Sport

Njarðvík verður með næsta vetur

Njarðvíkurkonur ætla að vera með í 1. deild kvenna í körfubolta eftir allt saman en óvissa var um framtíð liðsins eftir að fyrirliðinn, Auður Jónsdóttir, lagði skóna á hilluna í vor. Það stefndi lengi vel í að fleiri leikmenn hættu að spila með og forráðamenn voru að hugsa um að skrá liðið í 2. deildina. Nú er hinsvegar orðið ljóst að Njarðvík verður sjötta liðið í deildinni en liðið er það eina í deildinni sem hefur ekki ráðið þjálfara. Flestallir leikmenn liðsins verða áfram næsta vetur og Njarðvíkurkonur ætla sér stóra hluti. Njarðvík hafnaði í 5. sæti deildarinnar í vetur, vann sjö af 20 leikjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×