Fleiri fréttir

Andstæðingar þungunarrofs biðu ósigur fyrir hæstarétti

Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi lög sem sett voru í Louisiana og þrengdu verulega að möguleikum kvenna á þungunarrofi í dag. Hefðu lögin fengið að standa hefði aðeins ein heilbrigðisstofnun sem býður upp á þungunarrof verið eftir í ríkinu.

Íranir gefa út handtökuskipan á hendur Trump

Stjórnvöld í Teheran gáfu út handtökuskipun á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta og óskuðu eftir að stoð alþjóðalögreglunnar Interpol til að handsama hann í dag. Auk Trump vilja Íranir handtaka þrjátíu aðra Bandaríkjamenn sem þeir telja hafa staðið að drónaárás sem felldi íranskan herforingja í Bagdad í janúar.

Afgerandi meirihluti sagður við að lengja valdatíma Pútín

Rúmlega þrír af hverjum fjórum kjósendum í Rússlandi greiddu atkvæði með stjórnarskrárbreytingum sem gerðu Vladímír Pútín forseta kleift að framlengja valdaskeið sitt í sextán ár í viðbót samkvæmt opinberum útgönguspám. 

Rekja dauða bandarískra hermanna til verðlaunafjár Rússa

Bandaríska leyniþjónustan rekur fall nokkurra bandarískra hermanna í Afganistan til þess að rússneska herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana fé til höfuðs þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að honum hafi verið greint frá þessu.

Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan.

Smituðum fjölgar áfram hratt á Indlandi

Yfirvöld Indlands hafa nú staðfest að minnst 500 þúsund manns hafi smitast af Covid-19. Síðasta sólarhringinn greindust 17 þúsund nýsmitaðir og fer smituðum hratt fjölgandi í borgum landsins þar sem þéttbýli og návígi er mikið.

Mögulegt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi fengið veiruna

Sérfræðingar hjá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, telja að allt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi sýkst af kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Tæplega tvær og hálf milljón hafa greinst með veiruna í Bandaríkjunum, samkvæmt opinberum tölum.

Kósovóar óánægðir með ákæruna

Íbúar í Kósóvó eru ósáttir við Stríðsglæpadómstólinn eftir að forseti landsins var ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.

Frestar eigin brúð­kaupi enn á ný

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að hún hafi aftur þurft að fresta fyrirhuguðu brúðkaupi sínu og unnustans Bo Tengberg.

Nefna höfuðstöðvar NASA eftir Mary W. Jackson

Jackson hóf störf hjá National Advisory Committy for Aeronautics árið 1951. Þeirri stofnun var svo breytt í NASA árið 1958. Hún vann lengi vel í teymi þeldökkra stærðfræðinga sem voru kallaða mennsku tölvurnar.

Eiffel-turninn opnaður á ný

Eiffel-turninn í París hefur verið lokaður í rúma þrjá mánuði vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Barr vinnur sigur í máli Flynn og samþykkir að mæta fyrir dómsmálanefnd

Bandarískur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í gær að dómarinn í máli ríkisins gegn Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingja og þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, mætti ekki skoða af hverju Dómsmálaráðuneytið hefði ákveðið að fella málið gegn Flynn niður, jafnvel þó Flynn hafi tvívegis játað brot sitt.

John­son full­yrti að ekkert land væri með smitrakningarapp sem virkar

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Íhaldsflokksins, hefur verið nokkuð harðlega gagnrýndyr eftir að hann fullyrti að aðgerðir breskra stjórnvalda til að auðvelda rakningu á kórónuveirusmitum gengju vel, og að ekkert land hefði enn komið á fót smitrakningarappi sem virkar.

Metfjöldi nýsmitaðra á Indlandi

Yfirvöld Indlands opinberuðu í dag að 16 þúsund nýsmitaðir af Covid-19 hafi greinst þar í landi og hefur sú tala aldrei verið hærri. Her Indlands hefur verið kallaður til til að byggja sjúkrahús í Nýju Delí, höfuðborg Indlands.

Tvö myrt í Stafangri í nótt

Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um að hafa orðið tveimur að bana, manni og konu, í Stafangri í Noregi í nótt.

Varð hræddur og skráði húsið á sig

Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar.

Barr sagður hafa gefið óviðeigandi skipanir með Trump í huga

Saksóknari og embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna munu segja þingmönnum í dag að William Barr, dómsmálaráðherra, og æðstu aðstoðarmenn hans hafi gefið óviðeigandi skipanir varðandi rannsóknir og réttarhöld sem tengjast Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Sjá næstu 50 fréttir