Rekja dauða bandarískra hermanna til verðlaunafjár Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2020 11:11 Tíu bandarískir hermenn féllu í skotbardögum eða í sprengjuárásum árið 2018 og sextán í fyrra. Tveir hafa fallið það sem af er þessu ári. Nokkrir bandarískir hermenn hafa fallið fyrir hendi afganskra hermanna sem í sumum tilfellum hefur verið rakið til talibana. Vísir/EPA Bandaríska leyniþjónustan rekur fall nokkurra bandarískra hermanna í Afganistan til þess að rússneska herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana fé til höfuðs þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að honum hafi verið greint frá þessu. Þingmenn beggja flokka á Bandaríkjaþingi hafa lýst áhyggjum eftir að New York Times, Washington Post og fleiri fjölmiðlar greindu frá því að rússneska herleyniþjónustan GRU hefði lofað talibönum verðlaunafé tækist þeim að fella hermenn bandalagsríkjanna í Afganistan. Fulltrúa talibana og rússneskra stjórnvalda hafna því að slíkt samkomulag hafi verið til staðar. Heimildir fjölmiðla herma einnig að ríkisstjórn Trump forseta hafi vitað af þessu frá því í mars en ekki aðhafst neitt til að mótmæla eða refsa Rússum vegna þess. Í millitíðinni hefur Trump þvert á móti talað fyrir því að hleypa Rússum aftur inn í hóp stærstu iðnríkja heims og ákveðið að draga stóran hluta herliðs Bandaríkjanna frá Þýskalandi. GRU er sama leyniþjónustustofnunin og er talin hafa staðið að banatilræði við Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Vita ekki hversu margir féllu Nú greinir Washington Post frá því að leyniþjónustan telji að verðlaunafé Rússa hafi leitt til falls nokkurra bandarískra hermanna. Það mat byggist á yfirheyrslum hersins á vígamönnum sem teknir hafa verið höndum undanfarna mánuði. Ekki liggi þó fyrir nákvæmlega hversu margir hermenn bandalagsríkjanna gætu hafa fallið vegna þess. Hátt settum embættismönnum í Hvíta húsinu var kynnt matið í seinni hluta mars, samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins. Fundurinn hafi leitt til frekari umræðna um viðbrögð en ekki hafi verið einhugur innan ríkisstjórnarinnar um hvað ætti til bragðs að taka. Sendifulltrúi Bandaríkjanna í Afganistan er sagður hafa aðhyllst að bera málið beint upp við Rússa. Aðrir innan þjóðaröryggisráðsins hafi verið tregir til að grípa strax til aðgerða. Leyniþjónustan CIA fór yfir njósnirnar og staðfesti. Það mat er sagt hafa tafist, meðal annars vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar það liggur fyrir er það á könnu Roberts O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafa Trump, að stilla upp valkostum um viðbrögð. Talsmaður þjóðaröryggisráðsins segir að enn sé verið að meta hvort ásakanirnar eigi við rök að styðjast. Hvorki CIA né varnarmálaráðuneytið hafa viljað tjá sig. Breskum stjórnvöldum var tilkynnt um matið seint í síðustu viku en öðrum bandalagríkjum Bandaríkjanna í Afganistan ekki. Neita því að Trump hafi nokkuð vitað Svör Trump forseta og embættismanna hans við fréttunum hafa til þessa fyrst og fremst beinst að því hvort að hann hafi fengið vitneskju um að Rússar hétu fé til höfuðs bandarískum hermönnum. Trump harðneitaði því að hann, Mike Pence varaforseti eða Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hefðu verið upplýstir um leyniþjónustumati. Meadows var þó ekki tekinn við starfinu þegar málið er sagt hafa verið rætt í Hvíta húsinu. Richard Grenell, sem var starfandi yfirmaður leyniþjónustumála á umræddum tíma, hélt því einnig fram um helgina að hann hefði aldrei heyrt um matið. Washington Post segir að enn liggi ekki fyrir hvort að Trump-stjórnin neiti því að leyniþjónustumatið sé raunverulegt eða hvort hún haldi því aðeins fram að Trump hafi verið grunlaus um það. Lindsey Graham, formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og bandamaður Trump, sagði um helgina að hann ætlaðist til þess að ríkisstjórnin tæki ásakanir sem þessar alvarlega og að hún upplýsti þingið um stöðu mála sem fyrst. Lykilatriði væri að komist yrði til botns í því hvort að Rússar hefðu raunverulega lagt fé til höfuðs bandarískum hermönnum. Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana og einn leiðtoga flokksins á þingi, sagði í gær að ef fréttirnar væru réttar þyrfti Hvíta húsið að gera grein fyrir því hvers vegna Trump var ekki látinn vita, hver hafi vitað um málið og hvað hafi verið gert til að draga Vladímír Pútín Rússlandsforseta til ábyrgðar. Trump brást við orðum Graham á Twitter í gærkvöldi og hélt því þar fram að leyniþjónustan hefði ekki talið upplýsingarnar „trúverðugar“ og því hafi hún hvorki kynnt honum né Pence varaforseta þær. Þá ýjaði Trump að því að ásakanirnar gegn Rússum gætu verið „gabb“ sem forsetinn, að því er virðist fyrir misgáning, bendlaði bókmenntaumfjöllun New York Times við. Intel just reported to me that they did not find this info credible, and therefore did not report it to me or @VP. Possibly another fabricated Russia Hoax, maybe by the Fake News @nytimesbooks, wanting to make Republicans look