Sport

Arsenal á eftir Spánverja

Arsenal er á höttunum eftir spænska markverðinum Manuel Almunia ef eitthvað er að marka það sem forráðamenn Celta Vigo segja en Almunia er í herbúðum spænska liðsins. Samkvæmt þeim er Almunia, sem er 27 ára gamall og lék sem lánsmaður hjá úrvalsdeildarliðinu Albacete á síðasta tímabili, leið til Arsenal til reynslu. Forráðamenn ensku meistaranna hafa ekki viljað tjá sig um Almunia en hann hefur aldrei spilað fyrir Celta Vigo síðan hann gekk í raðir liðsins frá Osasuna fyrir þremur árum. „Ég er stoltur af því að vera orðaður við lið eins og Arsenal. Ég bjóst aldrei við öðru en að spila með Celta Vigo spænsku 2. deildinni á komandi tímabili,“ sagði Almunia við spænska íþróttablaðið Marca.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×