Fleiri fréttir

Fann föður sinn og nauðgara móður sinnar með DNA prófi
Bandarísk kona notaði DNA-próf og vinsælan erfðafræðigagnagrunn til að finna föður sinn og í senn manninn sem nauðgaði fjölfatlaðri móður hennar. Maðurinn vann á þjónustumiðstöð sem konan var vistuð á.

Rússar halda uppi öflugum hryðjuverkaárásum á borgir í Úkraínu
Forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir ekki hægt að líða stöðugar sprengjuárásir Rússa á Kjarnorkuverðið í Zaporizhhia sem varð án rafmagns í sjötta sinn í nótt. Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar féllu í stórfelldum eldflaugaárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í gærkvöldi og nótt.

Biden vill hækka skatta á ríka og fyrirtæki
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði í dag fram fjárlagatillögu sína fyrir árið 2024 þar sem hann kallar eftir mikilli útgjaldaaukningu, auk þess að kalla eftir hærri sköttum á eignafólk og fyrirtæki. Tillagan verður aldrei samþykkt þar sem Repúblikanar fara með nauman meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.

Grunaður um að hafa myrt móður sína og bróður
Lögregla í Svíþjóð handtók í morgun ungan karlmann sem grunaður er um að hafa banað móður sinni og bróður í einbýlishúsi í Luleå í norðurhluta landsins.

Dæmdir í fangelsi vegna mannskæða troðningsins
Tveir embættismenn knattspyrnuliðs voru dæmdir í fangelsi vegna troðningsins sem myndaðist á leikvangi í Malang í Indónesíu í dag. Á annað hundrað manns lést í troðningnum eftir að lögreglumenn skutu táragasi á aðdáendur sem þustu út á völlinn.

Aldraður leiðtogi repúblikana á sjúkrahúsi
Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, var lagður inn á sjúkrahús eftir að hann hrasaði og datt á hóteli í Washington-borg í gærkvöldi. Talsmaður hans upplýsti ekki frekar um ástand hans eða hversu lengi hann verður fjarverandi.

Fengu mun hærra verðmat eftir að hafa „hvítþvegið“ heimili sitt
Bandarískt par hefur náð sátt við fasteignamatsfyrirtæki sem parið sakaði um að hafa metið heimili sitt undir markaðsvirði vegna þess að bæði eru svört. Fyrirtækið mat húsið á 900 þúsund dollara en það var seinna metið á 1,5 milljón dollara.

Ákæra ekki sex ára dreng sem skaut kennara
Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunums segir ósennilegt að sex ára drengur sem skaut kennara sinn í grunnskóla verði ákærður. Ákvörðun hefur enn ekki verið tekin um hvort fullorðinn einstaklingur verði ákærður vegna málsins.

Fallið frá fyrirhugaðri löggjöf um „erlenda aðila“
Draumaflokkurinn, stærsti þingflokkur Georgíu, hefur ákveðið að draga til baka frumvarp um „erlenda aðila“ eftir hörð mótmæli. Flokkurinn sagðist í yfirlýsingu vilja draga úr átökum í þjóðfélaginu.

Umfangsmiklar loftárásir víðsvegar um Úkraínu
Allt að 40 prósent af íbúum Kænugarðs eru án hita eftir umfangsmiklar loftárásir Rússa á skotmörk víðsvegar í landinu. Árásirnar virðast meðal annars hafa beinst gegn orkuinnviðum og hafa valdið rafmagnsleysi í Kharkív, Odessa og víðar.

Carlson sagðist hata Trump út af lífinu
Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, sem er einn af stærstu stjörnum Fox News í Bandaríkjunum, hefur nokkrum sinnum talað illa um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við vini sína og samstarfsmenn. Í eitt sinn sagðist Carlson hata Trump út af lífinu.

Segja rússneska björninn búinn á því
Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, sagði bandarískum öldungadeildarþingmönnum í dag að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað séu þeir líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð.

Hættu við að skjóta fyrstu þrívíddarprentuðu eldflauginni út í geim
Starfsmenn fyrirtækisins Relativity Space ætluðu sér að reyna að skjóta fyrstu eldflauginni sem er nánast öll þrívíddarprentuð út í geim. Eldflaugin notar einnig metan sem eldsneyti, sem er ekki hefðbundið.

Móðgaði kónginn með gúmmíandadagatali
Taílenskur karlmaður hefur verið dæmur í tveggja ára fangelsi yfir að selja dagatöl með gúmmíöndum sem klæddar voru í konungsgersemar ríkisins. Athæfið telst ærumeiðing gegn konungsfjölskyldu ríkisins.

