Fleiri fréttir

Eldgos hafið á Filippseyjum

Eldgos er hafið í eldfjallinu Taal á Filippseyjum sem er í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Manila.

Mótmælum var fram haldið í Íran í dag

Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök.

Aftengdu tvær sprengjur úr seinna stríði

Það varð uppi fótur og fit í þýsku borginni Dortmund í dag þegar bárust af því fréttir að tvær virkar sprengjur úr seinni heimsstyrjöldinni, ein amerísk og önnur bresk, höfðu fundist.

Minnst ellefu látist í Banda­ríkjunum í miklum veðurofsa

Minnst ellefu hafa látið lífið í miklu óveðri sem gengið hefur yfir suður- og miðvesturhluta Bandaríkjanna síðustu daga. Stór hluti landsins hefur ýmist þurft að glíma við mikla storma, hvirfilbylji eða ofsafengna rigningu.

Robert Abela nýr for­sætis­ráð­herra Möltu

Robert Abela hefur tekið við sem nýr formaður Verkamannaflokksins þar í landi og mun taka við stóli forsætisráðherra eftir að Joseph Muscat sagði af sér embætti í síðasta mánuði.

Handtóku sendiherra Breta í Íran

Macaire var í haldi íranskra yfirvalda í þrjá klukkutíma, að sögn breskra yfirvalda. Hann og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa yfirgefið athöfnina þegar mótmæli fóru að brjótast út.

Drottningin boðar til fundar vegna Meghan og Harry

Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, eru meðal þeirra sem Elísabet II Englandsdrottning hefur boðað til fundar á morgun til að ræða framtíðarhlutverk þeirra. Í vikunni tilkynntu hjónin um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar.

Lifði af í óbyggðum Alaska í 23 daga eftir að kofi hans brann

Hinn 30 ára gamli Tyson Steele lifði af í 23 daga eftir að kofi hans á afskekktu svæði í Alaska brann til kaldra kola. Honum var bjargað af lögreglu Alaska sem fóru á vettvang eftir að vinir Steele sögðust ekki hafa heyrt í honum í nokkrar vikur.

Tsai og Han berjast um forsetastól Taívan

Kjörstöðum hefur verið lokað í eyríkinu Taívan en þar fóru í dag fram forsetakosningar. Stefnur tveggja aðalframbjóðandanna í samskiptum við Kína eru gjörólíkar.

Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn

Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran.

Soldáninn af Óman látinn

Þaulsetnasti þjóðhöfðingi arabísks ríkis, Soldáninn af Óman, Qaboos bin Said al Said er látinn, 79 ára að aldri

Noregskonungur áfram á sjúkrahúsi

Haraldur Noregskonungur verður áfram á sjúkrahúsi í Osló að minnsta kosti fram yfir helgi. Í tilkynningu hirðarinnar í fyrradag hafði verið vonast til að konungur yrði útskrifaður í dag.

Flugfarþegum fækkar í Svíþjóð

Rúmlega fjörutíu milljón manns fóru í gegnum flugvelli Svíþjóðar á síðasta ári samanborið við 42 milljónir árið áður. Því hefur ferðalöngum um flugvalleina fækkað um fjögur prósent milli ára.

Meghan farin aftur til Kanada

Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie.

Eyddu upptökum úr klefa Epstein

Upptökum úr öryggismyndavélum í fangaklefa kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein var eytt fyrir mistök, að sögn saksóknara.

Misvísandi skilaboð frá Íran

Forsvarsmenn herafla Íran segjast geta skotið hundruðum eldflauga til viðbótar við þær þrettán sem skotið var frá Íran á herstöðvar í Írak á aðfaranótt miðvikudags.

Segir dómarann vanhæfan í máli Weinstein

Arthur Aidala, lögmaður kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, hefur beðið dómara í kynferðisbrotamáli Weinstein um að segja sig frá málinu vegna vanhæfis.

Haugur af vélmennum sendur til Mars á árinu

Þróun geimferða hefur verið mikil og hröð á undanförnum árum. Einkafyrirtæki eru farin að ryðja sér til rúms í geimnum og umsvif þeirra aukast sífellt. Á þessu ári munu koma sá tímapunktur að menn hafa búið samfleytt í geimnum í heil tuttugu ár.

Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“

Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag.

Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug

Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar.

Kalla eftir aðgerðum vegna mannréttindabrota í Kína

Bandarískir þingmenn birtu í gær skýrslu þar sem kallað er eftir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Kína, vegna mannréttindabrota þar í landi. Skýrslan var samin af þingmönnum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins og segja þeir aðstæður íbúa Kína hafa versnað á undanförnu ári.

Sjá næstu 50 fréttir