Nefna höfuðstöðvar NASA eftir Mary W. Jackson Samúel Karl Ólason skrifar 25. júní 2020 10:35 Höfuðstöðvar Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, í Washington DC verða nefndar í höfuðið á Mary Winston Jakcson, fyrstu þeldökku konunni sem vann sem verkfræðingur hjá stofnuninni. Vísir/NASA Höfuðstöðvar Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, í Washington DC verða nefndar í höfuðið á Mary Winston Jakcson, fyrstu þeldökku konunni sem vann sem verkfræðingur hjá stofnuninni. Jackson var ein þriggja kvenna sem fjallað er um í bókinni „Hidden Figures: The American Dream and the Untold Story of the Black Women Mathematicians Who Helped Win the Space Race” og myndinni sem byggir á bókinni. Myndin var gefin út árið 2016. Jim Bridenstein, yfirmaður NASA, tilkynnti þetta í gærkvöldi og sagði hann að Jackson hafi gefið mikið til geimáætlunar Bandaríkjanna og leitt að jafnrétti innan veggja NASA. „Mary W. Jackson var í hópi mjög mikilvægra kvenna sem hjálpaði NASA í að koma bandarískum geimförum út í geim. Mary sætti sig aldrei við viðvarandi ástand, hún hjálpaði til við að brjóta niður tálma og opna á tækifæri fyrir þeldökka Bandaríkjamenn og konur í verkfræði og tæknigeiranum,“ er haft eftir Bridendstein í yfirlýsingu á vef NASA. NASA’s Headquarters will be named the Mary W Jackson NASA Headquarters. Mary Jackson was @NASA's first African-American female engineer. She elevated America’s space program & led towards inclusion. Looking forward to holding a formal naming ceremony soon. https://t.co/R5tYNKPYNS pic.twitter.com/vKuIzMwpGN— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) June 24, 2020 Nafni götunnar sem byggingin stendur við í Washington DC var breytt í Hidden Figures Way í fyrra. Jackson hóf störf hjá National Advisory Committy for Aeronautics árið 1951. Þeirri stofnun var svo breytt í NASA árið 1958. Hún vann lengi vel í teymi þeldökkra stærðfræðinga sem voru kallaða mennsku tölvurnar. Hún stóð sig vel þar og var að endingu hækkuð í tign og send í sérstaka verkfræðingaþjálfun. Þá þurfti hún sérstakt leyfi til að mega sækja tíma með hvítum samnemendum sínum. Sama ár og NACA varð að NASA varð Jakcson fyrsta þeldökka konan sem vann sem verkfræðingur hjá stofnuninni. Hún sérhæfði sig í áhrifum vinds og loftmótstöðu á flugvélar og geimflaugar. Eftir nærri því tvo áratugi hafði Jackson orðið ljóst að hún gæti ekki farið hærra í störfum sínum hjá NASA og breytti um stefnu. Hún fór að vinna hjá Langley‘s Federal Women‘s Program Manager og þar vann hún hörðum höndum að því að hafa áhrif á næstu kynslóð kvenkyns stærðfræðina, verkfræðinga og vísindamanna hjá NASA, samkvæmt æviágripi stofnunarinnar. Jackson settist í helgan stein árið 1985 og dó árið 2005, þá 84 ára gömul. Bandaríkin Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Sjá meira
Höfuðstöðvar Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, í Washington DC verða nefndar í höfuðið á Mary Winston Jakcson, fyrstu þeldökku konunni sem vann sem verkfræðingur hjá stofnuninni. Jackson var ein þriggja kvenna sem fjallað er um í bókinni „Hidden Figures: The American Dream and the Untold Story of the Black Women Mathematicians Who Helped Win the Space Race” og myndinni sem byggir á bókinni. Myndin var gefin út árið 2016. Jim Bridenstein, yfirmaður NASA, tilkynnti þetta í gærkvöldi og sagði hann að Jackson hafi gefið mikið til geimáætlunar Bandaríkjanna og leitt að jafnrétti innan veggja NASA. „Mary W. Jackson var í hópi mjög mikilvægra kvenna sem hjálpaði NASA í að koma bandarískum geimförum út í geim. Mary sætti sig aldrei við viðvarandi ástand, hún hjálpaði til við að brjóta niður tálma og opna á tækifæri fyrir þeldökka Bandaríkjamenn og konur í verkfræði og tæknigeiranum,“ er haft eftir Bridendstein í yfirlýsingu á vef NASA. NASA’s Headquarters will be named the Mary W Jackson NASA Headquarters. Mary Jackson was @NASA's first African-American female engineer. She elevated America’s space program & led towards inclusion. Looking forward to holding a formal naming ceremony soon. https://t.co/R5tYNKPYNS pic.twitter.com/vKuIzMwpGN— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) June 24, 2020 Nafni götunnar sem byggingin stendur við í Washington DC var breytt í Hidden Figures Way í fyrra. Jackson hóf störf hjá National Advisory Committy for Aeronautics árið 1951. Þeirri stofnun var svo breytt í NASA árið 1958. Hún vann lengi vel í teymi þeldökkra stærðfræðinga sem voru kallaða mennsku tölvurnar. Hún stóð sig vel þar og var að endingu hækkuð í tign og send í sérstaka verkfræðingaþjálfun. Þá þurfti hún sérstakt leyfi til að mega sækja tíma með hvítum samnemendum sínum. Sama ár og NACA varð að NASA varð Jakcson fyrsta þeldökka konan sem vann sem verkfræðingur hjá stofnuninni. Hún sérhæfði sig í áhrifum vinds og loftmótstöðu á flugvélar og geimflaugar. Eftir nærri því tvo áratugi hafði Jackson orðið ljóst að hún gæti ekki farið hærra í störfum sínum hjá NASA og breytti um stefnu. Hún fór að vinna hjá Langley‘s Federal Women‘s Program Manager og þar vann hún hörðum höndum að því að hafa áhrif á næstu kynslóð kvenkyns stærðfræðina, verkfræðinga og vísindamanna hjá NASA, samkvæmt æviágripi stofnunarinnar. Jackson settist í helgan stein árið 1985 og dó árið 2005, þá 84 ára gömul.
Bandaríkin Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Sjá meira