Fleiri fréttir

Í sóttkví með líki eiginmanns síns

Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu.

Biden-lestin á fullu skriði

Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, stendur uppi sem sigurvegari næturinnar í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í haust.

Flokkur Pútín vill breyta lögum svo hann geti setið áfram

Ákvæðum rússnesku stjórnarskrárinnar gæti verið breytt á næstunni til að gera Vladímír Pútín kleift að sitja áfram sem forseti. Hann hefur þegar verið við völd í tuttugu ár, lengur en nokkur annar leiðtogi Rússlands frá því að harðstjórinn Jósef Stalín var og hét.

Skólahaldi aflýst í Madríd

Skólastarfi á öllum skólastigum hefur verið aflýst í spænsku höfuðborginni Madríd næstu tvær vikurnar til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Bandarískir hermenn flykkjast burt frá Afganistan

Bandarískir hermenn eru nú á heimleið frá Afganistan í þúsundatali, afturköllun hermannanna er liður í friðarsamningi Bandaríkjanna og Talíbana sem undirritaður var í lok síðasta mánaðar.

Forsætisráðherra Súdan sýnt tilræði

Forsætisráðherra Afríkuríkisins Súdan komst í dag lífs af eftir að árás var gerð á bílalest hans á leið um súdönsku höfuðborgina Kartúm.

Staðan að skána í Kína

Stjórnvöldum í Kína virðist takast vel að hefta útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Læknir hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sagði hægt að læra af hörðum og snöggum viðbrögð Kínverja.

Sex látnir í fangaóeirðum á Ítalíu

Óánægja með ráðstafanir til að takmarka útbreiðslu kórónuveiru í yfirfullum fangelsum Ítalíu varð kveikja að óeirðum í hátt í þrjátíu fangelsum. Sex fangar létust þegar þeir brutust inn á sjúkrastofu og tóku of stóran skammt af kvalastillandi lyfi í Modena.

Max von Sydow látinn

Fjölskylda sænska leikarans Max von Sydow tilkynnti að hann andaðist í gær. Hann lék meðal annars í ellefu kvikmyndum samlanda síns Ingmars Bergman.

Erdogan til fundar við leið­toga ESB

Tyrklandsforseti mun ræða ástandið á landamærum Tyrklands og Grikklands við forseta leiðtogaráðs ESB og forseta framkvæmdastjórnar sambandsins í kvöld.

Smitum fækkar hratt í Kína

Útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum hefur dregist saman og tilfellum fækkað í Asíu á síðasta sólarhring en ástandið í Evrópu og Bandaríkjunum heldur áfram að versna.

Ætla að loka Langbarðalandi

Ríkisstjórn Ítalíu undirbýr nú að setja héraðið Langbarðaland, eða Lombardy á ensku, allt í sóttkví. Í raun að loka fjölmennasta og auðugasta héraði Ítalíu, þar sem um tíu milljónir manna búa.

Tveir látnir í Bret­landi af völdum kórónu­veirunnar

Karlmaður á níræðisaldri lést í Bretlandi á fimmtudag fljótlega eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Tveir hafa nú látið lífið í Bretlandi eftir að hafa greinst með veiruna en hann er sagður hafa verið með undirliggjandi sjúkdóma.

Assad kveðst hissa á afstöðu Tyrkja

Vopnahlé tók gildi í norðvesturhluta Sýrlands í nótt. Átökin á svæðinu höfðu verið afar hörð en sýrlenski stjórnarherinn hefur sótt að Idlib, síðasta stóra vígi uppreisnarmanna.

Sjá næstu 50 fréttir