bad!!! https://t.co/cowOmP7T1S— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 29, 2020 Bandaríkin Rússland Afganistan Donald Trump Tengdar fréttir Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan rekur fall nokkurra bandarískra hermanna í Afganistan til þess að rússneska herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana fé til höfuðs þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að honum hafi verið greint frá þessu. Þingmenn beggja flokka á Bandaríkjaþingi hafa lýst áhyggjum eftir að New York Times, Washington Post og fleiri fjölmiðlar greindu frá því að rússneska herleyniþjónustan GRU hefði lofað talibönum verðlaunafé tækist þeim að fella hermenn bandalagsríkjanna í Afganistan. Fulltrúa talibana og rússneskra stjórnvalda hafna því að slíkt samkomulag hafi verið til staðar. Heimildir fjölmiðla herma einnig að ríkisstjórn Trump forseta hafi vitað af þessu frá því í mars en ekki aðhafst neitt til að mótmæla eða refsa Rússum vegna þess. Í millitíðinni hefur Trump þvert á móti talað fyrir því að hleypa Rússum aftur inn í hóp stærstu iðnríkja heims og ákveðið að draga stóran hluta herliðs Bandaríkjanna frá Þýskalandi. GRU er sama leyniþjónustustofnunin og er talin hafa staðið að banatilræði við Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Vita ekki hversu margir féllu Nú greinir Washington Post frá því að leyniþjónustan telji að verðlaunafé Rússa hafi leitt til falls nokkurra bandarískra hermanna. Það mat byggist á yfirheyrslum hersins á vígamönnum sem teknir hafa verið höndum undanfarna mánuði. Ekki liggi þó fyrir nákvæmlega hversu margir hermenn bandalagsríkjanna gætu hafa fallið vegna þess. Hátt settum embættismönnum í Hvíta húsinu var kynnt matið í seinni hluta mars, samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins. Fundurinn hafi leitt til frekari umræðna um viðbrögð en ekki hafi verið einhugur innan ríkisstjórnarinnar um hvað ætti til bragðs að taka. Sendifulltrúi Bandaríkjanna í Afganistan er sagður hafa aðhyllst að bera málið beint upp við Rússa. Aðrir innan þjóðaröryggisráðsins hafi verið tregir til að grípa strax til aðgerða. Leyniþjónustan CIA fór yfir njósnirnar og staðfesti. Það mat er sagt hafa tafist, meðal annars vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar það liggur fyrir er það á könnu Roberts O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafa Trump, að stilla upp valkostum um viðbrögð. Talsmaður þjóðaröryggisráðsins segir að enn sé verið að meta hvort ásakanirnar eigi við rök að styðjast. Hvorki CIA né varnarmálaráðuneytið hafa viljað tjá sig. Breskum stjórnvöldum var tilkynnt um matið seint í síðustu viku en öðrum bandalagríkjum Bandaríkjanna í Afganistan ekki. Neita því að Trump hafi nokkuð vitað Svör Trump forseta og embættismanna hans við fréttunum hafa til þessa fyrst og fremst beinst að því hvort að hann hafi fengið vitneskju um að Rússar hétu fé til höfuðs bandarískum hermönnum. Trump harðneitaði því að hann, Mike Pence varaforseti eða Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hefðu verið upplýstir um leyniþjónustumati. Meadows var þó ekki tekinn við starfinu þegar málið er sagt hafa verið rætt í Hvíta húsinu. Richard Grenell, sem var starfandi yfirmaður leyniþjónustumála á umræddum tíma, hélt því einnig fram um helgina að hann hefði aldrei heyrt um matið. Washington Post segir að enn liggi ekki fyrir hvort að Trump-stjórnin neiti því að leyniþjónustumatið sé raunverulegt eða hvort hún haldi því aðeins fram að Trump hafi verið grunlaus um það. Lindsey Graham, formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og bandamaður Trump, sagði um helgina að hann ætlaðist til þess að ríkisstjórnin tæki ásakanir sem þessar alvarlega og að hún upplýsti þingið um stöðu mála sem fyrst. Lykilatriði væri að komist yrði til botns í því hvort að Rússar hefðu raunverulega lagt fé til höfuðs bandarískum hermönnum. Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana og einn leiðtoga flokksins á þingi, sagði í gær að ef fréttirnar væru réttar þyrfti Hvíta húsið að gera grein fyrir því hvers vegna Trump var ekki látinn vita, hver hafi vitað um málið og hvað hafi verið gert til að draga Vladímír Pútín Rússlandsforseta til ábyrgðar. Trump brást við orðum Graham á Twitter í gærkvöldi og hélt því þar fram að leyniþjónustan hefði ekki talið upplýsingarnar „trúverðugar“ og því hafi hún hvorki kynnt honum né Pence varaforseta þær. Þá ýjaði Trump að því að ásakanirnar gegn Rússum gætu verið „gabb“ sem forsetinn, að því er virðist fyrir misgáning, bendlaði bókmenntaumfjöllun New York Times við. Intel just reported to me that they did not find this info credible, and therefore did not report it to me or @VP. Possibly another fabricated Russia Hoax, maybe by the Fake News @nytimesbooks, wanting to make Republicans look bad!!! https://t.co/cowOmP7T1S— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 29, 2020
Bandaríkin Rússland Afganistan Donald Trump Tengdar fréttir Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47