Repúblikanar og lögregla gagnrýna Carlson og Fox News
Öldungadeildarþingmenn úr röðum Repúblikanaflokksins og lögregluyfirvöld í Washington D.C. hafa gagnrýnt Fox News harðlega fyrir að birta myndskeið frá árásinni á þinghúsið, þar sem atburðir eru teknir úr öllu samhengi.

Hyggja á lagasetningu sem ESB segir ósamræmanlega gildum sambandsins
Þúsundir mótmælenda söfnuðust saman í Tbilisi, höfuðborg Georgíu, í dag til að mótmæla fyrirhuguðum lögum sem gagnrýnendur segja ógna málfrelsi í landinu. Óeirðarlögregla var kölluð til og beitti vatnsbyssum og piparúða gegn mótmælendum.

Síðasta orrusta Wagner?
Serhiy Cherevaty, yfirmaður hersveita Úkraínu í austurhluta landsins, segir orrustuna um Bakhmut þá síðustu sem sveitir Wagner málaliðahópsins munu há. Hann segir þúsundir liðsmanna Wagner hafa fallið í átökunum.

Freista þess að takmarka réttinn til þungunarrofs við sex vikur
Þingmenn Repúblikanaflokksins í báðum deildum ríkisþings Flórída hafa lagt fram frumvörp sem miða að því að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs við sex vikur í stað fimmtán.

Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga
Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú myndband sem birt var á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir rússneska hermenn skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að hermennirnir muni finnast.

Báru kennsl á Granby-stelpuna 45 árum eftir að hún var myrt
Lögreglunni í Massachusetts hefur tekist að bera kennsl á lík konu sem í 45 ár hefur einungis verið þekkt sem „Granby-stelpan“. Notast var við DNA-sýni úr syni hennar sem var fimm ára gamall þegar hún hvarf.

Mótmælendur ruddust inn í þinghús Georgíu
Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Tiblisi, höfuðborg Georgíu, í kvöld. Mótmælendur hafa grýtt lögregluþjóna, kastað bensínsprengjum að þeim og reynt að ryðja sér leið inn í þinghúsið. Öryggissveitir hafa meðal annar beitt stórum vatnsbyssum og táragasi gegn mótmælendum.

Gruna hóp tengdan Úkraínu um Nord Stream árásina
Yfirvöld í Bandaríkjunum og Þýskalandi telja hóp manna sem tengjast Úkraínu bera ábyrgð á skemmdarverkum sem unnin voru á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasaltshafi. Leiðslurnar sem lágu frá Rússlandi til Þýskalandi eyðilögðust í sprengingu í fyrra.

Enn efnt til mótmæla vegna hækkunar eftirlaunaaldursins
Yfirvöld í Frakklandi undirbúa sig nú undir fjöldamótmæli og umfangsmiklar samgönguraskanir en starfsmenn í lestar- og flugsamgöngum hefja verkföll í dag. Boðað var til aðgerðanna vegna fyrirætlana stjórnvalda um að hækka eftirlaunaldurinn úr 62 í 64 ár.

Stjórnarandstaðan sameinast um mótframbjóðanda gegn Erdogan
Sex stjórnarandstöðuflokkar í Tyrklandi, sem jafnan hafa verið sundraðir í sínum störfum, hafa náð saman um forsetaframbjóðanda sem þeir vonast til að muni ná að koma Recep Tayyip Erdogan af forsetastóli í kosningunum sem fram fara í landinu í maí.

Tveir létust í troðningi á tónleikum í New York
Tveir tróðust undir og létust eftir að mikil ringulreið skapaðist á rapptónleikum í Rochester í New York-ríki á sunnudagskvöld. Einn er alvarlega slasaður.

Gagnrýndi Vesturveldin en sagði samskiptin við Rússa til fyrirmyndar
Nýskipaður utanríkisráðherra Kína, Qin Gang, var harðorður í garð Bandaríkjamanna á sínum fyrsta blaðamannafundi í nótt en fór hinsvegar fögrum orðum um samband Kína og Rússlands.

Tveir táningar látnir eftir stunguárás í Danmörku
Tveir táningar eru látnir og sá þriðji særðist í stunguárás sem varð í Taastrup, vestur af dönsku höfuðborginni Kaupmannahöfn, í gærkvöldi.

Veitingarekstur í Japan í uppnámi vegna „sushi-terrorista“
Veitingakeðjur í Japan sem hafa boðið upp á sushi á færibandi íhuga nú að skipta yfir í hefðbundna þjónustu þar sem maturinn er borinn á borð af þjónum. Ástæðan er faraldur óprúttinna aðila sem leikur sér að því að eiga við matinn.

