Sport

Fjögurra stiga forysta Fylkis

Fylkismenn náðu í kvöld fjögurra stiga forystu á toppi Landsbankadeildarinnar með sigri á Víkingum, 2-1. Sigurinn var þó að mörgu leyti ekki sanngjarn því Víkingar voru mun betri síðari hálfleik og geta talist óheppnir að hafa ekki náð stigi. Sævar Þór Gíslason kom Fylkismönnum fyllilega sanngjarnt yfir á 26. mínútu og hefðu þeir getað skorað mun fleiri mörk í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik snerist dæmið hins vegar við, Víkingar sóttu án afláts og hefðu getað jafnað á 67. mínútu þegar þeir fengu vítaspyrnu. Vilhjálmur Vilhjálmsson lét hins vegar Bjarna Þórð Halldórsson, markvörð Fylkismanna, verja frá sér spyrnuna. Staða Víkinga batnaði ekki á 81. mínútu þegar Jón B. Hermannsson skoraði annað mark Fylkismanna og það dugði ekki fyrir þá að Grétar Sigurðsson næði að minnka muninn á síðustu mínútu leiksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×