Fleiri fréttir

Telja miklar líkur á annarri hryðjuverkaárás

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir mjög líklegt að reynt verði að fremja aðra hryðjuverkaárás í Kabúl á næstu sólarhringum. Hann boðar áframhaldandi loftárásir á Ríki íslams sem lýsti yfir ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni sem felldi á annað hundrað manns á fimmtudag.

Norska lögreglan skaut mann til bana

Lögreglumenn skutu mann til bana fyrir utan veitingahús í Sarpsborg í suðaustanverðum Noregi í morgun. Ekki hefur komið fram hver maðurinn var né hvers vegna lögreglan skaut hann.

Fellibylurinn Ida ógnar íbúum Lúisíana

Íbúar við strendur Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að fellibylurinn Ida gangi á land um helgina. Varað er við því að fellibylurinn muni „breyta lífi“ fólks sem er óviðbúið hamförunum.

Telja „blátt“ vetni enn meira mengandi en kol eða gas

Losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af vinnslu vetnis úr jarðgasi er enn meiri en ef gasinu eða kolum væri brennt til að framleiða orku. Svonefndu „bláu“ vetni hefur verið hampað sem umhverfisvænu eldsneyti.

Morðingi Roberts Kennedy gæti gengið laus

Nefnd, sem ákveður hvort föngum skuli veitt reynslulausn, hefur ákveðið að morðingi Roberts F Kennedy, sem sóttist eftir að verða forsetaefni Demókrata árið 1968, skuli látinn laus úr fangelsi. 

Breivik sækist eftir reynslulausn

Norskur dómstóll þarf að taka fyrir ósk hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn eftir að ríkissaksóknari hafnaði beiðninni. Breivik hefur nú afplánað tíu ár af 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut.

Berlusconi aftur lagður inn á sjúkrahús

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, var lagður inn á sjúkrahús í Mílanó í gærkvöldi. Hann hefur ítrekað lent inni á sjúkrahúsi frá því að hann smitaðist af kórónuveirunni í september.

Danir af­létta öllum tak­mörkunum 10. septem­ber

Danska ríkisstjórnin hyggst aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar 10. september næstkomandi. Covid-19 verður þá ekki lengur skilgreindur sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi.

Óttast frekari árásir ISIS í Afganistan

Viðbúnaður er hjá bandarísku herliði sem aðstoðar við brottflutning afganskra flóttamanna frá Kabúl vegna möguleikans á fleiri hryðjuverkaárásum. Fleiri en hundrað manns, afganskir borgarar og bandarískir hermenn, féllu í sjálfsmorðssprengjuárás í gær.

„Við munum finna ykkur og láta ykkur gjalda“

Joe Biden Bandaríkjaforseti var harðorður í garð hryðjuverkasamtakanna ISIS-K, sem stóðu að baki mannskæðri sprengjuárás á flugvellinum í Kabúl í dag, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld. 

Hver eru hryðjuverkasamtökin ISIS-K?

Hryðjuverkasamtökin ISIS-K lýstu í kvöld yfir ábyrgð á sprengjuárásunum á alþjóðaflugvellinum í Kabúl fyrr í dag, sem bönuðu hátt í hundrað manns.

Danir mynda bandalag til að stöðva olíu- og gasvinnslu

Stjórnvöld í Danmörku og Kosta Ríka vinna nú saman að því að mynda bandalag þjóða sem eru viljug til að hætta olíu- og gasvinnslu og hætta að gefa út ný leyfi til leitar. Ekki er hægt að ráðast í ný verkefni í jarðefnaeldsneyti ef markmið Parísarsamkomulagsins eiga að nást.

Fundu lík þúsunda fórnarlamba Stalíns í Úkraínu

Líkamsleifar allt frá fimm til átta þúsund manns fundust í 29 fjölgagröfum á framkvæmdasvæði í borginni Odessu í sunnanverðri Úkraínu. Talið er að fólkið hafi verið fórnarlömb sovésku leynilögreglunnar í tíð alræðisherrans Jósefs Stalín.

Landamæraskimun verði hætt í Færeyjum

Að sögn Michaels Boolsen, formanns farsóttarnefndar Færeyja, er staðan vegna Covid-19 svo góð í Færeyjum að ráðlagt sé að hætta skimun á landamærunum.