Reyndi að opna neyðarútgang og stakk flugþjón
Bandarískur karlmaður hefur verið kærður fyrir að hafa reynt að opna neyðarútgang farþegaþotu United á leið frá Los Angeles til Boston og að hafa stungið flugþjón í þrígang í hálsinn með brotinni skeið í gær.

Bakhjarlar Úkraínu leggja til undanhald frá Bakhmut
Úkraínumenn segjast ætla að halda Bakhmut í Dónetskhéraði, þrátt fyrir erfitt ástand þar og að Rússum hafi vaxið ásmegin. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði með herforingjaráði Úkraínu þar sem talað var um að senda meiri liðsauka á svæðið.

Lenti undir tré og lést
Ganga skátadrengja í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum tók hræðilegan endi í gærmorgun. Móðir eins skátans lést í göngunni eftir að hafa orðið undir tréi sem féll.

Tsikhanouskaja dæmd í fimmtán ára fangelsi
Dómstóll í Hvíta-Rússlandi hefur dæmt Svetlönu Tsikhanouskaju, einn leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, í fimmtán ára fangelsi fyrir landráð. Hún var sakfelld fyrir að hafa ætlað sér að ræna völdum í landinu.

Prigozhin segir menn sína óttast að verða gerðir að blórabögglum
Stofnandi Wagner málaliðahópsins segir bardagamenn hópsins í Úkraínu ekki hafa fengið umsamin skotfæri frá Rússlandi og segir annað hvort um að ræða afleiðngar skrifræðis eða hrein og klár svik.

Gripnir glóðvolgir við að stela úr tösku á Tenerife
Tveir hlaðmenn á Reina Sofía flugvellinum á Tenerife hafa verið handteknir fyrir að stela úr tösku eins farþega. Íslendingar eru þó á því að fleiri hafi orðið fyrir barði þjófa á flugvellinum.

Grunur um að kveikt hafi verið í stærstu flóttamannabúðum heims
Yfirvöld í Bangladess rannsaka nú eldsupptök í flóttamannabúðum Rohingja en eldurinn breyddist stjórnlaust um byggðina og nú eru um 12 þúsund flóttamenn án húsaskjóls.

Kínverjar setja aukið púður í herinn
Kínverjar ætla að auka útgjöld sín til hermála á þessu ári um sjö prósent.

Segja Rússa dusta rykið af 60 ára gömlum skriðdrekum
Breska varnarmálaráðuneytið segir hermálayfirvöld í Rússlandi hafa dregið fram um það bil 800 T-62 skriðdreka úr geymslum sínum, sem eiga að koma í stað þeirra sem tapast hafa í Úkraínu.

Flokkur Kaju Kallas vann kosningasigur í Eistlandi
Umbótaflokkur Kaju Kallas, forsætisráðherra Eistlands, vann sigur í eistnesku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn hlaut rúmlega 31 prósent atkvæða og verður stæsti flokkurinn á þingi.

Johnson vill riddaratign fyrir pabba
Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur skilað inn heiðurslista sínum þar sem hann óskar þess meðal annars að faðir hans, Stanley Johnson, fái riddaratign.

Biðst fyrirgefningar vegna lestarslyssins
Forsætisráðherra Grikklands hefur beðist fyrirgefningar vegna versta lestarslyss í sögu landsins. Minnst 57 létu lífið þegar tvær lestir, sem ekið var í gagnstæða átt á sama spori, skullu saman.

Rússnesk stjórnvöld nema úkraínsk börn á brott og flytja þau til Rússlands
Rússnesk stjórnvöld hafa numið hundruð úkraínskra barna á brott frá heimilum sínum á hernumdum svæðum í Úkraínu. Þeim er veittur rússneskur ríkisborgararéttur og rússneskar fjölskyldur ættleiða börnin, sem er ranglega sagt að foreldrar þeirra séu látnir.

Andrew Tate blæs á krabbameinsorðróm
Samfélagsmiðlastjarnan Andrew Tate segist ekki vera með krabbamein líkt og sögur sem ganga um á samfélagsmiðlum hafa kveðið um. Hann segist í raun vera með heilsu á við íþróttamann á Ólympíuleikunum.

Sögulegu samkomulagi náð
Eftir að hafa verið í viðræðum í tæplega tuttugu ár hafa aðildarríki Sameinuðu þjóðanna loksins komist að samkomulagi um að vernda vistkerfi í úthöfum jarðarinnar. Samningar náðust í New York í nótt.

Farþegi einkaþotu lést í ókyrrð
Einkaþota á flugi yfir Nýja Englandi í Bandaríkjunum með fimm innaborðs lenti í mikilli ókyrrð í gærkvöldi með þeim afleiðingum að einn farþeganna lét lífið.

Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum
Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra.