Fleiri fréttir

Því lengra frá bænum, þeim mun betra veður

„Veður­spá helgarinnar er með besta móti um allt land.“ Með þeim orðum hefst dag­legur pistill veður­fræðings Veður­stofunnar. Þetta er þó alls ekki raunin því allur Suð­vestur­fjórðungur landsins, þar á meðal höfuð­borgar­svæðið, virðist missa af allri sól um helgina.

Erfitt að elta veðrið um verslunar­manna­helgina

Ef fólk hyggst elta veðrið um verslunar­manna­helgina gæti það reynst erfitt. Veðrið er best í höfuð­borginni í dag, á Vest­fjörðum á morgun en á Austur- og Norð­austur­landi á sunnu­dag og mánu­dag.

Úrkoman er komin austur

Norðan og norðaustanátt fimm til þrettán metrar á sekúndu ríkir í allan dag og á morgun með rigningu eða þokusúld með köflum, en samfelldari úrkomu norðaustantil. Þurrt og bjart verður suðvestanlands. Hiti verður á bilinu sex til sextán stig, hlýjast á Suðurlandi.

Víða skúrir á landinu í dag

Suðaustlæg eða breytileg átt 3 til 10 metrar á sekúndu og skúrir verða á öllu landinu í dag. Lengst af verður þó þurrt og bjart á Norðausturlandi. Hiti verður á bilinu 9 til 19 gráður og hlýast verður á Austurlandi.

Fólki sem finnst rigningin góð ætti að geta notið dagsins

Suðlæg átt verður á landinu í dag, víða 5-10 m/s og súld eða rigning með köflum. Á norðaustanverðu landinu verður úrkomulítið fram eftir degi en þar má búast við sæmilega öflugum síðdegisskúrum að því er segir hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands í morgun. Hiti verður á bilinu 10 til 22 stig og sem fyrr hlýjast á Austurlandi.

Rigning í kortunum á landinu öllu

Búast má við suðlægum áttum með þokulofti eða rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu í dag en skúraleiðingum síðdegis á morgun. Rigning hefst þá að nýju á sunnudag.

Löngum og vænum hlýindakafla á Norður- og Austurlandi að ljúka

Löngum og vænum hlýindakafla á Norður- og Austurlandi fer senn að ljúka. Spáð er háloftalægð um helgina með svalara lofti og bleytu. Sunnan og vestanlands er útlit fyrir vætu af gagni, 10 til 15 mm á sunnudag. Í kjölfarið fer veður þar mjög kólnandi.

Á­fram blíð­skapar­veður á landinu

Búast má við svipuðu veðri í dag og var í gær og sömuleiðis á morgun. Sólin er þegar farin að skína á Norðurlandi, Austurlandi og hálendinu. 

Sólin lætur sjá sig í Reykjavík

Svo virðist sem veðurguðirnir ætli að verða góðir við höfuðborgarbúa í dag en útlit er fyrir fyrsta sólardaginn í talsverðan tíma. Sólin hefur nær alveg fært sig á vestur- og suðurhorn landsins í dag, annað en verið hefur undanfarin misseri.

Hlýtt og sólríkt veður víða á sunnudag

Suðvestlæg eða breytileg átt í dag og víða gola eða kaldi, 3 til 10 metrar á sekúndu og dálítil væta með köflum. Gengur í suðvestan 8 til 15 metra á sekúndu suðaustantil á landinu og birtir til þar seinnipartinn.

Á­fram hlýjast á Norður- og Austur­landi

Í dag má víða gera ráð fyrir suðlægri átt, 5 til 13 metrum á sekúndu en 10 til 18 um landið norðvestanvert fram eftir degi. Lítilsháttar væta verður sunnan- og vestantil, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti 10 til 21 stig, hlýjast á Norður- og Austurlandi þar sem líklegt er að hiti fari yfir 20 gráður.

Hiti gæti náð 24 stigum í dag

Á­fram verður til­tölu­lega hlýtt á landinu í dag og á morgun áður en það kólnar að­eins um miðja viku. Hiti gæti náð 24 stigum í dag, hvar annars staðar en á Austur­landi þar sem hefur verið mikil sumar­blíða síðustu tvær vikurnar.

Á­fram bongó­blíða fyrir austan

Austur­landið virðist ætla að vera rétti staðurinn til að vera á – alla­vega ef fólk er hrifið af sól og hita. Á­fram verður besta veðrið á landinu þar um helgina og út næstu viku. Einnig verður nokkuð gott veður á Akur­eyri í næstu viku, ef marka má nýjustu spá­kort Veður­stofunnar.

Hlýjast á Austurlandi um helgina

Ætli einhverjir landsmenn að ferðast um helgina munu þeir líklegast halda austur á land þar sem blíðskaparveður hefur verið undanfarna daga og verður áfram. Allvíða verður sól austantil og í kring um 20°C, eða meira, í innsveitum um helgina.

Hiti allt að 24 stigum norð­austan­til

Spáð er suðvestan átta til þrettán metrum á sekúndu norðvestan- og vestanlands, og einnig með suðausturströndinni, en hægari breytileg átt annarsstaðar. Skýjað og úrkomulítið verður á vesturhelmingi landsins en dálítil rigning norðvestantil.

Áfram hlýtt í veðri næstu daga

Engar stórar breytingar verða á veðrinu næstu daga, en þó má búast við smá vætu um landið norðvestanvert. Áfram verður hlýtt í veðri og fer hiti víða yfir tuttugu stig þar sem sólin nær að skína um landið austanvert.

Hlýtt loft ættað suður úr höfum yfir landinu

Fremur hægar suðlægar áttir verða ríkjandi í dag og víða verður þungbúið, en bjartara austast á landinu. Birtir heldur til norðaustan- og austanlands þegar líður á daginn, en áfram skýjað og úrkomulítið um landið vestanvert.

Þoka spillir blíðunni á höfuð­borgar­svæðinu

Mikið þoku­loft hangir nú yfir höfuð­borgar­svæðinu og kemur í veg fyrir að höfuð­borgar­búar geti notið blíð­viðrisins sem ríkir á vestur­hluta landsins. Veður­fræðingur hjá Veður­stofu Ís­lands óttast að þokan eigi eftir að hanga yfir borginni í allan dag.

Sjá næstu 50 fréttir