Fleiri fréttir

Fella niður mál gegn Flynn

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Upphaf 2020 þykir merkilega hlýtt miðað við aðstæður

Fyrsti ársfjórðungur þessa árs var sá næsthlýjasti á jörðinni frá því að mælingar hófust. Enn er mögulegt er að þetta ár verði það hlýjasta frá upphafi þrátt fyrir að líklega verði hverfandi áhrif af veðurfyrirbrigðinu El niño í Kyrrahafi.

Sérfræðingum ýtt til hliðar

Ítarlegar leiðbeiningar, sem samdar voru af helstu farsóttarsérfræðingum Bandaríkjanna og áttu að hjálpa ríkis- og borgarstjórum, eigendum verslana, trúarleiðtogum og öðrum að draga úr félagsforðun í skrefum, verða ekki birtar.

Banksy hyllir heilbrigðisstarfsfólk

Nýtt listaverk eftir breska götulistamanninn Banksy hefur dúkkað upp á spítalanum í Southampton í Bretlandi. Listaverkið hyllir heilbrigðisstarfsmenn á sama tíma og þeir eru í framlínunni í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum.

Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki

Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag.

Leyft að opna allar verslanir í Þýskalandi

Öllum takmörkunum á verslanir sem hafa verið í gildi í kórónuveirufaraldrinum verður aflétt með samkomulagi sem þýska ríkisstjórnin hefur gert við sambandslandsstjórnirnar sextán. Félagsforðun verður áfram í gildi í annan mánuð en slakað verður á ýmsum þáttum hennar.

Telja að um 90.000 heilbrigðisstarfsmenn hafi veikst í faraldrinum

Að minnsta kosti 90.000 heilbrigðistarfsmenn hafa smitast af Covid-19-sjúkdómnum í kórónuveirufaraldrinum um allan heim. Fjöldinn gæti þó verið allt að tvöfalt meiri, að mati Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN). Víða hefur heilbrigðisstarfsfólk skort hlífðarbúnað.

Skutu nýrri eldflaug og nýju geimfari á loft

Kínverjar skutu nýrri kynslóð eldflauga á loft í fyrsta sinni í gær. Þessi eldflaug á að bera menn og nýja geimstöð á braut um jörðu, sem og geimför til mars.

Ekkert bendi til veikinda hjá Kim Jong-un

Suður-kóreska leyniþjónustan segir engar vísbendingar vera um að leiðtogi Norður-Kóreu sé alvarlega veikur, eða þá að hann hafi gengist undir hjartaaðgerð.

Órökstuddar fullyrðingar um að veiran sé manngerð

Kínverjar segja ummæli Bandaríkjastjórnar um að kórónuveiran hafi verið sköpuð á tilraunastofu í Wuhan-borg út í hött. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir ekkert benda til þess að sú sé raunin.

Milljarðar gætu búið við þrúgandi hita fyrir 2070

Allt að þrír milljarðar jarðarbúa gætu búið á stöðum þar sem hiti verður nær óbærilegur vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna fyrir árið 2070. Meðalhiti þar sem stór hluti mannkyns býr gæti þá verið yfir 29 gráðum.

WHO hvetur ríki heims til að rannsaka gömul sýni

Christian Lindmeier, talsmaður stofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í Genf í gær að það hefði ekki komið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni á óvart að eitt af tuttugu og fjögur sýnum sem voru tekin úr lungabólgusjúklingum í Frakklandi í desember hefði reynst jákvætt fyrir Covid-19.

Sjá næstu 50 fréttir