Nefna höfuðstöðvar NASA eftir Mary W. Jackson Samúel Karl Ólason skrifar 25. júní 2020 10:35 Höfuðstöðvar Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, í Washington DC verða nefndar í höfuðið á Mary Winston Jakcson, fyrstu þeldökku konunni sem vann sem verkfræðingur hjá stofnuninni. Vísir/NASA Höfuðstöðvar Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, í Washington DC verða nefndar í höfuðið á Mary Winston Jakcson, fyrstu þeldökku konunni sem vann sem verkfræðingur hjá stofnuninni. Jackson var ein þriggja kvenna sem fjallað er um í bókinni „Hidden Figures: The American Dream and the Untold Story of the Black Women Mathematicians Who Helped Win the Space Race” og myndinni sem byggir á bókinni. Myndin var gefin út árið 2016. Jim Bridenstein, yfirmaður NASA, tilkynnti þetta í gærkvöldi og sagði hann að Jackson hafi gefið mikið til geimáætlunar Bandaríkjanna og leitt að jafnrétti innan veggja NASA. „Mary W. Jackson var í hópi mjög mikilvægra kvenna sem hjálpaði NASA í að koma bandarískum geimförum út í geim. Mary sætti sig aldrei við viðvarandi ástand, hún hjálpaði til við að brjóta niður tálma og opna á tækifæri fyrir þeldökka Bandaríkjamenn og konur í verkfræði og tæknigeiranum,“ er haft eftir Bridendstein í yfirlýsingu á vef NASA. NASA’s Headquarters will be named the Mary W Jackson NASA Headquarters. Mary Jackson was @NASA's first African-American female engineer. She elevated America’s space program & led towards inclusion. Looking forward to holding a formal naming ceremony soon. https://t.co/R5tYNKPYNS pic.twitter.com/vKuIzMwpGN— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) June 24, 2020 Nafni götunnar sem byggingin stendur við í Washington DC var breytt í Hidden Figures Way í fyrra. Jackson hóf störf hjá National Advisory Committy for Aeronautics árið 1951. Þeirri stofnun var svo breytt í NASA árið 1958. Hún vann lengi vel í teymi þeldökkra stærðfræðinga sem voru kallaða mennsku tölvurnar. Hún stóð sig vel þar og var að endingu hækkuð í tign og send í sérstaka verkfræðingaþjálfun. Þá þurfti hún sérstakt leyfi til að mega sækja tíma með hvítum samnemendum sínum. Sama ár og NACA varð að NASA varð Jakcson fyrsta þeldökka konan sem vann sem verkfræðingur hjá stofnuninni. Hún sérhæfði sig í áhrifum vinds og loftmótstöðu á flugvélar og geimflaugar. Eftir nærri því tvo áratugi hafði Jackson orðið ljóst að hún gæti ekki farið hærra í störfum sínum hjá NASA og breytti um stefnu. Hún fór að vinna hjá Langley‘s Federal Women‘s Program Manager og þar vann hún hörðum höndum að því að hafa áhrif á næstu kynslóð kvenkyns stærðfræðina, verkfræðinga og vísindamanna hjá NASA, samkvæmt æviágripi stofnunarinnar. Jackson settist í helgan stein árið 1985 og dó árið 2005, þá 84 ára gömul. Bandaríkin Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Höfuðstöðvar Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, í Washington DC verða nefndar í höfuðið á Mary Winston Jakcson, fyrstu þeldökku konunni sem vann sem verkfræðingur hjá stofnuninni. Jackson var ein þriggja kvenna sem fjallað er um í bókinni „Hidden Figures: The American Dream and the Untold Story of the Black Women Mathematicians Who Helped Win the Space Race” og myndinni sem byggir á bókinni. Myndin var gefin út árið 2016. Jim Bridenstein, yfirmaður NASA, tilkynnti þetta í gærkvöldi og sagði hann að Jackson hafi gefið mikið til geimáætlunar Bandaríkjanna og leitt að jafnrétti innan veggja NASA. „Mary W. Jackson var í hópi mjög mikilvægra kvenna sem hjálpaði NASA í að koma bandarískum geimförum út í geim. Mary sætti sig aldrei við viðvarandi ástand, hún hjálpaði til við að brjóta niður tálma og opna á tækifæri fyrir þeldökka Bandaríkjamenn og konur í verkfræði og tæknigeiranum,“ er haft eftir Bridendstein í yfirlýsingu á vef NASA. NASA’s Headquarters will be named the Mary W Jackson NASA Headquarters. Mary Jackson was @NASA's first African-American female engineer. She elevated America’s space program & led towards inclusion. Looking forward to holding a formal naming ceremony soon. https://t.co/R5tYNKPYNS pic.twitter.com/vKuIzMwpGN— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) June 24, 2020 Nafni götunnar sem byggingin stendur við í Washington DC var breytt í Hidden Figures Way í fyrra. Jackson hóf störf hjá National Advisory Committy for Aeronautics árið 1951. Þeirri stofnun var svo breytt í NASA árið 1958. Hún vann lengi vel í teymi þeldökkra stærðfræðinga sem voru kallaða mennsku tölvurnar. Hún stóð sig vel þar og var að endingu hækkuð í tign og send í sérstaka verkfræðingaþjálfun. Þá þurfti hún sérstakt leyfi til að mega sækja tíma með hvítum samnemendum sínum. Sama ár og NACA varð að NASA varð Jakcson fyrsta þeldökka konan sem vann sem verkfræðingur hjá stofnuninni. Hún sérhæfði sig í áhrifum vinds og loftmótstöðu á flugvélar og geimflaugar. Eftir nærri því tvo áratugi hafði Jackson orðið ljóst að hún gæti ekki farið hærra í störfum sínum hjá NASA og breytti um stefnu. Hún fór að vinna hjá Langley‘s Federal Women‘s Program Manager og þar vann hún hörðum höndum að því að hafa áhrif á næstu kynslóð kvenkyns stærðfræðina, verkfræðinga og vísindamanna hjá NASA, samkvæmt æviágripi stofnunarinnar. Jackson settist í helgan stein árið 1985 og dó árið 2005, þá 84 ára gömul.
Bandaríkin Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira