Fleiri fréttir

Blaðamaður myrtur í Mexíkó

Blaðamaðurinn Jorge Armenta var myrtur í árás í norðurhluta Mexíkó samkvæmt yfirvöldum þar í landi.

Skilur að fólk sé pirrað á flóknum reglum

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir skiljanlegt að fólk sé pirrað á nýjum reglum yfirvalda þar í landi, en ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir flókna reglusetningu í kórónuveirufaraldrinum.

Hvetja einhleypa til að finna sér „kynlífsfélaga“

Hollensk stjórnvöld hafa gefið út sérstakar viðmiðunarreglur fyrir einhleypt fólk í leit að nánd meðan á samfélagslegum höftum vegna kórónuveirufaraldursins stendur. Þar er fólk hvatt til þess að finna sér „kynlífsfélaga.“

Ljós­myndari Bítlanna er látinn

Astrid Kirchherr, þýskur ljósmyndari sem mikið myndaði Bítlana á fyrstu starfsárum þeirra, er látin, 81 árs að aldri.

Skoða frekari aðstoð til flugfélaga

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir það í skoðun hvernig hægt sé að hjálpa flugfélögum þegar ferðalög milli landa liggja nánast niðri.

Jóhanna af Örk dýrlingur í hundrað ár

Hundrað ár eru liðin í dag frá því Benedikt 15. páfi gerði hina frönsku Jóhönnu af Örk að dýrlingi kaþólsku kirkjunnar. Þetta var engin geðþóttaákvörðun. Áratugalangt ferli var að baki ákvörðuninni enda var Jóhanna þessi ein helsta þjóðhetja Frakka.

Ítalía opnar fyrir ferðamönnum 3. júní

Stefnt er að því að opna landamæri Ítalíu fyrir ferðamönnum 3. júní en landið hefur nú verið lokað vegna faraldurs kórónuveiru í yfir tvo mánuði.

Læknarit gagnrýnir Trump harðlega fyrir viðbrögð hans við faraldrinum

Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum.

Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim

Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur.

Meðferð Ungverja á hælisleitendum talin ólögleg

Hælisleitendum sem hefur verið haldið á bráðabirgðasvæðum í Ungverjalandi gæti verið sleppt eftir að Evrópudómstóllinn dæmdi slíkt varðhald ólöglegt í dag. Skipaði dómstóllinn ríkisstjórn Viktors Orban að semja nýjar reglur um hælisleitendur.

Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum

Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna.

Varar við myrkasta vetri sögunnar

Bandaríkin standa mögulega frammi fyrir myrkasta vetri sögunnar. Þetta segir fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni.

Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn

Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna.

Gerðu húsleit hjá þingmanni og lögðu hald á síma hans

Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna lögðu í gær hald á síma öldungadeildarþingmannsins Richard Burr og gerðu húsleit á heimili hans. Hann hefur verið til rannsóknar vegna hlutabréfaviðskipta hans í aðdraganda kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum.

Sagði lögreglu frá „stráknum“ strax eftir hvarfið

Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018.

Sjá næstu 50 fréttir