Lögmönnum sem reyndu að snúa við kosningaúrslitunum refsað

Alríkisdómari í Michigan í Bandaríkjunum fyrirskipaði að hópi lögmanna sem höfðuðu mál til að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember til stuðnings Donalds Trump verði refsað. Taldi hann lögmennina hafa misnotað réttarkerfið.

Fangelsisdómur yfir einum þeirra sem ætlaði að ræna ríkisstjóra

Dómstóll í Michigan dæmdi karlmann á þrítugsaldri í rúmlega sex ára fangelsi fyrir aðild sína að ráðabruggi um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, í fyrra. Samsærismennirnir voru ósáttir við takmarkanir sem Whitmer setti á vegna kórónuveirufaraldursins.

Lög­reglu­maðurinn sem banaði inn­rásar­konu stígur fram

Lögreglumaðurinn sem skaut konu, sem tók þátt í innrásinni í bandaríska þinghúsið, til bana mun á morgun stíga fram og segja sögu sína í sjónvarpsviðtali. Fyrst þá verður nafn lögreglumannsins þekkt en aðeins tveir dagar eru liðnir frá því að tilkynnt var að lögreglumaðurinn muni ekki sæta viðurlögum fyrir manndrápið.

Gigtar­lyf í flýtimati sem með­ferð við Co­vid-19

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið mat á því hvort gigtarlyfið RoActemra nýtist sem meðferð við alvarlegum Covid-19 sjúkdómi. Einna helst er til skoðunar hvort lyfið gagnist fullorðnum sjúklingum sem liggja á sjúkrahúsi, eru á sterameðferð og þurfa súrefnisgjöf eða öndunarvélastuðning.

Selja hundrað hús í ná­grenni Róma­borgar á 150 krónur

Bæjarfélög á Ítalíu reyna nú í auknum mæli að selja yfirgefin hús á eina evru til að draga að framtakssama kaupendur. Fram að þessu hefur rýmingarsalan einna helst einskorðast við einangruð þorp fjarri höfuðborginni en breyting var á því þegar bæjaryfirvöld í Maenza tilkynntu að þau ætluðu að feta sömu leið.

Þrír bræður fórust í bíl­slysi í Noregi

Allt bendir til að þrír bræður – 17, 18 og 20 ára –hafi látið lífið í bílslysi í Hallingdal í Flå, um 150 kílómetra norðvestur af höfuðborginni Osló, á mánudagskvöldið.

Komust ekki að niðurstöðu um uppruna veirunnar

Bandarísku leyniþjónustunni tókst ekki að komast til botns í því hvernig nýtt afbrigði kórónurveirunnar barst fyrst í menn. Í skýrslu sem hún skilaði Joe Biden Bandaríkjaforseta er engin afgerandi niðurstaða um hvort að veiran hafi borist náttúrulega úr dýrum í menn eða hvort hún hafi sloppið af rannsóknastofu.

Talíbanar verða dæmdir af gjörðum sínum

Joe Biden, forseti Bandaríkjann,a segir að því fyrr sem bandarískar hersveitir verði farnar frá Afganistan því betra. Allt miðaðist við að standa við samkomulag Bandaríkjastjórnar og Talibana um að brottflutningi verði lokið hinn 31. ágúst.

Mun ekki fresta brott­för frá Afgan­istan

Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að fresta endanlegri brottför Bandaríkjahers frá Afganistan þrátt fyrir þrýsting frá leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims, G-7. Þann 31. ágúst muni herinn þá hafa lokið störfum sínum í landinu og yfirgefið Afganistan.

Rannsaka eitrun í þýskum háskóla

Sjö hafa þurft að leita læknisaðstoðar eftir að eitur var skilið eftir í mötuneyti þýsks háskóla í gær. Einn þeirra var fluttur á spítala í lífshættu.

Talibanar meina Afgönum brottför frá landinu

Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, tilkynnti á blaðamannafundi rétt í þessu að afgönskum borgurum verði ekki leyft að fara á flugvöllinn í Kabúl. Hann biðlaði jafnframt til Bandaríkjamanna að hvetja Afgana ekki til að yfirgefa landið.

Fyrr­verandi ein­ræðis­herra Tjad er látinn

Hissène Habré, fyrrverandi einræðisherra Afríkuríkisins Tjads, er látinn, 79 ára að aldri. Habré varði síðustu árum sínum í fangelsi í Senegal eftir að hafa hlotið lífstíðardóm meðal annars fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.

Sjá næstu 50 fréttir