Fleiri fréttir

MH17: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum

Alþjóðlegt teymi rannsakenda sem skoðað hafa atvikið þegar malasíska flugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014 hafa opinberað upptökur símtala sem þeir segja vera á milli aðskilnaðarsinna í Úkraínu og embættismanna í Rússlandi. Upptökurnar segja rannsakendurnir að séu til marks um náið samstarf aðskilnaðarsinna við yfirvöld Rússlands.

Óttast afbrigði farsóttar

Kínverjar reyna að hefta útbreiðslu svartadauða í Mongólíu. Tveir hafa sýkst og eru nú í einangrun.

Lækka hraða vegna mengunar

Forsætisráðherrann, Mark Rutte, segir þetta vera stórt skref í að takast á við mikla nituroxíðmengun.

„Allt hvíldi á rannsóknum“

Sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta greindi starfandi sendiherranum í Úkraínu að allt sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir frá Bandaríkjastjórn hengi á því að þau létu rannsaka pólitíska andstæðinga Trump.

ISIS-liði fastur í einskismannslandi í þrjá daga

Yfirvöld Tyrklands vísuðu á mánudaginn manni, sem sagður er vera bandarískur ISIS-liði frá Tyrklandi. Hann hefur setið fastur í einskismannslandi milli Tyrklands og Grikklands síðan þá.

Allt á floti í Feneyjum

Á myndum sést hvernig sjór þekur Markúsartorg og íbúar og ferðamenn þurfa að vaða til að komast á milli staða.

Gróður­eldar ógna enn í­búum í Ástralíu

Yfirvöld í Ástralíu vara við því að hinir gríðarlegu gróðureldar sem nú brenna í tveimur ríkjum landsins verði áfram hættulegir þrátt fyrir að veðurskilyrði hafi skánað.

Segjast hafa fellt tvo íslamska víga­menn

Ísraelar gerðu enn eina loftárásina á Gasasvæðið í morgun og segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn. Eldflaugaskot frá Gasa hófust einnig á ný í morgun eftir hlé í nótt.

Hong Kong á barmi upplausnar

Lögreglan í Hong Kong segir borgina á barmi upplausnar eftir fimm mánaða mótmæli. Mótmælendur saka lögreglu um ofbeldi og krefjast lýðræðisumbóta.

Sameinast um að mynda stjórn

Sósíalistaflokkurinn og Podemos hafa náð samkomulagi um að mynda ríkisstjórn á Spáni. Eftir kosningarnar sem fram fóru sunnudaginn 10. nóvember vantar þá þó enn um 20 þingmenn til að ná meirihluta á þinginu.

Kveikti í sjálfum sér vegna bágrar fjárhagsstöðu

Hópur nemenda mótmælti á götum franskra borga vegna stöðu ungs fólks í landinu. Mótmælin voru í því skyni að sýna samstöðu með 22 ára manni sem reyndi að fremja sjálfsvíg á föstudag.

Clinton gagnrýndi stjórn Johnsons

Hillary Clinton gagnrýndi bresk stjórnvöld harðlega í dag og sagði til skammar að skýrsla um áhrif Rússa á breskar kosningar hafi ekki verið birt.

Evo Morales segir lífi sínu ógnað

Fyrrverandi forseti Bólivíu, Evo Morales, kom til Mexíkóborgar í dag og segist hann hafa sótt um hæli vegna þess að líf hans sé í húfi.

Sjá næstu 50 fréttir