Fleiri fréttir

Roy í Siegfried og Roy látinn

Roy Horn, annar tveggja meðlima hins fræga töframannadúetts Siegfried og Roy, er látinn 75 ára að aldri. Hann lést eftir að hafa smitast af kórónuveirunni.

Fjölmiðlafulltrúi Mike Pence með Covid-19

Katie Miller, fjölmiðlafulltrúi Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, greindist með kórónuveiruna í dag, daginn eftir að annar starfsmaður Hvíta hússins greindist með veiruna.

75 ár liðin frá uppgjöf nasista

Sjötíu og fimm ár eru liðin í dag frá því Nasistar gáfust upp fyrir herjum Bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni. Kórónuveirufaraldurinn setur svip sinn á fagnaðarlæti dagsins.

Fjöldi látinna kominn yfir 30.000 á Ítalíu

Fleiri en 30.000 manns eru nú látnir á Ítalíu vegna nýs afbrigðis kórónuveiru samkvæmt nýjustu tölum yfirvalda. Mannskaðinn á Ítalíu er sá þriðji mesti í heiminum og sá mesti innan Evrópusambandsins.

Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi

Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu.

Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi

Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu.

Hvetja Frakka til að hjóla þegar slakað verður á takmörkunum

Biðraðir hafa myndast við hjólaverslanir og verkstæði í París eftir að frönsk stjórnvöld hvöttu landsmenn til að hjóla til að draga úr mannmergð í almenningssamgöngum þegar slakað verður á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins á mánudag.

Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO

Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað.

Trump sagði Pútín að Rússarannsóknin hefði verið „gabb“

Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði rannsókn á meintu samráði framboðs hans við Rússland „gabb“ í símtali við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sama dag og dómsmálaráðuneyti Trump felldi niður ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sem laug að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússland.

Lögmaður ásakanda Biden styrkti framboð Trump

Kona sem sakar Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, um kynferðislega árás þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum hefur ráðið þekktan lögmann sem styrkti forsetaframboð Donalds Trump forseta fjárhagslega árið 2016. Í viðtali í gær skoraði konan á Biden að hætta framboði sínu í forvali Demókrataflokksins.

Smituðum fjölgar hratt í Rússlandi

Staðfestum tilfellum af Covid-19 fjölgaði um 10.699 á milli daga í Rússlandi. Smituðum hefur nú fjölgað um meira en tíu þúsund sex daga í röð.

Fella niður mál gegn Flynn

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Upphaf 2020 þykir merkilega hlýtt miðað við aðstæður

Fyrsti ársfjórðungur þessa árs var sá næsthlýjasti á jörðinni frá því að mælingar hófust. Enn er mögulegt er að þetta ár verði það hlýjasta frá upphafi þrátt fyrir að líklega verði hverfandi áhrif af veðurfyrirbrigðinu El niño í Kyrrahafi.

Sérfræðingum ýtt til hliðar

Ítarlegar leiðbeiningar, sem samdar voru af helstu farsóttarsérfræðingum Bandaríkjanna og áttu að hjálpa ríkis- og borgarstjórum, eigendum verslana, trúarleiðtogum og öðrum að draga úr félagsforðun í skrefum, verða ekki birtar.

Banksy hyllir heilbrigðisstarfsfólk

Nýtt listaverk eftir breska götulistamanninn Banksy hefur dúkkað upp á spítalanum í Southampton í Bretlandi. Listaverkið hyllir heilbrigðisstarfsmenn á sama tíma og þeir eru í framlínunni í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum.

Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki

Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag.

Leyft að opna allar verslanir í Þýskalandi

Öllum takmörkunum á verslanir sem hafa verið í gildi í kórónuveirufaraldrinum verður aflétt með samkomulagi sem þýska ríkisstjórnin hefur gert við sambandslandsstjórnirnar sextán. Félagsforðun verður áfram í gildi í annan mánuð en slakað verður á ýmsum þáttum hennar.

Sjá næstu 50 fréttir