuð fer það ekki á milli mála að dómarar deildarinnar fara mjúkustum höndum um Skagamenn, sem mega bæði brjóta mest af sér án þess að fá spjald og að sama skapi má brjóta minnst á þeim til að hljóta spjald að launum. Skagamenn eru í raun í sérflokki í deildinni hvað varðar spjöld, með aðeins eitt slíkt á bakinu til þessa, en ekkert lið hefur þó brotið oftar af sér. Alls hafa Skagamenn fengið dæmdar á sig 78 aukaspyrnur í leikjunum fjórum (19,5 í leik) en aðeins Julian Johnsson hefur fengið spjald, það fékk hann á 79. mínútu gegn Fram í þriðju umferð. Skagamenn brutu 19 sinnum af sér gegn Fylki, 16 sinnum af sér gegn Grindavík og þá voru dæmdar 19 aukaspyrnur á þá gegn KA. Skagamenn voru spjaldalausir í öllum þessum þremur leikjum. Í eina spjaldaleiknum, gegn Fram, fengu Framarar 24 aukaspyrnur en aðeins eitt spjald á Skagamenn. Á hinum enda listans eru Grindvíkingar sem mega minnst brjóta af sér til að fá spjöld en þeir hafa fengið 16 spjöld, 15 gul og eitt rautt. Aðeins Keflvíkingar hafa brotið sjaldnar af sér. Grindvíkingar hafa því fengið dæmdar á sig aðeins 4,5 aukaspyrnur á hvert spjald. En þar með er ekki öll sagan sögð því mótherjar Skagamanna hafa fengið 13 spjöld í sumar, 11 gul og tvö rauð, og á engu liði þarf að brjóta sjaldnar til að fá að líta spjald hjá dómurum deildarinnar. Skagamenn fengu 20 aukaspyrnur í fyrsta leiknum gegn Fylki og Fylkismenn fengu þá þrjú gul spjöld. Í öðrum leiknum brutu Grindvíkingar aðeins níu sinnum á Skagamönnum en fengu samt þrjú gul spjöld og Framarar fengu eitt gult spjald og eitt rautt fyrir sín 16 brot í þriðja leiknum. KA-menn fengu síðan fimm spjöld, fjögur gul og eitt rautt, í fjórðu umferð en þeir brutu þá 19 sinnum á Skagamönnum, jafn oft og brotið var á þeim. Skagamenngengu þó spjaldalausir frá þeim leik. Á hinum enda listans eru nýliðar Víkinga sem hafa mátt þola 10,8 brot á hvert spjald sem andstæðingar þeirra hafa fengið. Hér kemur vissulega inn í að aukaspyrnurnar sem um ræðir eru ekki flokkaðar niður eftir hversu gróf brotin eru en gult spjald þarf ekki bara að fara á loft fyrir gróft brot, dómurum er einnig ætlað að spjalda menn fyrir síendurtekin brot. Það má því ljóst vera að Skagamenn hafa ekki nokkra ástæðu til að kvarta yfir dómurum í leikjum liðsins í sumar. Öllu tali um meint samsæri gegn leikmönnum ÍA er hægt að vísa aftur til föðurhúsanna því það á einfaldlega ekki við rök að styðjast – tölurnar tala sínu máli. FLEST BROT Á HVERT SPJALD ÍA 78,0 (78 aukaspyrnur/1 spjald) Keflavík 11,4 (57/5) Fylkir 10,8 (86/8) KR 10,4 (73/7) FÆST BROT MÓTHERJA Á HVERT SPJALD ÍA 4,9 (64 aukaspyrnur/13 spjöld) KA 5,8 (81/14) KR 7,6 (61/8) Fylkir 8,0 (80/10) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira
Þegar tölfræði Landsbankadeildar karla í knattspyrnu er skoðuð fer það ekki á milli mála að dómarar deildarinnar fara mjúkustum höndum um Skagamenn, sem mega bæði brjóta mest af sér án þess að fá spjald og að sama skapi má brjóta minnst á þeim til að hljóta spjald að launum. Skagamenn eru í raun í sérflokki í deildinni hvað varðar spjöld, með aðeins eitt slíkt á bakinu til þessa, en ekkert lið hefur þó brotið oftar af sér. Alls hafa Skagamenn fengið dæmdar á sig 78 aukaspyrnur í leikjunum fjórum (19,5 í leik) en aðeins Julian Johnsson hefur fengið spjald, það fékk hann á 79. mínútu gegn Fram í þriðju umferð. Skagamenn brutu 19 sinnum af sér gegn Fylki, 16 sinnum af sér gegn Grindavík og þá voru dæmdar 19 aukaspyrnur á þá gegn KA. Skagamenn voru spjaldalausir í öllum þessum þremur leikjum. Í eina spjaldaleiknum, gegn Fram, fengu Framarar 24 aukaspyrnur en aðeins eitt spjald á Skagamenn. Á hinum enda listans eru Grindvíkingar sem mega minnst brjóta af sér til að fá spjöld en þeir hafa fengið 16 spjöld, 15 gul og eitt rautt. Aðeins Keflvíkingar hafa brotið sjaldnar af sér. Grindvíkingar hafa því fengið dæmdar á sig aðeins 4,5 aukaspyrnur á hvert spjald. En þar með er ekki öll sagan sögð því mótherjar Skagamanna hafa fengið 13 spjöld í sumar, 11 gul og tvö rauð, og á engu liði þarf að brjóta sjaldnar til að fá að líta spjald hjá dómurum deildarinnar. Skagamenn fengu 20 aukaspyrnur í fyrsta leiknum gegn Fylki og Fylkismenn fengu þá þrjú gul spjöld. Í öðrum leiknum brutu Grindvíkingar aðeins níu sinnum á Skagamönnum en fengu samt þrjú gul spjöld og Framarar fengu eitt gult spjald og eitt rautt fyrir sín 16 brot í þriðja leiknum. KA-menn fengu síðan fimm spjöld, fjögur gul og eitt rautt, í fjórðu umferð en þeir brutu þá 19 sinnum á Skagamönnum, jafn oft og brotið var á þeim. Skagamenngengu þó spjaldalausir frá þeim leik. Á hinum enda listans eru nýliðar Víkinga sem hafa mátt þola 10,8 brot á hvert spjald sem andstæðingar þeirra hafa fengið. Hér kemur vissulega inn í að aukaspyrnurnar sem um ræðir eru ekki flokkaðar niður eftir hversu gróf brotin eru en gult spjald þarf ekki bara að fara á loft fyrir gróft brot, dómurum er einnig ætlað að spjalda menn fyrir síendurtekin brot. Það má því ljóst vera að Skagamenn hafa ekki nokkra ástæðu til að kvarta yfir dómurum í leikjum liðsins í sumar. Öllu tali um meint samsæri gegn leikmönnum ÍA er hægt að vísa aftur til föðurhúsanna því það á einfaldlega ekki við rök að styðjast – tölurnar tala sínu máli. FLEST BROT Á HVERT SPJALD ÍA 78,0 (78 aukaspyrnur/1 spjald) Keflavík 11,4 (57/5) Fylkir 10,8 (86/8) KR 10,4 (73/7) FÆST BROT MÓTHERJA Á HVERT SPJALD ÍA 4,9 (64 aukaspyrnur/13 spjöld) KA 5,8 (81/14) KR 7,6 (61/8) Fylkir 8,0 (80/10)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira