Fleiri fréttir Bein útsending: Hver fær friðarverðlaun Nóbels? Norska Nóbelsnefndin tilkynnir í dag hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið í ár. 8.10.2021 08:30 Stjórnskipunardómstóll Póllands segir Evrópulög ekki samrýmast stjórnarskránni Stjórnskipunardómstóll Póllands hefur komist að þeirri niðurstöðu að sum Evrópulög samrýmist ekki stjórnarskrá landsins. Dómstóllinn segir enn fremur að stofnanir Evrópu seilist lengra en valdheimildir þeirra heimila. 8.10.2021 07:55 Tólf bandarískir sjóliðar slasaðir eftir árekstur við óþekktan hlut Að minnsta kosti tólf bandarískir sjóliðar eru slasaðir eftir að kjarnorkukafbáturinn USS Connecticut rakst á óútskýrðan hlut í grennd við Suður Kínahaf á laugardaginn var. 8.10.2021 06:56 Vildi beita ráðuneytinu til að halda völdum eftir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vildi skipta um starfandi dómsmálaráðherra á síðustu vikum forsetatíðar sinnar og skipa vinveittan mann til að beita ráðuneytinu til snúa niðurstöðum forsetakosninganna sem hann tapaði. Æðstu starfsmenn ráðuneytisins hótuðu því að hætta í massavís og það gerði æðsti lögmaður Hvíta hússins einnig. 7.10.2021 22:30 Bjargaði samstarfskonu sinni með skjótum viðbrögðum Lögregluþjónn í Virginíu í Bandaríkjunum er sagður hafa bjargað lífi samstarfskonu sinnar með mjög skjótum viðbrögðum sínum í vikunni. 7.10.2021 16:47 Fundu fjölda nasistamuna og vopna í eigu barnaníðings í Brasilíu Lögreglan í Rio De Janeiro í Brasilíu fann í vikunni fjölmarga muni frá tíma Nasista í Þýskalandi, vopn og skotfæri á heimili 58 ára manns sem grunaður er um barnaníð. Lögreglan gerði atlögu að heimili mannsins eftir að nágrannar hans sökuðu hann um að nauðga tólf ára syni þeirra. 7.10.2021 16:36 Fresta efnahagslegum hörmungum til desember Demókratar og Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um tímabundna hækkun skuldaþaks ríkissjóðs Bandaríkjanna. Mögulegu sögulegu gjaldþroti Bandaríkjanna hefur því verið frestað þar til í desember. 7.10.2021 15:24 Telja líkamshlutana tilheyra grænlenskum manni Lögreglan á Grænlandi telur sig nærri því að bera kennsl á líkamshluta sem fundust á brennslustöð í bænum Ilulissat. Grunur leiki á að um grænlenskan karlmann sé að ræða en tveir líkamshlutar hafa fundist. 7.10.2021 13:22 Kortanúmerum og lykilorðum ekki stolið frá Twitch Forsvarsmenn Twitch, vinsællar streymisveitu, segja að fullum kreditkortanúmerum notenda hafi ekki verið stolið. Þá hafi ekkert sést sem bendi til þess að lykilorðum hafi einnig verið stolið í umfangsmiklum gagnaleka. 7.10.2021 12:01 Transkona skráð aftur í herinn eftir sjálfsvíg hennar Dómstóll í Suður-Kóreu hefur komist að þeirri niðurstöðu að skrá eigi unga transkonu sem svipti sig lífi eftir að hafa verið rekin úr hernum, aftur í herinn. Sú ákvörðun að reka liðþjálfann Byun Hui-su úr hernum árið 2019 hefur því verið felld niður. 7.10.2021 11:11 Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7.10.2021 10:59 Bein útsending: Hver fær bókmenntaverðlaun Nóbels? Sænska akademían tilkynnir í dag hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels. Tilkynnt verður um verðlaunahafa á fréttamannafundi sem hefst klukkan 11 að íslenskum tíma. 7.10.2021 10:31 Taívanar leitast eftir stuðningi Ráðamenn í Taívan leitast nú eftir stuðningi frá öðrum lýðræðisríkjum á heimsvísu en Kínverjar hafa beitt eyríkið miklum þrýstingi undanfarin misseri, bæði pólitískum og hernaðarlegum. 7.10.2021 10:25 Flugvellinum á La Palma lokað vegna öskufalls Flugmálayfirvöld á Spáni hafa ákveðið að loka flugvellinum á La Palma vegna öskufalls. Eldgosið á eynni hefur nú staðið í tvær og hálfa viku. 7.10.2021 10:11 Danir og Þjóðverjar sækja ellefu konur með tengsl við Ríki íslams og 37 börn Yfirvöld í Þýskalandi og Danmörku hafa með aðstoð Bandaríkjahers sótt ellefu konur, sem áður höfðu gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams, og 37 börn, frá norðurhluta Sýrlands. Konurnar og börnin komu til Þýskalands og Danmerkur í gærkvöldi og í nótt. 7.10.2021 08:39 Alríkisdómari frestar gildistöku laga gegn þungunarrofi Alríkisdómarinn Robert L. Pitman hefur staðfest beiðni bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að fresta gildistöku afar umdeildrar löggjafar í Texas, sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu. 7.10.2021 08:01 Að minnsta kosti 20 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í Pakistan Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti, 5,9 stig að stærð, reið yfir í Balokistan í Pakistan í morgun. Yfirvöld óttast að tala látinna muni hækka og að fjölmargar byggingar hafi hrunið til grunna þar sem fólk sé nú fast undir. 7.10.2021 06:55 Leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar handtekinn grunaður um kynferðisbrot Lögreglan í Sussex í Bretlandi handtók leikmann Brighton í ensku úrvalsdeildinni vegna gruns um kynferðisbrot í dag. 7.10.2021 00:00 Eygja samkomulag til að forðast efnahagslegar hörmungar Demókratar og repúblikanar á Bandaríkjaþingi færðust nær samkomulagi um tímabundna hækkun skuldaþaks ríkissjóðs. Bandaríkin gætu lent í sögulegu greiðsluþroti síðar í þessum mánuði sem er talið myndu hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér verði þakið ekki hækkað. 6.10.2021 23:55 Lét brjótast inn í síma Hayu prinsessu og lögmanna hennar Leiðtogi furstadæmisins Dúbaí lét fylgjast með símum Hayu prinsessu og lögmanna hennar á meðan á forræðisdeilum þeirra stóð fyrir breskum dómstólum. Hann er talinn hafa hindrað framgang réttvísinnar með afskiptunum. 6.10.2021 23:24 Nemandi handtekinn eftir skotárás í skóla í Texas Átján ára nemandi var handtekinn eftir skotárás í skóla í Arlington í Texas í dag. Minnst fjórir eru særðir eftir árásina. Einn er í lífshættu en aðrir virðast hafa sloppið með minniháttar meiðsl. 6.10.2021 23:01 Tölvuþrjótur ræðst á streymisveituna Twitch Tölvuþrjótur lak 125 gígabætum af upplýsingum um streymisveituna Twitch í morgun. Í lekanum má meðal annars finna upplýsingar um tekjur þeirra sem dreifa efni á síðunni. 6.10.2021 22:32 Rannsaka mútur og trúnaðarbrest kanslara Austurríkis Saksóknarar í Austurríki rannsaka nú Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, vegna gruns um mútuþægni og trúnaðarbrest. Þeir gerðu húsleit á skrifstofu flokks kanslarans og náinna ráðgjafa hans í dag. 6.10.2021 21:37 Bóluefni gegn malaríu í almenna notkun: Gæti bjargað tugum þúsunda barna á ári hverju Hægt verður að bjarga lífum tuga þúsunda afrískra barna ár hvert eftir að notkun bóluefnis gegn malaríu var samþykkt af hálfu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í dag. 6.10.2021 17:05 Skotárás í skóla í Texas Minnst fjórir eru slasaðir eftir skotárás í skóla í Arlington í Texas. Þrír voru fluttir á sjúkrahús, tveir nemendur og einn kennari, en af þeim eru tveir sagðir hafa orðið fyrir skotum. 6.10.2021 15:48 Vilja draga Lúkasjenka fyrir Alþjóðadómstólinn Evrópuþingið mun mögulega samþykkja á morgun þingsályktunartillögu um að ákæra ætti Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, fyrir pyntingar og bælingu. 6.10.2021 12:08 Eftirlitsvélmenni á götum Singapúr: „Þetta minnir á Robocop“ Nýjasta útspil yfirvalda í Singapúr til að tryggja löghlýðni og prúðmennsku á götum borgarinnar eru sjálfstýrð vélmenni sem aka um og áminna fólk sem sýnir af sér „óæskilega“ hegðun. 6.10.2021 12:02 Skjóta geimfari á loftstein til að æfa jarðvarnir Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft í næsta mánuði og mun brotlenda á smástirni í 11 milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. 6.10.2021 10:39 Segja ankeri mögulega hafa gert gat á olíuleiðsluna Rannsakendur telja mögulegt að ankeri skips hafi dregist eftir hafsbotninum og krækst í olíuleiðslu undan ströndum Kaliforníu. Ankerið hafi rifið gat á leiðsluna og þess vegna hafi mikið magn olíu lekið út í sjóinn. 6.10.2021 10:33 Grunaður sprengjumaður í Gautaborg fannst látinn Maður sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á sprengingu í fjölbýlishúsi í Gautaborg í Svíþjóð á þriðjudaginn í síðustu viku hefur fundist látinn. 6.10.2021 10:32 Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun ósamhverfra lífrænna efnahvata Þjóðverjinn Benjamin List og Bandaríkjamaðurinn David W.C. MacMillan fengu í morgun Nóbelsverðlaunin í efnafræði fyrir þróun á ósamhverfum lífrænum efnahvötum (e. assymetric organocatalysis). 6.10.2021 10:00 Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í efnafræði? Sænska vísindaakademían mun í dag tilkynna um hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. 6.10.2021 09:16 Græningjar vilja mynda stjórn með SPD og FDP Græningjar í Þýskalandi vilja taka upp könnunarviðræður við Jafnaðarmannaflokkinn (SDP) og Frjálsynda demókrata (FDP) um myndun nýrrar stjórnar. 6.10.2021 08:57 Samskipti Kína og Tævan ekki jafn slæm í 40 ár Varnarmálaráðherra Taívan segir að samskipti eyríkisins við Kína hafi ekki verið jafnslæm og þau eru nú í 40 ár. Ráðherrann, Chiu Kuo-cheng, segir að Kínverjar verði í stakk búnir til að ráðast á eyjuna og taka hafa yfir árið 2025. 6.10.2021 07:50 YouTube fjarlægir rásir R Kelly YouTube hefur fjarlægt opinberar rásir tónlistarmannsins R Kelly af síðunni. Rásirnar RKellyTV er RKellyVevo hafa báðar verið fjarlægðar og þá hefur R Kelly verið meinað að stofna nýjar rásir eða eiga rásir á síðunni. 6.10.2021 07:46 Gríðarháar niðurgreiðslur til jarðefnaeldsneytisiðnaðarins Jarðefnaeldsneytisiðnaður heimsins fær um ellefu milljónir Bandaríkjadala í niðurgreiðslur frá ríkjum heimsins á hverri einustu mínútu allan ársins hring. 6.10.2021 07:41 Göbbels reyndist enn heiðursborgari Starfsfólk ráðhússins í Potsdam í Þýskalandi ráku upp stór augu á dögunum þegar verið var að fara yfir lista yfir heiðursborgara. Þar ráku þau augu í nafn Joseph Göbbels, eins af nánustu samstarfsmönnum Adolfs Hitler. 6.10.2021 06:30 Bandaríkin eiga hátt í fjögur þúsund kjarnavopn Hátt í fjögur þúsund kjarnavopn eru í vopnabúri Bandaríkjanna. Þeim hefur fækkað lítillega síðustu ár en þetta er í fyrsta skipti sem Bandaríkjastjórn hefur birt opinberar tölur um fjöldann frá því árið 2018. 5.10.2021 23:24 FBI-fulltrúar sem aðhöfðust ekkert vegna Nassar gætu verið ákærðir Bandaríska dómsmálaráðuneytið fer nú yfir ákvörðun sína um að ákæra ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem létu hjá liggja að rannsaka ásakanir á hendur Larry Nassar, lækni bandaríska fimleikalandsliðsins. FBI hefur sætt harðri gagnrýni fyrir meðferð sína á málinu. 5.10.2021 22:45 Sonur fyrrverandi einræðisherrans býður sig fram til forseta Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, tilkynnti í dag að hann ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Marcos yngri hefur verið bandamaður Rodrigos Duterte, fráfarandi forseta. 5.10.2021 21:10 Facebook-uppljóstrarinn: „Mark verður að axla sína ábyrgð“ Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook virtu að vettugi ábendingar um að forritin þeirra væru skaðleg börnum og ælu á samfélagslegri sundrung. Þetta kom fram í vitnisburði Frances Haugen, fyrrverandi starfsmanns fyrirtækisins frammi fyrir nefnd bandarísku öldungadeildarinnar um neytendamál í dag. 5.10.2021 19:39 Fundu 2.700 ára gamalt klósett í Jerúsalem Ísraelskir fornleifafræðingar fundu nýverið rúmlega 2.700 ára gamalt einkaklósett í Jerúsalem. Slíkt var mjög sjaldgæft á þessum tíma og aðeins hinir ríkustu gátu verið með klósett heima hjá sér. 5.10.2021 16:34 Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Fyrrverandi lögregluþjónn sem flúði frá Kína segir úígúra hafa verið beitta kerfisbundnum pyntingum og ofsóknum í Xinjiang-héraði í Kína. Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið teknir af heimilum sínum og færði í fangageymslur þar sem þau voru þvinguð með ofbeldi til að játa á sig glæp. 5.10.2021 15:51 Ríkisstjórn Rúmeníu fallin Meirihluti á rúmenska þinginu samþykkti í morgun tillögu um vantraust á hendur Florin Citu forsætisráðherra og minnihlutastjórn hans. 5.10.2021 14:24 Fleiri líkamshlutar finnast á Grænlandi Lögreglan á Grænlandi fann á laugardaginn líkamshluta við brennslustöð í bænum Ilulissat. Síðan þá hafa fleiri líkamshlutar fundist þar. 5.10.2021 13:48 Sjá næstu 50 fréttir
Bein útsending: Hver fær friðarverðlaun Nóbels? Norska Nóbelsnefndin tilkynnir í dag hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið í ár. 8.10.2021 08:30
Stjórnskipunardómstóll Póllands segir Evrópulög ekki samrýmast stjórnarskránni Stjórnskipunardómstóll Póllands hefur komist að þeirri niðurstöðu að sum Evrópulög samrýmist ekki stjórnarskrá landsins. Dómstóllinn segir enn fremur að stofnanir Evrópu seilist lengra en valdheimildir þeirra heimila. 8.10.2021 07:55
Tólf bandarískir sjóliðar slasaðir eftir árekstur við óþekktan hlut Að minnsta kosti tólf bandarískir sjóliðar eru slasaðir eftir að kjarnorkukafbáturinn USS Connecticut rakst á óútskýrðan hlut í grennd við Suður Kínahaf á laugardaginn var. 8.10.2021 06:56
Vildi beita ráðuneytinu til að halda völdum eftir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vildi skipta um starfandi dómsmálaráðherra á síðustu vikum forsetatíðar sinnar og skipa vinveittan mann til að beita ráðuneytinu til snúa niðurstöðum forsetakosninganna sem hann tapaði. Æðstu starfsmenn ráðuneytisins hótuðu því að hætta í massavís og það gerði æðsti lögmaður Hvíta hússins einnig. 7.10.2021 22:30
Bjargaði samstarfskonu sinni með skjótum viðbrögðum Lögregluþjónn í Virginíu í Bandaríkjunum er sagður hafa bjargað lífi samstarfskonu sinnar með mjög skjótum viðbrögðum sínum í vikunni. 7.10.2021 16:47
Fundu fjölda nasistamuna og vopna í eigu barnaníðings í Brasilíu Lögreglan í Rio De Janeiro í Brasilíu fann í vikunni fjölmarga muni frá tíma Nasista í Þýskalandi, vopn og skotfæri á heimili 58 ára manns sem grunaður er um barnaníð. Lögreglan gerði atlögu að heimili mannsins eftir að nágrannar hans sökuðu hann um að nauðga tólf ára syni þeirra. 7.10.2021 16:36
Fresta efnahagslegum hörmungum til desember Demókratar og Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um tímabundna hækkun skuldaþaks ríkissjóðs Bandaríkjanna. Mögulegu sögulegu gjaldþroti Bandaríkjanna hefur því verið frestað þar til í desember. 7.10.2021 15:24
Telja líkamshlutana tilheyra grænlenskum manni Lögreglan á Grænlandi telur sig nærri því að bera kennsl á líkamshluta sem fundust á brennslustöð í bænum Ilulissat. Grunur leiki á að um grænlenskan karlmann sé að ræða en tveir líkamshlutar hafa fundist. 7.10.2021 13:22
Kortanúmerum og lykilorðum ekki stolið frá Twitch Forsvarsmenn Twitch, vinsællar streymisveitu, segja að fullum kreditkortanúmerum notenda hafi ekki verið stolið. Þá hafi ekkert sést sem bendi til þess að lykilorðum hafi einnig verið stolið í umfangsmiklum gagnaleka. 7.10.2021 12:01
Transkona skráð aftur í herinn eftir sjálfsvíg hennar Dómstóll í Suður-Kóreu hefur komist að þeirri niðurstöðu að skrá eigi unga transkonu sem svipti sig lífi eftir að hafa verið rekin úr hernum, aftur í herinn. Sú ákvörðun að reka liðþjálfann Byun Hui-su úr hernum árið 2019 hefur því verið felld niður. 7.10.2021 11:11
Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7.10.2021 10:59
Bein útsending: Hver fær bókmenntaverðlaun Nóbels? Sænska akademían tilkynnir í dag hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels. Tilkynnt verður um verðlaunahafa á fréttamannafundi sem hefst klukkan 11 að íslenskum tíma. 7.10.2021 10:31
Taívanar leitast eftir stuðningi Ráðamenn í Taívan leitast nú eftir stuðningi frá öðrum lýðræðisríkjum á heimsvísu en Kínverjar hafa beitt eyríkið miklum þrýstingi undanfarin misseri, bæði pólitískum og hernaðarlegum. 7.10.2021 10:25
Flugvellinum á La Palma lokað vegna öskufalls Flugmálayfirvöld á Spáni hafa ákveðið að loka flugvellinum á La Palma vegna öskufalls. Eldgosið á eynni hefur nú staðið í tvær og hálfa viku. 7.10.2021 10:11
Danir og Þjóðverjar sækja ellefu konur með tengsl við Ríki íslams og 37 börn Yfirvöld í Þýskalandi og Danmörku hafa með aðstoð Bandaríkjahers sótt ellefu konur, sem áður höfðu gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams, og 37 börn, frá norðurhluta Sýrlands. Konurnar og börnin komu til Þýskalands og Danmerkur í gærkvöldi og í nótt. 7.10.2021 08:39
Alríkisdómari frestar gildistöku laga gegn þungunarrofi Alríkisdómarinn Robert L. Pitman hefur staðfest beiðni bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að fresta gildistöku afar umdeildrar löggjafar í Texas, sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu. 7.10.2021 08:01
Að minnsta kosti 20 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í Pakistan Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti, 5,9 stig að stærð, reið yfir í Balokistan í Pakistan í morgun. Yfirvöld óttast að tala látinna muni hækka og að fjölmargar byggingar hafi hrunið til grunna þar sem fólk sé nú fast undir. 7.10.2021 06:55
Leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar handtekinn grunaður um kynferðisbrot Lögreglan í Sussex í Bretlandi handtók leikmann Brighton í ensku úrvalsdeildinni vegna gruns um kynferðisbrot í dag. 7.10.2021 00:00
Eygja samkomulag til að forðast efnahagslegar hörmungar Demókratar og repúblikanar á Bandaríkjaþingi færðust nær samkomulagi um tímabundna hækkun skuldaþaks ríkissjóðs. Bandaríkin gætu lent í sögulegu greiðsluþroti síðar í þessum mánuði sem er talið myndu hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér verði þakið ekki hækkað. 6.10.2021 23:55
Lét brjótast inn í síma Hayu prinsessu og lögmanna hennar Leiðtogi furstadæmisins Dúbaí lét fylgjast með símum Hayu prinsessu og lögmanna hennar á meðan á forræðisdeilum þeirra stóð fyrir breskum dómstólum. Hann er talinn hafa hindrað framgang réttvísinnar með afskiptunum. 6.10.2021 23:24
Nemandi handtekinn eftir skotárás í skóla í Texas Átján ára nemandi var handtekinn eftir skotárás í skóla í Arlington í Texas í dag. Minnst fjórir eru særðir eftir árásina. Einn er í lífshættu en aðrir virðast hafa sloppið með minniháttar meiðsl. 6.10.2021 23:01
Tölvuþrjótur ræðst á streymisveituna Twitch Tölvuþrjótur lak 125 gígabætum af upplýsingum um streymisveituna Twitch í morgun. Í lekanum má meðal annars finna upplýsingar um tekjur þeirra sem dreifa efni á síðunni. 6.10.2021 22:32
Rannsaka mútur og trúnaðarbrest kanslara Austurríkis Saksóknarar í Austurríki rannsaka nú Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, vegna gruns um mútuþægni og trúnaðarbrest. Þeir gerðu húsleit á skrifstofu flokks kanslarans og náinna ráðgjafa hans í dag. 6.10.2021 21:37
Bóluefni gegn malaríu í almenna notkun: Gæti bjargað tugum þúsunda barna á ári hverju Hægt verður að bjarga lífum tuga þúsunda afrískra barna ár hvert eftir að notkun bóluefnis gegn malaríu var samþykkt af hálfu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í dag. 6.10.2021 17:05
Skotárás í skóla í Texas Minnst fjórir eru slasaðir eftir skotárás í skóla í Arlington í Texas. Þrír voru fluttir á sjúkrahús, tveir nemendur og einn kennari, en af þeim eru tveir sagðir hafa orðið fyrir skotum. 6.10.2021 15:48
Vilja draga Lúkasjenka fyrir Alþjóðadómstólinn Evrópuþingið mun mögulega samþykkja á morgun þingsályktunartillögu um að ákæra ætti Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, fyrir pyntingar og bælingu. 6.10.2021 12:08
Eftirlitsvélmenni á götum Singapúr: „Þetta minnir á Robocop“ Nýjasta útspil yfirvalda í Singapúr til að tryggja löghlýðni og prúðmennsku á götum borgarinnar eru sjálfstýrð vélmenni sem aka um og áminna fólk sem sýnir af sér „óæskilega“ hegðun. 6.10.2021 12:02
Skjóta geimfari á loftstein til að æfa jarðvarnir Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft í næsta mánuði og mun brotlenda á smástirni í 11 milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. 6.10.2021 10:39
Segja ankeri mögulega hafa gert gat á olíuleiðsluna Rannsakendur telja mögulegt að ankeri skips hafi dregist eftir hafsbotninum og krækst í olíuleiðslu undan ströndum Kaliforníu. Ankerið hafi rifið gat á leiðsluna og þess vegna hafi mikið magn olíu lekið út í sjóinn. 6.10.2021 10:33
Grunaður sprengjumaður í Gautaborg fannst látinn Maður sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á sprengingu í fjölbýlishúsi í Gautaborg í Svíþjóð á þriðjudaginn í síðustu viku hefur fundist látinn. 6.10.2021 10:32
Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun ósamhverfra lífrænna efnahvata Þjóðverjinn Benjamin List og Bandaríkjamaðurinn David W.C. MacMillan fengu í morgun Nóbelsverðlaunin í efnafræði fyrir þróun á ósamhverfum lífrænum efnahvötum (e. assymetric organocatalysis). 6.10.2021 10:00
Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í efnafræði? Sænska vísindaakademían mun í dag tilkynna um hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. 6.10.2021 09:16
Græningjar vilja mynda stjórn með SPD og FDP Græningjar í Þýskalandi vilja taka upp könnunarviðræður við Jafnaðarmannaflokkinn (SDP) og Frjálsynda demókrata (FDP) um myndun nýrrar stjórnar. 6.10.2021 08:57
