Sport

Mostovoi kennir þjálfaranum um

Alexander Mostovoi, miðjumaður rússneska landsliðsins, vandaði ekki þjálfara liðsins, Georgy Yartsev, kveðjurnar eftir tapleikinn gegn Spáni á laugardaginn og sagði að tapið væri honum að kenna þar sem liðið hefði æft of stíft fyrir mótið. „Við vorum algjörlega búnir þegar leikurinn byrjaði. Ég veit að Spánverjar æfðu ekki jafn mikið og við fyrir mótið og það sást í þessum leik. Ég er hundfúll og tel að möguleikar okkar á að komast upp úr riðlinum séu úr sögunni,“ sagði Mostovoi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×