Fleiri fréttir

Netanyahu verður ákærður fyrir spillingu

Ríkissaksóknari Ísrael tilkynnti það nú fyrir skömmu en hann er meðal annars sakaður um mútur, mútuþægni og svik, svo eitthvað sé nefnt, en um þrjú mismunandi málaferli er í raun að ræða.

Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap

Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Toppurinn sprakk af geimfari SpaceX

Um er að ræða frumgerð geimskipsins Starship og var verið að þrýstiprófa geimfarið með því að líkja eftir þeim mikla kulda sem geimferðir fela í sér.

Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“

Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi.

Vitnisburði sendiherrans líkt við tundurskeyti á varnir forsetans

Vitnisburði Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna hjá Evrópusambandinu, er líkt við tundurskeyti á varnir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og helstu bandamanna hans gegn rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum forsetans.

Tússaðir minnispunktar Trump vekja athygli

Minnispunktar sem tússaðir voru stórum stöfum á minnisblað sem Donald Trump studdist við er hann ávarpaði fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag, á sama tíma og talið er að vitnisburður lykilvitna í dag í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans muni koma sér illa fyrir forsetann.

Kóalabirnir hafa orðið verulega illa úti vegna elda

Toni Doherty kom á dögunum illa brenndum Kóalabirni til bjargar í Suður-Wales í Ástralíu. Björninn hafði brunnið í umfangsmiklum skógar- og kjarreldum þar í landi og Doherty fór úr skyrtu sinni til og vafði henni utan um björninn.

Vann með Giuliani í Úkraínu að skipan Trump

Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, segir að hann, Rudy Guiliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það.

Andrés prins hættir opinberum störfum

Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð.

Óljóst hvor stóð sig betur í fyrstu kappræðunum

Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins tókust á í kvöld í fyrstu kappræðunum í aðdraganda bresku þingkosningana. Álitsgjafar segja óljóst hvor þeirra hafi haft betur og almenningur virðist sammála.

Fangaverðir Epsteins ákærðir

Tveir fangaverðir sem voru á vakt kvöldið sem bandaríski auðkýfingurinn Jeffrey Epstein lést hafa verið ákærðir fyrir gagnafölsun.

Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi

Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans.

Blása á sögusagnir um heilsu Trump

Óundirbúin ferð Donald Trump á sjúkrahús um síðustu helgi hefur vakið spurningar um heilsu hins 73 ára gamla forseta Bandaríkjanna.

Foringjar gætu fallið

Stjórnarsamstarfi Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata í Þýskalandi er ógnað að innan. Báðir flokkarnir hafa mátt þola ósigra í kosningum á árinu. Líkur eru á að róttækari armar gætu komist til valda í vetur, sem leiti frekar

Lokað fyrir netið í Íran

Mikil mótmæli hafa staðið yfir í Íran frá því á fimmtudag þegar verð á olíu var hækkað um allt að 300 prósent.

Sjá næstu 50 fréttir