Samskipti Kína og Tævan ekki jafn slæm í 40 ár Varnarmálaráðherra Taívan segir að samskipti eyríkisins við Kína hafi ekki verið jafnslæm og þau eru nú í 40 ár. Ráðherrann, Chiu Kuo-cheng, segir að Kínverjar verði í stakk búnir til að ráðast á eyjuna og taka hafa yfir árið 2025. 6.10.2021 07:50
YouTube fjarlægir rásir R Kelly YouTube hefur fjarlægt opinberar rásir tónlistarmannsins R Kelly af síðunni. Rásirnar RKellyTV er RKellyVevo hafa báðar verið fjarlægðar og þá hefur R Kelly verið meinað að stofna nýjar rásir eða eiga rásir á síðunni. 6.10.2021 07:46
Gríðarháar niðurgreiðslur til jarðefnaeldsneytisiðnaðarins Jarðefnaeldsneytisiðnaður heimsins fær um ellefu milljónir Bandaríkjadala í niðurgreiðslur frá ríkjum heimsins á hverri einustu mínútu allan ársins hring. 6.10.2021 07:41
Göbbels reyndist enn heiðursborgari Starfsfólk ráðhússins í Potsdam í Þýskalandi ráku upp stór augu á dögunum þegar verið var að fara yfir lista yfir heiðursborgara. Þar ráku þau augu í nafn Joseph Göbbels, eins af nánustu samstarfsmönnum Adolfs Hitler. 6.10.2021 06:30
Bandaríkin eiga hátt í fjögur þúsund kjarnavopn Hátt í fjögur þúsund kjarnavopn eru í vopnabúri Bandaríkjanna. Þeim hefur fækkað lítillega síðustu ár en þetta er í fyrsta skipti sem Bandaríkjastjórn hefur birt opinberar tölur um fjöldann frá því árið 2018. 5.10.2021 23:24
FBI-fulltrúar sem aðhöfðust ekkert vegna Nassar gætu verið ákærðir Bandaríska dómsmálaráðuneytið fer nú yfir ákvörðun sína um að ákæra ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem létu hjá liggja að rannsaka ásakanir á hendur Larry Nassar, lækni bandaríska fimleikalandsliðsins. FBI hefur sætt harðri gagnrýni fyrir meðferð sína á málinu. 5.10.2021 22:45
Sonur fyrrverandi einræðisherrans býður sig fram til forseta Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, tilkynnti í dag að hann ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Marcos yngri hefur verið bandamaður Rodrigos Duterte, fráfarandi forseta. 5.10.2021 21:10
Facebook-uppljóstrarinn: „Mark verður að axla sína ábyrgð“ Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook virtu að vettugi ábendingar um að forritin þeirra væru skaðleg börnum og ælu á samfélagslegri sundrung. Þetta kom fram í vitnisburði Frances Haugen, fyrrverandi starfsmanns fyrirtækisins frammi fyrir nefnd bandarísku öldungadeildarinnar um neytendamál í dag. 5.10.2021 19:39
Fundu 2.700 ára gamalt klósett í Jerúsalem Ísraelskir fornleifafræðingar fundu nýverið rúmlega 2.700 ára gamalt einkaklósett í Jerúsalem. Slíkt var mjög sjaldgæft á þessum tíma og aðeins hinir ríkustu gátu verið með klósett heima hjá sér. 5.10.2021 16:34
Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Fyrrverandi lögregluþjónn sem flúði frá Kína segir úígúra hafa verið beitta kerfisbundnum pyntingum og ofsóknum í Xinjiang-héraði í Kína. Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið teknir af heimilum sínum og færði í fangageymslur þar sem þau voru þvinguð með ofbeldi til að játa á sig glæp. 5.10.2021 15:51
Ríkisstjórn Rúmeníu fallin Meirihluti á rúmenska þinginu samþykkti í morgun tillögu um vantraust á hendur Florin Citu forsætisráðherra og minnihlutastjórn hans. 5.10.2021 14:24
Fleiri líkamshlutar finnast á Grænlandi Lögreglan á Grænlandi fann á laugardaginn líkamshluta við brennslustöð í bænum Ilulissat. Síðan þá hafa fleiri líkamshlutar fundist þar. 5.10.2021 13:48